Sagnir - 01.04.1989, Síða 75
Konan: „góð guðsgjöf til síns brúks'
skóla í Húnavatnssýslu og búnaðar-
skóla á Hólum og þar segir greinar-
höfundur:
Það er mál til komið að fara að
hugsa um menntun kvennfólks-
ins, svo það geti betur gegnt lífs-
köllun sinni á eptir sem húsmæð-
ur og lagt fyrsta grundvöll til
menntunar barna sinna.8
I ljósi þessa er ekki undarlegt, að
þegar Sighvatur Árnason, bóndi og
alþingismaður af Suðurlandi, leggur
fram frumvarp um rétt kvenna til
menntunar árið 1885, að þingmenn
reyni að tína til ýmis mótrök. Kon-
um eiga að nægja kvennaskólarnir.
Frumvarp þetta er „meinlaust" eins
og frummælandi kemst að orði. Það
veitir aðeins takmörkuð réttindi til
skólagöngu og prófa og ekki rétt til
embætta. Þingmenn virtust hafa lít-
•nn áhuga á að fjalla um þetta mál
og eyddu tímanum í að tala um
nauðsyn þess að lagfæra fjárforræði
giftra kvenna og töldu þakkarvert ef
einhver kæmi með slíkt frumvarp.
Umræður um frumvarp Sighvats
voru yfirleitt á þá leið að það væri
óþarft, á undan þörfum tímans og
því engin ástæða til að ræða það
frekar og þingmenn ganga meira að
segja svo langt að segja að óþarfi sé
að eyða hinum dýrmæta tíma þings-
ins í að ræða jafn óþarft frumvarp.9
Algengt var að rök þingmanna
miðuðu að því að seinka framgangi
frumvarpa um jafnrétti kynjanna og
eitt besta dæmið um það er frá 1891
begar fjallað var um rétt kvenna til
menntunar og embætta. Þá steig
Lárus E. Sveinbjörnsson í pontu og
sfakk upp á að málið yrði sett í
nefnd sökum þess að:
Ytarlegri ákvæði vanti í frumvarp-
ið, t.a.m. þegar svo er komið, að
landshöfðingi og biskup eru orð-
in hjón, stipsyfirvöldin maður og
kona, forseti er kvongaður l.ass-
essor landsyfirdómsins, og sýslu-
maður og héraðslæknir sömu-
ieiðis, o.s.frv.10
Farið var að tillögu Lárusar, en
ekki tókst betur til en svo að málið
óagaði uppi í nefndinni. Þau urðu
reyndar örlög margra frumvarpa um
jafnrétti kynjanna kringum aldamót-
in.
Hér hefur það gerst sem sumir karlar óttuðust svo mjög, konan hefur náð yfirhöndinni og karlinn
umhuerfist i kuenhlutuerkið, þjakaður af lífstykkinu alrœmda.
„Ómerkileg smámál“
Ein aðalrök þingmanna og and-
stæðinga jafnréttis á árunum 1880-
1915, voru þau að konur hefðu ekki
beðið um aukin réttindi sjálfar.
Þannig var t.d. á Alþingi 1893 er
Klemens Jónsson mælti gegn frum-
varpi um kjörgengi kvenna til sveita-
og safnaðarstjórna. Hann segir:
Mjer er ekki kunnugt, að almenn-
ur áhugi á þessu máli hafi komið
fram á þingmálafundum víðsveg-
ar um land allt ... Hjer heyrast
engar raddir í þá átt að fá aukin
rjettindi kvenna, frá þeirri hlið,
sem það ætti að koma, nefnilega
frá kvennfólkinu sjálfu.11
Skúli Thoroddsen, flutningsmaður
frumvarpsins, mótmælir fullyrðing-
um Klemensar og nefnir Þingvalla-
fundinn 1888, þar sem fram komu
áskoranir frá konum í Þingeyjar- og
ísafjarðarsýslum um aukin rétt
kvenna.12 Að auki má geta þess að á
þingmálafundum í Þingeyjarsýslu
voru samþykktar áskoranir til Al-
þingis um aukin réttindi kvenna árin
1889 og 1891.13 Hið sama gerðist
á þingmálafundum í ísafjarðarsýslu
og nágrenni árin 1887 og 1891.14
Rök Klemensar eru því út í hött.
Hann lætur sér samt ekki segjast og
telur samþykkt Þingvallafundarins
ekki sýna almennan þjóðarvilja.
Annars eru menn við sama heygarðs-
hornið í þessum umræðum og tala
um kjörgengismálið sem „ómerki-
legt smámál" og að ekki eigi að
„hrúga inn á þingið óþarfamál-
Konur og kýr
Árið 1911 er mikilvægt fyrir sögu
kvenréttinda á íslandi, en þá var
samþykkt á Alþingi frumvarp sem
veitti konum rétt til hverrar þeirrar
menntunar sem þær æsktu og
sömuleiðis réttindi til allra embætta
á sömu forsendum og karlar.
Þessi mikli sigur íslenskra
kvenna er nánast einsdæmi í sögu
kvennabaráttunnar. Til dæmis má
geta þess að norskar konur fengu
ekki fullan rétt til embætta fyrr en
árið 1938 og var þá reyndar prests-
embættið undanskilið. Rétt til að
sinna því fengu þær norsku ekki fyrr
en 1958.16
Það var Hannes Hafstein sem
flutti frumvarpið að undirlagi Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur.17 í flutnings-
ræðu Hannesar kemur fram að
hann telur sjálfsagt að veita konum
þessi réttindi. Jafnframt er augljóst
að hann álítur að körlum stafi engin
ógn af auknum réttindum kvenna
því að þær muni eftir sem áður
sinna heimilisstörfum eða eins og
SAGNIR 73