Sagnir - 01.04.1989, Page 114

Sagnir - 01.04.1989, Page 114
Magnús Þorkelsson saga? Rannsóknir á afmörkuðum þáttum atvinnusögu útfrá sjónar- horni héraðs eru nauðsynlegar eins og vikið verður að hér á eftir. Jón Ólafur ísberg kannar upphaf vélbátaútgerðar, sem og kapítal- isma í atvinnuháttum hérlendis. Jón Ólafur gagnrýnir aðferðir eldri sagn- fræðinga við rannsóknir á efninu. Hann telur þá hafa beint sjónum sínum um of að persónum og smá- atriðum. Þetta má án efa til sanns vegar færa. En þau rit sem Jón Ólafur gagnrýnir eru heimildasöfn, oft munnlegra heimilda, sem yngri menn geta gengið í. Okkar er þá að vinna rétt úr þeim. Jón Ólafur gerir grein fyrir sínum kenningum en virðist ekki vinna neitt sérstaklega úr þeim. Ólíkt Gísla Krisjánssyni tekur Jón Ólafur þetta á landsmæli- kvarða og styðst þá við rannsóknir ýmissa aðila. Þrátt fyrir frumlegri að- ferðir eru niðurstöður Jóns Ólafs hefðbundnar. Hár launakostnaður og skortur á vinnuafli eru taldar skýringar vélbátaútgerðar. Af- leiðingin minni þörf fyrir vinnuafl og aukinn afli. Þetta er þó ágætt yfirlit en sýnir þörfina fyrir byggðarann- sóknir á þeim þáttum sem hér eru til athugunar. Ásgeir Hilmar Jónsson fjallar um íhaldssemi bænda og áhrif hennar á menningarmál hérlendis. Jafnframt ber hann þróun hérlendis saman við þróun í þremur öðrum löndum. Ólíkt flestum öðmm höfundum seinni tíma má segja að þessi höfundur taki undir sjónarmið íhaldssamrar bændastéttar og lögbundins land- búnaðarsamfélags. Hann telur að of mikið frjálslyndi hefði komið á rót- leysi og ógnað menningunni. Jafn- vel ofurselt landið erlendum aðil um. Nú verður erfitt að ræða þetta mál, nema þá í viðtengingarhætti, sem er ekki góð fræðileg latína. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þó að 17. og 18. aldar íslendingar hefðu mátt þola hörmungar þá hafi seinni tíma landar búið við öfluga menningu og betri rætur til að byggja upp öflugt atvinnulíf. Ef ekki hefðu erlendir kaupmenn náð að kúga samfélagið eins og á Nýfundna- landi. Þetta er mögnuð kenning. Ekki verður hún tekin fyrir ítarlega hér en benda má á að ekki hefur at- vinnulíf íslendinga einkennst af stöðugleika eða jafnvægi síðan verslun var gefin frjáls eða einveldi aflétt. Þorlákur A. Jónsson fjallar um bændaverslun um miðja 19. öld. Hann veltir því fyrir sér að hve miklu leyti bændur bjuggu við sjálfsþurft í raun. Þar er margháttaður saman- burður og fróðlegur, tekin dæmi og niðurstöður fengnar. Góð grein og stutt. Árni Daníel Júlíusson tekur fyrir spurninguna um það hvort hér hafi ríkt eins konar lénsveldi í bænda- samfélaginu á síðustu öld. Árni Daníel bendir á ýmsar leiðir til að skoða og skilgreina bændasamfé- lagið hérlendis og sýnir þar með að hann á vissulega nóg verkefni fyrir höndum við frekari rannsóknir á þessu sviði. Nú hafa birst margar rannsóknir á ýmsum þáttum samfé- lagsins sem varpa ljósi á þetta mál og mætti nota þær til frekari leitar upplýsinga um málið. Ég sé fyrir mér mikið verk, enda þyrfti að taka fyrir marga hreppa og þá ólíkrar gerðar til að kanna málið. Svipað kalla greinar Þorláks og Jóns Ólafs á. Þær greinar sem hér hefur verið minnst á eru afar athyglisverðar og það eina sem vantar er smá saman- tekt á þeirri línu sem þær marka. Innan um ofannefndar greinar er svo grein um Collingwood. Sigrún Ásta Jónsdóttir tekur fyrir innlifunar- kenningu breska sagnfræðingsins R.G. Collingwoods. Þetta er ekki sá Collingwood sem nú er til í glæsi- legri litútgáfu Arnar og Örlygs, en ekki ómerkari. Höfundur tekur fyrir hugmyndir þessa fræðimanns um túlkun og meðhöndlun heimilda. Hér er verulega skemmtileg endur- sögn þótt höfundur leggi að vísu ekki margt fram frá sjálfum sér. Um söguna og fræðin Löng grein er um fund nokkurra manna og kvenna sem tengjast fjöl- miðlun og sagnfræði. Þarna er kom- ið víða við og öllum hollt að lesa þessa rökræðu þó ekki séu menn öllu sammála. Helstu niðurstöður eru þó þær að sagnfræðingar hafi verið seinir að átta sig á þeim kröf- um sem nýtísku fjölmiðlun gerir. Þá 112 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.