Sagnir - 01.04.1989, Side 110
HallcLór Bjarnason
frumritið af manntalinu úr Reykja-
víkursókn (tæplega 800 íbúar) og
prentuðu útgáfuna. Við þennan
samanburð á Reykjavíkursókn hef ég
komist að þeirri niðurstöðu að út-
gáfa fjögurra fyrstu hefta manntals-
ins muni vera nokkru verr af hendi
leyst en skyldi. Hafa ekki komið
fram neinar efasemdir um áreiðan-
leika eða traustleika útgáfunnar, svo
ég viti fram til þessa, og er því tíma-
bært að vekja athygli á því. Ég vil
taka skýrt fram að niðurstöðurnar af
samanburðinum fyrir Reykjavíkur-
sókn eru engar sannanir fyrir slæ-
legri útgáfu manntalsins og grun-
semdir mínar beinast einungis að
útgáfu fjögurra fyrstu heftanna
(reyndar rúmlega það: til og með
bls. 679) því annar maður sá um af-
ganginn af manntalinu.
Það frumrit sem umsjónarmaður-
inn notaði fyrir Reykjavík var
manntalið fremst í prestþjónustu-
bók Reykjavíkur 1816-31.3 Þetta
manntal var tekið 1. des. 1816 eða
því sem næst. Þessi gerð er heil að
öllu Ieyti nema að fólkstal úr Viðey
vantar. Til að bæta úr því notaði um-
sjónarmaðurinn auðsjáanlega hið
árlega sóknarmanntal frá sama ári,
1816, og er það varðveitt í sóknar-
manntalsbók Reykjavíkur 1805-24.4
Má geta þess að þó sami maður (trú-
lega presturinn) hafi tekið mann-
lbicL 63 Cundaugur Brynjólí»son bóndi 44 Langhús í Fljótsdal, Málas.
64 Jórunn Þórðardóttir bans kona 39 ViSry
65 Þorgerður þeirra bam 17 ' Skálholtshot
66 Þórdía — 13 —
67 Gíali — 11 —
68 Guðœundur — 1 —
69 Ingibjörg Guðbrandadóttir vinnukona 44
70 Guðrún Amadóttir tökukona 70 Vatn
Laldar- 71 Sigríður Qementaen húskona, ekkja 56 Rcykjavik
kot 72 Erlendur Clementaen hennar aon 25 —
73 Þorateinn Clementsen — 21 -
Melkot 74 Sigurður Asmundsson húsmaður 56 Borgarfjörður
75 Sigríður Magnúsdóttir hans kona 56 Orfirisey
76 Aamundur þeirra son 26 —
77 Einar — 25 —
78 Jón — 19
Úr prentaðri útgáfu manntalsins 1816.
tölin og skrifað þau, þá eru frumritin
ekki alveg samhljóða. Presturinn
hefur því farið tvisvar yfir sóknina á
þessu ári með einhverju millibili, og
stafar mismunur gerðanna að hluta
til af því.
Eins og allir vita sem eitthvað
hafa notað manntöl eru margvísleg-
ar villur í þeim sem ekki koma í ljós
nema þegar þau eru borin saman
við aðrar heimildir, t.d. önnur
manntöl. Hefði því verið sjálfgert að
nota tækifærið og bera þessar tvær
gerðir saman til að fækka villunum.
En umsjónarmaður útgáfunnar
gerði það ekki þó hann verði drjúg-
um tíma að líkindum í að grafa upp
fæðingarstaði íbúanna, en þá vant-
aði að mestu. Það var góðra gjalda
vert en þessi samanburður átti ekki
síður rétt á sér.
j //« /> /Ueuy,' ,.(&( //ý\ r-C’
(r>nt,n r/c',’Tíf\ 1 ý*t>'/&*■"£'
(jF\
'AV/u/-; ,,/j
OCi‘/)
é>6
67
6*
\Sj
I vo.
7/\
Y*
Vj/
YJK-
76.
\/7-
i yt
07
^ n '
0 z' C-k S/ ✓
/í#
m/
< /yO
/(
ly t rit ó>'yý>/( //,"i
PJ
ZZ/‘r//él' (*7(l
1
a> I
t ‘'Y
</]
YÍ'vs.
/S/t / ////,/((.
/,< (7(//){/,,/yV,J
—Á< • tíj//‘,n 6j7//u', ý/, <ó
Z/y/trJ,' /Y//(Y/(/(////>Jj í/
o/ý/H./)'- t'Y./y S> >• /()//* ^ '
j/A* - - -
(
Á, iT'Y-
26
Jlr
&
/YY,
/y\<
//
/
7ó
)
I ' ■
Úr sóknarmanntaUnu sem uarðueitt erfremst í prestþjóriustubók Reykjavíkur fyrir árin 1816-31.
Fyrir kemur að skakkt er lesið en
sem betur fer er það yfirleitt mein-
laust.5 Umsjónarmanni hefur einnig
sést yfir stöðuheiti.6 Þetta eru smá-
vægilegar villur sem hefðu horfið
með prófarkalestri, en honum virð-
ist hafa verið ábótavant og sést það
í fleiri atriðum sem hér verða ekki
gerð að umtalsefni.
Presturinn hefur greinilega stund-
um verið óviss um stafsetningu
mannanafna og kemur það ekkert á
óvart. Stafsetning mannanafna í
manntalsútgáfunni er samt hvorki
samræmd né stafrétt heldur er hún
af handahófi. Þetta kemur ekki hvað
síst í ljós í útlendum nöfnum. Mér
finnst þetta leiðinlegt því þetta gerir
athuganir á nafngiftum erfiðari en
ella. Best er fyrir þá sem vilja rann-
saka þær að fá nöfnin stafrétt, því
þá geta þeir sjálfir lagt mat sitt á
orðin. En fyrst umsjónarmaðurinn
hélt sig ekki við stafsetningu frum-
ritsins átti hann að setja sér reglur
um meðferð þeirra.
Á einum stað hefur presturinn
þýtt eða íslenskað útlent nafn í
fólkstalinu (Richdal verður Reyk-
dal) og umsjónarmaðurinn breytti
því ekki í útgáfunni.7 Finnst mér að
það hafi verið misráðið af tveimur
ástæðum. Reykdals-nafnið gefur til
kynna að það sé tekið upp af ís-
lensku fólki, eins og t.d. Thorlacius
eða Hjaltalín. En Richdalsnafn þetta
var frá útlendum manni komið,
Hans Wingaard Richdal.8 Auk þess
fer maður að sjálfsögðu eftir út-
lendri mynd orðsins en eltist ekki
við hugsanlegar þýðingar þess ef
ætlunin er að leita að manneskju
með útlent nafn. Hversu mjög sem
menn unna íslenskri tungu þýða
menn ekki erlend nöfn í svona til-
108 SAGNIR