Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 93
íslensk nýlendustefna
BJARMALAND
Hólmgaröur
GARÐARÍKI
Kænugarður •
60* 50*
/ /
Siglingaleiðin frá Hernum til Hvarfs
Bjarni Herjólfsson um 985 skv.
Grænlendingasögu.
30*
i
Eiríkur rauði 985
Leifur Eiriksson 1000 skv. frásögn Eiriks sögu
rauða, Heimskringlu og Kristnisögu.
Þorfinnur Karlsefni 1005
Leifur Eiríksson 1000-1014 skv.
Grænlendingasögu.
í gamla daga
Það er talið vera um 980 sem þeir
Snæbjörn galti Hólmsteinsson og
Hrólfur rauðsenski finna Grænland,
sem þá var kallað Gunnbjarnarsker.
Skömmu síðar fór Eiríkur rauði til
landnáms á Grænlandi, ef marka
má frásögn Landnámabókar, ásamt
nokkrum íslendingum.
„Það sumar fór Eiríkur að byggja
land það, er hann hafði fundið og
hann kallaði Grænland, því hann
iét það menn mundu fýsa þangað,
ef landið héti vel. Svo segja fróðir
menn, að það sumar fóru hálfur
þriðji tugur skipa til Grænlands
úr Breiðafirði og Borgarfirði, en
fjórtán komust út; sum rak aftur,
en sum týndust. Það var fimmtán
vetrum fyrr en kristni var í lög tek-
in á íslandi."3
Þetta samfélag íslendinga á
Graenlandi virðist hafa braggast
sæmilega fyrst í stað, menn höfðu í
s'g og á og gátu jafnvel brugðið sér
iil Ameríku ef þannig stóð á skrefi.
Samfélagsgerð og stjórnarhættir
virðast hafa verið með svipuðum
hætti á Grænlandi og hérlendis og
er íslendingar gengu Noregskon-
ungi á hönd gerðu Grænlendingar
slíkt hið sama. Um miðja 15. öld
rofnaði allt samband á milli land-
anna og í nær fjórar aldir var Græn-
land týnt og tröllum gefið.
Hans Egede hét norskur trúboði
sem sigldi til Grænlands í byrjun 18.
aldar í leit að íslendingum.4 Kon-
ungurinn hafði gefið honum skip og
verið voða almennilegur, m.a. veitt
honum einkaleyfi á versluninni
enda var ferðin farin vegna mikils
trúarhita og kristilegs bróðurkær-
leika. Er séra Hans kom til Græn-
lands fann hann enga íslendinga og
þeir sem stóðu í flæðarmálinu til að
taka á móti honum voru hundheiðn-
ir eskimóar. Hvað hafði orðið um
alla íslendingana? Svarið við þeirri
ráðgátu fæst sennilega seint en þar
sem séra Hans var nú einu sinni
kominn var ekki um neitt annað að
ræða en kristna lýðinn og reyna að
græða eitthvað á honum. Á Græn-
land var litið sem hluta af Danaveldi
enda höfðu Noregur og Danmörk
verið í ríkjasambandi síðan 1380. Að
afloknum flestum Napóleonsstyrjöld-
unum var haldið skuldaþing í Kiel
þar sem kökunni var skipt milli
þeirra sem meira máttu sín. Frænd-
ur vorir Danir urðu þar að láta Noreg
af hendi við Svía en með stuðningi
Breta tókst þeim að halda þeim
löndum sem áður höfðu tilheyrt
Noregi, þ.e. íslandi, Færeyjum og
Gænlandi.
Norskur imperíalismi
Norðmenn voru ekkert sérlega hrifn-
ir af að lenda undir Svíum, sem von-
legt var, og töldu sig fullfæra um að
stjórna sér sjálfir. Mikil drift var í
norsku efnahagslífi á 19. öld og
fragt- og fiskiskipastóllinn stækkaði
stórum. Samhliða aukinni efnahags-
legri velmegun jókst þjóðarstoltið
og í upphafi aldarihnar, nánar tiltek-
ið 1905, fengu þeir fullt sjálfstæði.
Sjávarútvegurinn var burðarásinn í
efnahagslífinu og Norðmenn stund-
SAGNIR 91