Sagnir - 01.04.1989, Side 93

Sagnir - 01.04.1989, Side 93
íslensk nýlendustefna BJARMALAND Hólmgaröur GARÐARÍKI Kænugarður • 60* 50* / / Siglingaleiðin frá Hernum til Hvarfs Bjarni Herjólfsson um 985 skv. Grænlendingasögu. 30* i Eiríkur rauði 985 Leifur Eiriksson 1000 skv. frásögn Eiriks sögu rauða, Heimskringlu og Kristnisögu. Þorfinnur Karlsefni 1005 Leifur Eiríksson 1000-1014 skv. Grænlendingasögu. í gamla daga Það er talið vera um 980 sem þeir Snæbjörn galti Hólmsteinsson og Hrólfur rauðsenski finna Grænland, sem þá var kallað Gunnbjarnarsker. Skömmu síðar fór Eiríkur rauði til landnáms á Grænlandi, ef marka má frásögn Landnámabókar, ásamt nokkrum íslendingum. „Það sumar fór Eiríkur að byggja land það, er hann hafði fundið og hann kallaði Grænland, því hann iét það menn mundu fýsa þangað, ef landið héti vel. Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tek- in á íslandi."3 Þetta samfélag íslendinga á Graenlandi virðist hafa braggast sæmilega fyrst í stað, menn höfðu í s'g og á og gátu jafnvel brugðið sér iil Ameríku ef þannig stóð á skrefi. Samfélagsgerð og stjórnarhættir virðast hafa verið með svipuðum hætti á Grænlandi og hérlendis og er íslendingar gengu Noregskon- ungi á hönd gerðu Grænlendingar slíkt hið sama. Um miðja 15. öld rofnaði allt samband á milli land- anna og í nær fjórar aldir var Græn- land týnt og tröllum gefið. Hans Egede hét norskur trúboði sem sigldi til Grænlands í byrjun 18. aldar í leit að íslendingum.4 Kon- ungurinn hafði gefið honum skip og verið voða almennilegur, m.a. veitt honum einkaleyfi á versluninni enda var ferðin farin vegna mikils trúarhita og kristilegs bróðurkær- leika. Er séra Hans kom til Græn- lands fann hann enga íslendinga og þeir sem stóðu í flæðarmálinu til að taka á móti honum voru hundheiðn- ir eskimóar. Hvað hafði orðið um alla íslendingana? Svarið við þeirri ráðgátu fæst sennilega seint en þar sem séra Hans var nú einu sinni kominn var ekki um neitt annað að ræða en kristna lýðinn og reyna að græða eitthvað á honum. Á Græn- land var litið sem hluta af Danaveldi enda höfðu Noregur og Danmörk verið í ríkjasambandi síðan 1380. Að afloknum flestum Napóleonsstyrjöld- unum var haldið skuldaþing í Kiel þar sem kökunni var skipt milli þeirra sem meira máttu sín. Frænd- ur vorir Danir urðu þar að láta Noreg af hendi við Svía en með stuðningi Breta tókst þeim að halda þeim löndum sem áður höfðu tilheyrt Noregi, þ.e. íslandi, Færeyjum og Gænlandi. Norskur imperíalismi Norðmenn voru ekkert sérlega hrifn- ir af að lenda undir Svíum, sem von- legt var, og töldu sig fullfæra um að stjórna sér sjálfir. Mikil drift var í norsku efnahagslífi á 19. öld og fragt- og fiskiskipastóllinn stækkaði stórum. Samhliða aukinni efnahags- legri velmegun jókst þjóðarstoltið og í upphafi aldarihnar, nánar tiltek- ið 1905, fengu þeir fullt sjálfstæði. Sjávarútvegurinn var burðarásinn í efnahagslífinu og Norðmenn stund- SAGNIR 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.