Sagnir - 01.04.1989, Side 101
Ungbörn þjáð af þorsta
ung á annars konar fæðu.9 En meira
að segja við ríkulega kúamjólkurgjöf
var ungbarnadauðinn miklu meiri
en meðal brjóstabarna. Um það
liggja fyrir hvað gleggstar upplýsing-
ar frá Prússlandi. Jafnvel eftir alda-
mót, þegar ungbarnadauði var þó
almennt farinn að minnka frá því
sem var á 19. öld, var hann tvöfalt
eða þrefalt meiri hjá pelabörnum en
brjóstabörnum, og gildir það bæði í
borgum og dreifbýli og nærri jafnt
hjá fátæku fólki sem betur stæðu.10
Þarna er sem sagt eitthvað stórlega
athugavert við kúamjólkina, þótt
það hafi lítt komið að sök við breytt-
ar aðstæður síðar á öldinni.
Dagný tekur saman11 sex kosti
brjóstamjólkur fram yfir kúamjólk,
raunar miðað við nútímaaðstæður.
Fyrsta atriðið, lægra hvítuinni-
haid brjóstamjólkur og ólík hlutföll
eggjahvítuefna, er við okkar að-
stæður talin meginröksemdin gegn
því að gefa ungbörnum óþynnta
kúamjólk. í henni er tvöfalt til þre-
falt meira af hvítu, þar af meirihlut-
■nn ostefni (kasín), en í móður-
rnjólk er miklu minna af því. Kúa-
mjólkin myndar í maga barnsins
stífan drafla, sem meltist treglega
°g getur valdið magablæðingum.
(Efnahvatar, sem þola ekki geril-
sneyðingu, hafa þó gert mjólkina í
gamla daga betur meltanlega að
þessu leyti en samsölumjólk nútím-
ans.) Til að ráða bót á þessu er
nægilegt að þynna kúamjólkina, svo
að heildarmagn hvítu verði hæfi-
legt; þá kemur hátt hlutfall ostefnis
lítt að sök.12 En það tíðkaðist ein-
mitt ekki í gamla daga að þynna
mjólkina.
Annan megingalla kúamjólkur-
innar sem ungbarnafæðis nefnir
Dagný hins vegar ekki. Hún er of
sölt, nalríummagnið ríflega þrefalt á
við brjóstamjólk.13 Þessa umfram-
seltu þurfa börnin að losa sig við í
þvaginu, sem hefur mælst nærri
fjórum sinnum saltara úr pelabörn-
um en brjóstabörnum.14 Þau þurfa
líka að losna við gegnum nýrun
þvagefnið, sem myndast við að
brenna hvítu, og það verður miklu
meira af hinni hvíturíku kúamjólk
en af móðurmjólkinni. Af þessum
tvennum sökum þarf pelabarn á
óþynntri kúamjólk ferfalt meira vatn
til þvagmyndunar en brjóstabarn
getur komist af með.15
Börn eru viðkvæmust fyrir seltu
fyrstu dagana, meðan nýru þeirra
eru enn ekkí fullvirk. Þess vegna gat
það skipt miklu máli hvort börn
voru lögð á brjóst í fáeina daga, eins
og virðist hafa tíðkast fram yfir 1750,
eða alin á óþynntri kúamjólk frá
fyrsta degi, eins og orðin var regla
um 1800.16
Eftir fyrstu dagana eða vikuna
eiga nýru barnsins að geta losað
það vandræðalaust við salt og þvag-
efni, sem kúamjólkinni fylgja, aðeins
ef barnið skortir ekki vatn til þvag-
myndunar. En út af því getur brugð-
ið og ástæða er til að ætla að það
hafi einmitt verið algengt á íslandi
fyrr á tíð, og raunar í öðrum vest-
rænum löndum allt fram á þessa
öld. Ungbörn hafi iðulega þjáðst af
vökvaskorti, annað hvort vegna
skertrar vökvatekju eða aukins vökva-
taps, og því illa mátt við því aukna
vökvatapi um nýrun sem því fylgir
að nærast á kúamjólk í stað móður-
mjólkurinnar.
Vegna „skertrar vökvatekju", sagði
ég. Nú er mjólkin að mestu vatn,
jafnt móðurmjólk sem kúamjólk, en
hvað drekka ungbörn mikið af
henni? Fái þau sjálf að ráða, fer það
aðallega eftir orkuþörf þeirra; þau
drekka sig södd og lítið umfram
það. Orkugildi kúamjólkur er mjög
áþekkt brjóstamjólk, þannig að barn
ætti að hafa lyst á svipuðu magni af
hvorri sem er (jafnvel taka við þeim
mun meira af kúamjólkinni sem
sum næringarefni hennar meltast
verr). En formæður okkar áttu víst til
að gefa ungbörnum feitari mjólk en
venjulega kúamjólk. Kannski var
haldið til þeirra eftirhreytunum, því
sem síðast er mjólkað úr kúnni, en
það er feitasta mjólkin. Eða barns-
mjólkin jafnvel blönduð rjóma.1' Þá
varð mjólkin saðsamari, barnið
drakk minna og fékk minni vökva.
Á sama hátt drekka börn minna
fái þau aðra næringu með mjólk-
inni. Það getur átt við um dúsu-
fæðið, sem Dagný drepur á, þar
sem matur var tugginn í léreftsrýju,
og börnin látin totta. Dúsan gat
a.m.k. skilað drjúgri næringu ef
smjöri var bætt við tugguna eða fisk-
lifur.18
Þannig gátu íslensku börnin á
fyrri tíð búið við skerta vökvatekju á
sama hátt og þau börn sem nú fá of
sterka blöndu af þurrmjólk af því að
ekki er fylgt nákvæmlega leiðbein-
ingum framleiðandans.19
Þetta ætti þó ekki að koma svo
mjög að sök nema við bætist aukið
vökvatap, en þar eru aðalhætturnar
tvær. Önnur sú, að barnið tapi
miklu vatni um húð (með svita) og
SAGNIR 99