Sagnir - 01.06.2000, Page 59

Sagnir - 01.06.2000, Page 59
Rústir af sandvamamargarðinum Ranglát í Sauðlauksdal. Fjölskyldan var nátengd lögbýlinu og lögbýlisbóndanum. Hann réði fyrir giftingum hjúa sinna en forsenda hjúskapar var jarð- næði og stofnun lögbýlis. Þessi ráðandi stétt lögbýlisbænda og höfðingja hélt þannig fast um taumana með takmörkun á jarð- næði, og þar með hjúskap vinnufólks, og tryggði sér um leið að- gang að ódýru vinnuafli sem engin samkeppni var um við sjáv- arútveg.21 Þessi samfélagsmynd endurspeglast víða í Atla. Atli þráir eigið heimili og hjúskap og leitar til þess sem getur veitt honum það, hins aldna lögbýlings. Sá hefur allt ráð hans í hendi sér og orkar það aldrei tvímælis í ritinu. Ennfremur eru hjúskap- ur og búskapur óaðskiljanleg tvennd: A[tli]. Fyrst þú ræður mér ekki frá hjúskapnum, þá muntu ekki ráða mér frá búskapnum. B[óndinn]. Rétt getur þú til þess, því það er aumingja- háttur og óráð að vilja kvongast til að ala börn í annarra manna húsum. Hver maður á að ráða fyrir konu sína og börn en það má hann ekki hvar hann er annarra hjú. Hinn aldni bóndi bendir því Atla á landnámstilskipunina sem áður var getið.22 Ef Björn var áhangandi hins gamla samfélags gæti komið spánskt fyrir sjónir að hann fagnar landnámstilskipuninni. Hvers vegna telur Björn hana fagnaðarefni? A tímum harðinda og hamfara var mönnum tíðrætt um getu landsins til manneld- is. Björn taldi að landið bæri auðveldlega mun meiri mannfjölda en almennt var talið. Löngu fyrir tíma upplýsingarinnar höfðu menn hugfasta glæsta fortíð landsins og dugnað forfeðranna. En það er eitt megineinkenna upplýsingarinnar að þá fyrst vaknar trú manna á að raunverulega sé hægt að færa þjóðfélag- ið í jafngott, ef ekki betra horf en þá var. Fortíðin var mönnum sönnun þess sem hægt var að skapa. Með þetta til hliðsjónar deilir Björn á samtíðarmenn sína og segir að í fomöld hafi mannfjöldi verið mun meiri en nú. Sú var trú manna á tímum rétttrúnaðar að harðindi, sultur, mannfækkun, pestir og önnur óáran væri hrísvöndur hins stranga en réttláta guðs. Móti hirt- ingu alvaldsins stæði enginn mannlegur máttur. Björn taldi ,,[þ]au mörgu eyðikot kringum flesta stórbæi sýna það að höfð- ingjar [til forna] vildu ekkert láta ónýtast af landeign sinni heldur að sem flestir fátækir gætu bjargast á þeirri lóð."23 Orð Björns hljóma sem ádeila á gósseig- endur og fégráðuga höfðingja. Björn telur einmitt ástæðu til þess að staglast á þeirri óhagkvæmni sem felst í of stómm og illa ræktuðum jörðum. Lykillinn að lífi í landinu og auknum mannfjölda er að það sem ræktað er sé ræktað vel: Því eg [bóndinn] ætla til þú [Atli] farir vel að ráði þínu og alir pening þér til gagns en ekki, sem nokkrir gjöra, keppast við að hafa mikinn pening og stóra jörð en vanrækja hana og svelta peninginn. Já, þeir þrælka fyrir honum árlega en hafa ekki svo mikið gagn af tveim kúm sem forstöndugur þrifamaður af einni.24 Bitmst verður þó ádeilan í þessum efnum þegar Bjöm kallar guð til vitnis, en það gerir hann við fjöl- mörg tækifæri í ritum sínum. Hann rekur dæmi þess úr Biblíunni að nægjusemi og samvinna sé lausnin að velmegun og bættum lífskjörum. Umsvif manna skulu stjórnast af því sem þeir geta nýtt með skyn- samlegum hætti: Að varna þess öðrum [sem er umfram] er ónáttúrlegt, ósæmilegt og ómannlegt. Hund- um er það náttúrlegt og það er þeirra siður að verja öðmm hundum mat þegar þeir em sjálf- ir svo fullir að þeir geta ekki meira torgað. Hefðu allir menn þann þanka að þeir þyrftu ekki að rækta það land, sem þeir búa á, held- ur vildu hafa mikið að velja úr af því sem nátt- úran gefur sjálfkrafa, þá yrði að drepa niður meira en helming þeirra sem löndin byggja.25 Að mínu mati ber ekki að skilja þessi orð Björns á þann hátt að það stangist á við viðhorf gamla samfé- lagsins. Hér virðist einungis mælt gegn fégræðgi og þröngsýni sem hamli fjölgun landsmanna. Hvergi er að finna tillögu til nýs samfélagsforms, einungis til betri nýtingar og fjölgunar lögbýla. Af sama toga er spunnin ádeila Björns á framapot og skort á samheldni landsmanna. Samvinna þarf ekki einungis að vera sprottin af guðrækilegum bróð- urkærleik heldur og einnig af hagkvæmni og hag- sýni: „Og nái tún ykkar [nágrannanna] saman gjöri þið einn túngarð, þið þurfið færri hjú og allir útvegir falla ykkur hægara." Samvinna og hjálpsemi vom að mati Björns ein meginforsenda bættra lífskjara og mannfjölgunar í landinu. An hennar væri ógerlegt að byggja landið aftur þeim mannfjölda sem trú manna staðfesti að hefði lifað í landinu áður fyrr.26 „Mun eigi það vel fallið að nýr bóndi taki upp nýjungar?" Sé Atli brotinn til mergjar má merkja tvöfalt höfuð- markmið hans. Hið fyrra er að vera alfræðirit um bú- skap og búfræði, gagnlegur upplýsingabálkur um búrekstur og safnrit hagnýtra ráða sem hverjum þeim sem vill reka bú sitt af skynsemi er gagnlegt að kunna. Hið síðara, og alls engu veigaminna, er hvatning til hugarfarsbreytingar í anda skynsemis- stefnunnar. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.