Sagnir - 01.04.1989, Síða 64
Ingunn Þóra Magnúsdóttir
Píetískt viðhorf á átjándu öld:
Óströffuð synd er sem átumein, flekkar og fordjarfar allan líkamann, allt heimilið,
já, kannski allan söfnuðinn, sóknina, sveitina, já, heila landið.
Þorsteinn Pétursson: Sjálfsœvisaga síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka, Rv. 1947, 315.
hýðingar en máltíðir, svo að einn
dag fékk eg 5.“23
Þegar Magnús er á barnsaldri
deyr faðir hans og er það honum
mikill missir, eins og fram kemur í
eftirfarandi:
vissi eg, að öll mín lukka var á
enda í heiminum, þar faðir minn
var mér sú mesta máttarstytta,
hefði guði þóknazt að láta hann
lifa lengur. En það var úti; hans
náðugur vilji hefur viljað reyna
mig með því.24
Ekki fékk Magnús mikla samúð þeg-
ar hann frétti lát föður síns, því
hann segir: „Strax eptir að lát föður
míns heyrðist út að Ási ... þá grét
Mangi minn herfilega, en Fúsi prest-
ur huggaði mig um kvöldið niðri í
lambhúsi, með stórri hýðingu."25
Enn verri sögu segir Magnús þó
frá veru sinni hjá öðrum presti, mági
sínum Hjörleifi Þorsteinssyni. Var
Magnús ellefu ára er Hjörleifur mis-
þyrmdi honum herfilega; auk þess
að blóðga hann með hrísvendi frá
Tilvísanir
1 Lovsamling for Island I, Kbh. 1853,
429.
2 Lovsamling for Island I, 437.
3 Lovsamling for Island 1, 436.
4 Lovsamling for Island I, 429^430.
5 Lovsamling for Island 1, 430.
6 Lovsamling for Island I, 431.
7 Loftur Guttormsson: Bernska, ung-
dómur og uppeldi á einveldisöld.
Tilraun til félagslegrar og lýðfrœði-
legrar greiningar (Ritsafn Sagnfræði-
stofnunar 10), Rv. 1983, 58-59.
8 Alþingisbœkur íslands XIII 1741-
1750, Rv. 1973, 563-578.
9 Alþingisbœkur íslands XIII, 568.
10 Alþingisbœkur íslands XIII, 567.
11 Alþingisbœkur íslands XIII, 567.
bringu til læra, þá braut hann á hon-
um upphandlegg. Yfirsjónin var sú
að Magnús hafði fengið leyfi móður
sinnar til að fara á berjamó, en
prestur þurfti að láta sækja sér hest
á sama tíma.26
Refsigleði?
Ekki er hægt að skjóta sér á bak við
neina hugmyndastefnu eða tilskip-
un með yfirgengilegri harðýðgi og
ofbeldi við minnimáttar. Líklega
hefur lífið hjá tökubörnum og niður-
setningum verið enn verra en hjá
börnum sem bjuggu hjá foreldrum
sínum, þótt kröpp kjör hafi trúlega
komið í veg fyrir að náin tilfinninga-
sambönd mynduðust milli barna og
foreldra.
Fátæktin og baslið hafa leitt af sér
harðneskjulegar uppeldisaðferðir,
sem aftur hafa líklega fremur kallað
á þvermóðsku en undirgefni nema á
yfirborðinu. Ekki má heldur gleyma
hinum endalausu afskiptum yfir-
valda af uppeldinu með sífelldum
12 Alþingisbækur íslands XIII, 563.
13 Loftur Guttormsson: Bernska, ung-
dómur..., 9.
14 Loftur Guttormsson: Bernska, ung-
dómur..., 48-49.
15 Kristján N. Július: „Ný vögguvísa."
Kviðlingar, Winnipeg 1920, 115.
16 Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhœtt-
ir, Rv. 1945, 272.
17 Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhætt-
ir, 272.
18 Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin
(Fjölrit), Rv. 1984, 99.
19 Alþingisbœkur íslands XIII, 567.
20 Jón Steingrímsson: Ævisaga síra
Jóns Steingrímssonar. Eftir sjálfan
hann, Rv. 1945, 16.
áminningum um að aga börn og hjú
af hörku og dugnaði.
Umbótastefnan virðist þó ekki
hafa dregið úr hörðum uppeldisað-
ferðum, ef marka má fyrrgreind
dæmi. Vekur það því spurningar um
það hvort Islendingar hafi á ein-
hvern hátt misskilið boðskap píet-
ismans. Islenskar aðstæður undir
danskri stjórn, hafi e.t.v. sveigt hann
í einhvern séríslenskan farveg, eða
jafnvel eitthvað í mannlegu eðli
óháð hugmynda- og trúarstefnum,
hafi ráðið hinum harða aga og
óvægu refsingum, sem börn og
minnimáttar (undirsátar almennt)
máttu þola á 17. og 18. öld.
Uppeldisstefnan refsiglaða var öll
á þann veg að kalla fram auðmýkt
og hollustu við húsbóndavaldið og
féll því einkar vel að sönnum ein-
veldisanda tímabilsins. Hvort sið-
váeðingunni hefur samt tekist á
þann veg að skapa „þvottekta", lítil-
látar og bljúgar sálir, það er önnur
saga.
21 Jón Steingrímsson: Ævisaga..., 16.
22 Magnús Pálsson: „Lífs- og æfisaga
Magnúsar Pálssonar. Sannferðug-
lega sögð og skrifuð af honum
sjálfum, sem hann frekast man nú á
hans 50. aldurs ári.“ Blanda. Fróð-
leikurgamall og nýr IV, Rv. 1928, 3.
23 Magnús Pálsson: „Lífs- og æfisaga
Magnúsar...“, 6.
24 Magnús Pálsson: „Lífs- og æfisaga
Magnúsar...“, 5.
25 Magnús Pálsson: „Lífs- og æfisaga
Magnúsar...", 5.
26 Magnús Pálsson: „Lífs- og æfisaga
Magnúsar...“, 9-10.
62 SAGNIR