Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 104
Magnús Hauksson
Hluti af segulbandasafrti Ríkisútuarpsins. Þar eru geymdar 15000-16000 spólur. Efnið á þeim
myndi endast í nœstum tueggja ára samfellda útsendingu.
/
tvarps- og sjónvarpsefni getur
á margan hátt verið áhuga-
vert fyrir sagnfræðinga. Það
er heimild um sjálft sig og af þeim
sökum er ástæða til að varðveita
margt af því. Gamalt útvarps- og
sjónvarpsefni hefur einnig í sér fólg-
inn tíðaranda tímabils, tónlist og af-
þreyingarefni ekki síst. Viðtöl við þá
sem hafa upplifað fyrri tíma geta oft
á tíðum verið merkilegar frásagnar-
heimildir. Að síðustu verður ekki
litið framhjá því í framtíðinni að
mikill hluti af þjóðfélagsumræðunni
fer fram í ljósvakamiðlunum; sagan
er beinlínis að gerast þar. Þess
vegna luma útvarp og sjónvarp
ábyggilega á sagnfræðilegum gögn-
um sem tæpast verður gengið
framhjá í rannsóknarvinnu.
Vistun - grisjun
Svo virðist vera sem varðveisla og
grisjun hljóðvarps- og sjónvarpsefn-
is hjá Ríkisútvarpinu hafi verið frek-
ar skipulagslítil. Engar samræmdar
reglur hafa verið til um vistun efnis-
ins. Á hljóðvarpinu hafa deildar-
stjórar einkum haft um það að segja
hvaða efni er geymt en hjá sjónvarp-
inu aðallega framkvæmdastjóri. í
grófum dráttum má segja að reynt
sé að geyma allt efni sem talið er
hafa menningarlegt gildi og sögu-
legt: leikrit, viðtöl, tónlist sem tekin
er upp á vegum hljóðvarpsins, fréttir,
fréttaauka og sumt afþreyingarefni
og þáttaraðir. Það virðist mikið hafa
verið undir innsæi og dómgreind
einstakra manna við stofnunina
komið hve vel tekist hefur til um val
á því efni sem varðveitt er.
Fyrstu ár útvarpsins var efnið sent
beint út og þar af leiðandi ekki varð-
veitt. Árið 1935 eða '36 var farið að
taka upp á plötur eftir því sem Jón
Sigbjörnsson, sem vann á tækni-
deild hljóðvarpsins í rúma 4 áratugi,
upplýsti mig um. Það var tekið upp
á plötur allt til ársins 1959 þegar út-
varpið flutti á Skúlagötuna. Mikið er
til af bæði talmáli og tónlist á þess-
um plötum og talsvert er búið að
afrita af því á hljóðbönd, mest
talmál. Þorsteinn Hannesson, fyrr-
verandi tónlistarstjóri, vinnur nú að
því að skrá efnið í þessu safni. Ekki
var hægt að taka yfir gamalt efni á
plötunum svo af þeim sökum var
því ekki fargað. Efni sem tekið var
upp á plötur á sínum tíma er því
mestallt varðveitt.
Stálþræðir komu til sögunnar
1946 eða ’47 og þeir voru í notkun
fram um 1950 er fyrstu segulböndin
voru keypt. Mjög lítið er varðveitt af
efni sem tekið var upp á stálþráð að
sögn Mána Sigurjónssonar, sem
vinnur við segulbandasafnið á safna-
deild útvarpsins. Það sem varðveitt
er hefur verið afritað og mest af því
er talmál því tónlist var ekki hægt að
taka upp á hann svo viðunandi væri.
Það er alger tilviljun hvað varðveitt
er á stálþráðunum því tekið var yfir
á þá hvað eftir annað og oftast var um
efni að ræða sem ekki þótti ástæða
til að geyma.
Eftir að segulbönd komust í notk-
un var sumt efnið eftir sem áður
sent beint út. Jón segir að á fyrstu
árum segulbandsins hafi verið erfitt
að fá bönd; þau voru ekki mikið á
markaðnum og voru dýr. Það varð
því að nýta þau vel. Jón og Máni eru
sammála um að ekki hafi verið mik-
ið hugsað um það fyrstu áratugina í
sögu útvarpsins að ástæða væri til
að geyma útvarpsefni.
Máni telur að í segulbandasafni
hljóðvarpsins séu nú um 15000-
16000 spólur sem að meðaltali eru
um klukkutími að lengd. Nýjustu og
bestu spólurnar eru taldar geymast í
um 100 ár en um það er erfitt að
segja hversu varanlegt hljóðbanda-
efni er. Ef geyma á efnið lengur en
líftími hljóðbandanna er verður að
102 SAGNIR