Sagnir - 01.04.1989, Síða 26
Orri Vésteinsson
Uppbygging hlöðu sem enn stendur í SkaftaíeUi. Uppbygging hlaðanna í Gröf og á Lundi hefur
uerið áþekk þessu.
þess höfðu menn vindaugu á stöfn-
um hlöðunnar.38 En þar sem loft
kemst inn, þar vill líka seytla vatn.
Það hefur þannig verið vissara að
hafa heyið eins þurrt og hægt var,
en á því gat auðvitað orðið mis-
brestur, einkanlega í þeirri vætutíð
sem stundum plagar þetta land.
Vel tyrfð hey sem stóðu úti á ber-
angri höfðu þann kost fram yfir
hlöðurnar að um þau lék sífelldur
næðingur, þau þornuðu því frekar
og því var minni hætta á að kviknaði
í þeim. Hey sem sett var í þannig
stæður þurfti því ekki að vera eins
þurrt og það sem fór í hlöðurnar.
Skúli Magnússon heldur því fram að
vel og réttilega hlaðnir heystakkar
geti haldist óskemmdir í 2-3 ár.39 Á
því leikur hinsvegar enginn vafi að
tyrfðu heyi var hættara við að hrekj-
ast og blotna en heyi sem geymt var
í hlöðum. Og hey sem geymt var í
heytóftum var fullt eins líklegt til að
brenna og hlöðuhey.40
„Hvorsu kann einn
fátækr leigulidi...?“
Það er þannig líklega bitamunur en
ekki fjár hvort hey geymdist betur í
hlöðu eða í stakki. Enda er sú rök-
semd - að hey skemmist síður í
hlöðum, lítið notuð í málflutningi
þeirra 18. aldar manna sem voru að
hvetja landa sína til að byggja
hlöður. Helstu kostirnir við hlöður
eru taldir vera þeir - að fljótlegra og
þægilegra sé að setja í þær, einkan-
lega í vætutíð, ekki þurfi að tyrfa á
milli þess sem bætt er í stabbann, -
að þægilegra sé að gefa úr þeim og
að ekkert hey þurfi að skemmast á
leiðinni úr hlöðu í kýrkjaft, - að úr
þeim megi gjörgefa hverja tuggu, -
að ekki komist peningur að til að
rífa úr stálinu, og - að ekki þurfi að
rista torf á hverju sumri til að þekja
heyin.41
Það eru þannig að stórum hluta
hagkvæmnisástæður sem gera hlöð-
urnar að betri kosti en tyrfðu heyin.
Guðlaugur Sveinsson reiknar út að
torfið sem fer til að byggja 5-6 kýr-
fóðra hlöðu samsvari 8 ára torf-
skurði til að þekja sama hey í
stökkum. Veggir slíkrar hlöðu
myndu standa í 30-40 ár eða lengur
og að þakið þyrfti ekkert viðhald
fyrstu 5 árin 42 Með því að heygarðar
og -tóftir þurfa einnig viðhald, má
segja að hlaða Guðlaugs myndi
borga sig upp á innan við 8 árum.
En hvað kostaði að byggja sér
hlöðu? í grein um heyhlöður frá
1857 er reiknað út, að til að byggja
8-9 kýrfóðra hlöðu fari um 58
dagsverk, auk kostnaðar við að flytja
torf og timbur heim að bæ sem er
reiknaður sem 101 hestleigudagur.
Þar við bætist svo timburverðið sem
er 12 rd. 48 sk. Hér er tæplega of-
reiknað því tilgangur hins ónafn-
greinda höfundar er að fá menn til
að byggja sér hlöður, þó er hér lík-
lega miðað við nokkuð langa kaup-
staðarleið. Hann telur að þessi
hlaða muni standa í 40-50 ár og
muni borga sig upp á um 6 árum.
Til samanburðar reiknar hann að
kostnaður við að byggja heytóft
nemi rúmum fjórðungi kostnaðar
við að byggja hiöðu.43
Þetta er töluverður stofnkostnað-
ur, enda segir Markús Eyjólfsson að
áskorun hans um hlöðubyggingar
verði svarað á þessa leið:
-í“ »“ J « sf/rur
Tillaga Anonymusar frá 1791 um huernig haganlegast mcetti byggja hlöðu og fjós. A er hlaðan,
B fjós fyrir 8 kýr mylkar, C ranghali, D hesthús, E hesthúshlaða, F heygarður „ef hladan dugar
ekki" a gluggi, huar inn er kastað heysátunum, b uindauga, c dyr til heygarðs, d dyr til hlöðu, e-e
básar, f-f flórinn, g-g steinlögn til að moka mykju ofan í, h brunnhús, i útidyr fjóssins, k stallurinn
I dyr til hesthúshlöðu, m hesthúsdyr, n gluggi til að láta inn um heyið, o hlið eða sund ofan í
uegginn, p dyr fram í ranghala, q rœsi úr heygarðshorninu.
hvorsu kann einn fátækr leigulidi
at byggia svo stórt hús, sem þarf
yfir allt hans hey, þar hann er ein-
virki bornum bundinn, og má eigi
missa vinnu sína, svo lengi, sem
hann þarf til at byggia, vidrin ærit
dýr og optsinnis fæzt eigi?
24 SAGNIR