Sagnir - 01.04.1989, Page 91
Gaddavírsgirðingar
12. grein gaddavírslaganna frá 1903 hljóðar svo:
Fari ferðamaður um hlið á girðingu, er hann skyldur að loka því á
eptir sjer; vanræki hann það, varðar það 2-10 kr. sekt auk skaðabóta.
Vísvitandi skemmdir á girðingu varða 5-50 kr. sekt auk skaðabóta.
Sektir þessar renna að hálfu til uppljóstrarmanns og að hálfu til sveitar-
sjóðs þar sem brotið er framið.1
Þessi lagagrein hefur ef til vill verið tilefni leiksins sem Halldór
Laxness lýsir í Brekkukotsannái.
„Þetta gerðist um þær mundir, eigi alllaungu eftir Búastríðið, sem
gaddavírsöld var að hefjast á íslandi. Þessi sérstaki varníngur, sem
er í flestum löndum lögbannaður nema til hernaðarþarfa, enda sagður
uppfundinn í Búastríðinu, hefur orðið íslendíngum meiri friðstillir
en önnur vara útlend sem menn kunna að nefna; og þar sem í öðrum
löndum eru hörð viðurlög við því ef menn festa upp slíkt óféti á víða-
vángi á friðartímum, þá varð gaddavír næst á eftir brennivíni og sem-
enti einhver girnilegasta munaðarvara íslendínga um skeið. Um fátt
hefur þjóðin sameinast eins innilega og að streingja þennan dýrðar-
varníng útum öll foldarból, yfir holt og hæðir, mýrar og móa, uppí
fjallsupsir, útá ystu sjávarhamra. í fyrstu höfðu margir þann sið sem
búar höfðu gegn einglendíngum, að fara yfir gaddavír hvar sem þeir
komu að honum, en þá voru sett lög á Alþíngi um friðhelgi gaddavírs
á íslandi. Þessi lög voru í nokkrum sveitum og kaupstöðum gerð enn
víðtækari með sérstökum staðbundnum reglugerðum, þarámeðal
hjá okkur í höfuðstaðnum. Þar var sett sú reglugerð um gaddavír, að
hverjum manni sem staðinn væri að yfirstöplun slíkra heilagra vé-
banda skyldi gert að greiða tíu krónur í sekt. í þann tíð var veturgam-
all sauður virtur á tíu krónur. ... Nú sem við erum þar staddir bakvið
leiti, þá veltur sá fróðleikur uppúr einum í hópnum, að hver maður
sem fari yfir girðíngu af þessu tagi verði sekur um tíu krónur. Okkur
kom fljótlega saman um að gaman væri að taka sér fyrir hendur heljar-
stökk sem svo hátt væri metið til fjár. Meðþví nú glæpur þessi bar í
sér alla þá lokkun sem fylgir fjárglæfrum, tókum við okkur til allir
saman og fórum að hoppa yfir gaddavír. Ég vil ekki segja að þetta
verk hafi verið unnið með öllu hjartsláttarlaust, enda höfðum við
einn mann á gagnnjósn um það hvort njósnarar væru nær. En svo fór
sem okkur hafði reyndar grunað, einginn tók eftir því ódæði sem við
vorum að fremja, og við vorum ekki sektaðir. Slík réttmæt fjársekt,
sem við vorum ekki krafðir um, var fundið fé. Þarna hafði nú sérhver
okkar grætt sem svarar veturgömlum sauð þegar í fyrstu lotu. Svo
það var ekki furða þó við reyndum aftur."2
1 Lög nr. 64 19. des. 1903 Stjórnartíðindi tyrir ísland 1903, 330.
2 Halldór Kiljan Laxness: Brekkukotsannáll, Rv. 1977, 45-46.
Að lokum
Athyglisvert er hversu skammt
hræðslan við gaddavírinn entist. Eft-
ir 1904 minnist enginn á skaðsemi
hans, enda hætta blaða- og tímarits-
greinar að birtast um málið, sem
bendir til að menn hafi almennt
viðurkennt að gaddavírinn væri
framtíðargirðingarefni. Á Alþingi er
heldur ekki framar deilt um skað-
semi vírsins heldur um framkvæmd
laganna og hverjir eigi að greiða
þann kostnað sem lögunum fylgi. í
þeim umræðum halda menn áfram
að skiptast í tvö horn eftir hagsmun-
um.
Á Alþingi 1909 og 1913 eru fáir
þingmenn á móti lánveitingum til
túngirðinga og er því óhætt að segja
að gaddavírinn, hér sem annars-
staðar, hafi unnið fullan sigur.
Tilvísanir
1 Guðjón Guðmundsson: „Lög um tún-
girðingar eða „Gaddavírslögin"."
Freyr. Mánaðarrit um landbúnað,
þjóðhagsfræði og uerzlun, Rv. 1904,
27.
2 The Encyclopedia Americana vol. 3,
Connecticut 1986, 224.
3 Gann L.H.: Colonialism in Africa
1870-1960 vol. 1, Cambridge 1969,
348.
4 Árni Jónsson: „Girðingar." Búfræð-
ingurinn. Ársrit Huanneyrings og Hól-
amannafélags, Hvanneyri 1951, 7.
5 Alþingistíðindi 1901 C, Rv. 1901,
546.
6 Alþingistíðindi 1901 C, brt. 505, 658.
7 Alþingistíðindi 1901 B, 684.
8 Alþingistíðindi 1901 B, 686.
9 Alþingistíðindi 1901 B, 687.
10 „Andmæli. „Meiri gaddavír."" Fjall-
konan. Bœndablað Verzlunarblað
20. okt. 1903, 162.
U Alþingistíðindi 1903 A, Rv. 1903,
607-609.
12 Alþingistíðindi 1901 C, 707-708. —
Alþingistíðindi 1901 A, 299-301.
13 Alþingistíðindi 1903 C, 254-256. Til
samanburðar má nefna að árið 1904
kostaði saumavél á bilinu 35-45
krónur. Landhagskýrslur fyrir ísland
1904, Rv. 1904-5.
14 Alþingistíðindi 1903 A, 621.
'5 Lög nr. 64 19. des. 1903. Stjórnartíð-
indi fyrir ísland 1903, Rv. 1903,326.
16 Ari Brynjúlfsson: „Fáein orð um tún-
girðingar." Austri 2. apríl 1904, 37.
'7 Alþingistíðindi 1903 A, 618.
18 Alþingistíðindi 1903 A, 1025.
19 Stjórnartíðindi fyrir ísland 1903,
326-332.
20 Stefán Bergsson: „Túngirðingarlög
síðasta þings." Gjallarhorn 15. janú-
ar 1904, 10-11.
21 Guðjón Guðmundsson: „Lög um tún-
girðingar eða „Gaddavírslögin"", 27.
22 „Túngirðingarmálið." Fjallkonan...
18. ágúst 1903, 130.
23 Alþingistíðindi 1903 A, 606.
24 Alþingistíðindi 1905 A, Rv. 1905,
296.
25 Alþingistíðindi 1905 A, 296.
26 Lög nr. 22 20. okt. 1905. Stjórnartíð-
indi fyrirísland 1905, Rv. 1905, 167.
27 Lög nr. 62 22. nóv. 1907. Stjórnartíð-
indi fyrirísland 1907, Rv. 1907,422.
28 Alþingistíðindi 1907 A, Rv. 1907,
403.
29 Lög nr. 52 30. júlí 1909. Stjórnartíð-
indi fyrir ísland 1909, Rv. 1909, 266.
30 Lög nr. 64 19. des. 1913. Stjórnartíð-
indi fyrir ísland 1913, Rv. 1913, 326-
332.
31 Lög nr. 24 1. febr. 1952. Stjórnartíð-
indi 1952, A. Rv. 1952, 44-48.
SAGNIR 89