Sagnir - 01.04.1989, Síða 46

Sagnir - 01.04.1989, Síða 46
Hilmar Garðarsson inu „og fleira því um líkt, sem mér leiðist að þylja upp."57 Athyglisvert er hvernig Eggert Ólafsson beitti textarýni til að slá af þá félaga Bárð Snæfellsás og Surt í Surtshelli. Hann kallaði það gamla hjátrú að halda að Surtshellir sé nefndur eftir jötninum Surti og vildi meina að hann væri nefndur eftir hinu svarta bergi, sem hellirinn er gerður af. Enda er hann nefndur hellirinn Surtur í bestu handritum, t.d. Sturlungu eins og Eggert benti á.58 Bárðar saga er aðalheimildin pm Bárð Snæfellsás. Þá sögu taldi Eggert einskis virði vegna þess að engin önnur saga getur Bárðar eða afreka hans, enda sagan full af rang- færslum um tímatal og ýmsa kon- unga og höfðingja, samtímamenn Bárðar. „Samt er Bárðar saga nýlega prentuð á Hólum, eins og sönn saga væri. Og Arngrímur Jónsson og Jónas Ramus telja hana sannsögulega."59 Bárðar saga er gott dæmi um bók- menntir, sem upplýsingarmenn álitu óholla lesningu fyrir alþýðu. Enda má heyra að Eggert kann þeim Arngrími og Jónasi litla þökk fyrir framtakið. Árið 1750 varð einkennilegur at- burður á Austfjörðum, Jón Espólín sagði svo frá: Þá vard athlægiligr atburdr í Aust- fjördum, er ek vil fyrir þá sök í frásögn færa, at margir skilvísir menn hafa þar nokkut sagt af ok ritad látid eptir sik, þó enginn geti greint hverskyns prettr vid hafi verit hafdr, ok verd ek at herma sem ek hefi séd skrásett af fleir- um enn einum, med því nefndr var atburdrinn, hversu heimskligr sem þykir. ... þar [á Hjaltastað í Útmannasveitj heyrdist rödd ein ámátlig um lángaföstu alla, ok mælti manns mál ...60 Frásögn hinna merku manna vildi Jón ekki rengja „þó menn skilji ei orsökina ..." En líklegust þótti hon- um tilgáta þeirra er ætluðu að þar hefði búktalandi verið.61 Af ýmsum fyrirburðum Oft bar það við er fólk sá eitthvað óvenjulegt sem það ekki kunni skil á, að það uppdiktaði einhverjar kynja- skepnur. Dæmi um það eru svo nefndir hverafuglar sem fólk þóttist hafa séð synda á hverum. Héldu sumir að um drauga væri að ræða en aðrir álitu að fuglar þessir væru sálir framliðinna. Eggert Ólafsson treysti sér ekki til að rengja frásagnir af hverafuglum, sem hafðar voru eft- ir fjölda trúverðugra manna. En sá þó ýmsa annmarka á að greina þá með náttúrulegum fuglum „en ef þetta eru venjulegir fuglar, þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni."62 Hvera- fuglarnir voru sem sagt einn af leyndardómum náttúrunnar, sem Eggert kunni ekki skil á. Greindur og sannorður maður sagði Sveini Pálssyni frá svipuðum fuglum, sem áttu að hafa synt á Skál þar sem brennandi hraun rann út í og köfuðu þar sem vatnið sauð hvað ákafast. Sveinn vildi ekki rengja frá- sögn mannsins „enda þótt þetta virðist stríða gegn heilbrigðri skyn- semi."63 Árið 1638 þóttust sjómenn á Aust- fjörðum verða varir við blóð í sjónum. Á þessari sýn austfirsku sjómannanna kunnu upplýsingar- sinnar náttúrulegar skýringar. Egg- ert Ólafsson taldi að sjórinn gæti lit- ast blóði á mílulöngum svæðum „þegar hvalfiskar berjast í hafinu, en einkum þó þegar háhyrningar ráð- ast þúsundum saman á hina stór- vöxnu, tannlausu hvali og rífa þá í sundur ...‘,64 Sveinn Pálsson féllst á þessa skýringu Eggerts.65 Og Jón Espólín sagði: „Þat var opt er eg tel aldrei, at mönnum þótti sjór oc vötn blódug, slíkt vitu menn nú at hefir edlilegar orsakir".66 Hannes Finns- son velti þessu nokkuð fyrir sér, honum fórust svo orð: 44 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.