Sagnir - 01.04.1989, Síða 25

Sagnir - 01.04.1989, Síða 25
Mygluskán og hálfblautur ruddi en niðri á láglendinu. Það er örugg- lega engin tilviljun að eina fjárhús- hlaðan sem grafin hefur verið upp, er þessi - í um 300 m hæð yfir sjávar- máli. Hlutfallið 1:6 (1:8) fjárhúshlöðun- um í óvil gefur kannski einhverja hugmynd um fjölda fjárhúshlaða í landinu, en hafa verður í huga að miklu færri fjárhús en fjós hafa verið grafin upp, í íslendingasögunum er á þremur stöðum minnst á fjárhús- hlöður - eina lambhúshlöðu og kær sauðhúshlöður.30 í Fornbréfa- safni finnst ekkert fyrr en í áður- nefndri eignaskrá Daða í Snóksdal há 1563-1564. Þar eru fjárhús og lambhús með tveimur hlöðum og dyraumbúningi á einum stað og fjár- hús og lambhús með hlöðukoppi á öðrum.31 Daði var, eins og eigna- skráin sýnir, alls ekki illa stæður maður og vel má vera að það hafi aðeins verið hroki stóreignamanna að byggja sér fjárhúshlöður. Annars sÝna þessar heimildir ekki annað en að fjárhúshlöður hafa þekkst hér, en ediðara er að gera sér grein fyrir hversu algengar þær hafa verið. Þær hafa þó varla verið almennar. Hlöður hverfa hegar komið er fram á 18. öld ber heimildum saman um að hlöður hafi verið orðnar mjög fátíðar. Þær hafa þó ekki verið jafn fátíðar eins °§ skilja mætti af tilvitnuninni í Niels Horrebow í upphafi þessarar greinar. hær hafa verið almennar á Austur- •andi og Vestfjörðum og hafa þekkst á Suðurlandi.32 Skúli Magnússon v°ttar algjöra fjarveru þeirra úr Hullbringu og Kjósarsýslum,33 og hest bendir til að á Norðurlandi og að einhverju leyti á Vesturlandi hafi heytóftir, en heygarðar á Suðurlandi, tekið við af hlöðum þegar komið er fram á 18. öld. Erfitt er að segja hvenær þessi þróun hefur hafist. Þess má geta að laðan í Miklagarði sem var full af drasli 1569 er þar ekki lengur 1577. á eru þar nokkrir faðmar heys úti dð, en hlaðan hefur annaðhvort allið saman í millitíðinni eða hún efur að fullu verið tekin við hlut- verki skemmu.34 Sauðfé beitl um uetur. „Mátulega rauðornað hey...“ Til að átta sig á afhverju hlöður viku fyrir heygörðum og heytóftum í stór- um landshlutum er rétt að byrja á að gera sér grein fyrir hvaða munur var á þessum heygeymsluaðferðum og hversu miklu betri kostur hlöðurnar voru. Á seinni hluta 18. aldar og á þeirri 19. var töluverð umræða í gangi um það hvernig best færi á að hirða og geyma hey, hvernig koma mætti í veg fyrir að í þeim kviknaði, hvort væri betri kostur heygarður eða heytóft (og ýmislegir undir- flokkar af hvoru um sig) og hvaða kosti hlöður hefðu umfram tyrfðu heyin. Af henni má ýmislegt ráða um heygeymslumál íslendinga á umliðnum öldum. Frá 1877 höfum við þessa lýsingu á íslensku hlöðustáli: Á einum stað sér maður alveg grænt hey, á öðrum staðnum sér maður mátulega rauðornað hey, á þriðja staðnum svart eða dökk- grátt hey, sem er hart og molnar upp þegar komið er við það, því það er nokkurskonar heykol, sem sjálfsagt hefði kviknað í hefði loptið getað komizt að meðan það var að seyðast svona. Á fjórða staðnum er hörð mygluskán og ofan á í hlöðunni er hálfblautur ruddi, sem líka er hálfmyglaður. Þessutan eru fram með veggjum og við gólfið rekjur og hálfblautt hey, sem varla er notandi í gadd- hesta, og eiga þeir þó óvíða uppá háborðið greyin. Svona er nú hey- ið misjafnt í hlöðunni, þrátt fyrir það þó allt væri hérumbil jafngott, þegar það var látið í hana.35 Þegar hey er látið í hlöðu er það aldrei skraufþurrt, það hitnar og rak- inn leitar út til hliðanna í stabban- um. Þar þéttist rakinn, því að gólfið, veggirnir og loftið í hlöðunni er kaldara en heyið, og bleytir heyið sem er yst í stabbanum. Þetta hey sem yst er myglar svo og verður ónýtt. Til að koma í veg fyrir að mik- ið af heyinu skemmdist kunnu menn það ráð að setja arfa eða lyng ofan á og allt um kring. Arfinn eða lyngið tók þá í sig rakann og skemmdist, en heyið sjálft var eftir svotil óskemmt.36 Eftir sem áður virðist það vera helsta vandamálið við hlöðurnar - og aðal mótrök þeirra sem ekki vildu nota þær, að hey vildu mygla í þeim.37 Helsti kosturinn við hlöðurnar, að þær héldu vatni mikið til frá heyinu og það hraktist þannig síður en tyrfðu heyin, var einnig töluverður ókost- ur; ef hlaðan var of þétt þá gat heyið hitnað um of og jafnvel kviknað, í því. Talsverður dragsúgur var nauð- synlegur til að þurrka heyið, og til SAGNIR 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.