Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 5

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 5
Ritstjóraspjall Kristbjörn, Óli Njáll, Sigurlaugur og Jón Skafti sitja í ritstjórn Sagna árið 2005. Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan fyrsti árgangur Sagna leit dagsins ljós. Tímaritið hefur vaxið og dafhað á langri ævi og er nú eitt vandaðasta ritið sem gefið er út innan Háskóla íslands. Af þessu tilefni tók ritstjómin þá ákvörðun í haust að halda uppá afmælið á nýstárlegan hátt. f stað þess að halda veislu, borða köku og bjóða gestum, var ákveðið að taka til hendinni og gera gamla, oft ófáanlega, árganga aðgengilegri en áður. Veraldarvefurinn var talinn heppilegasti vettvangurinn og því opnuð heimasíða Sagna á vefslóðinni www.sagnir.hi.is þar sem nú er hægt að nálgast eldri árganga. Greinamar sem birtast í Sögnum í ár koma úr ólíkum áttum og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfí enda var það markmið ritstjómar að hafa efnið sem fjölbreyttast. í fyrstu var ætlunin að ritverk blaðsins byggðust á lokaverkefnum nýútskrifaðra sagnfræðinga en það gekk treglega og em einungis tvær greinanna tengdar lokaverkefnum. Af þeim sökum tók ritstjóm annan pól í hæðina og leitaði eftir ritgerðum hins almenna nemanda sem þóttu hafa skarað framúr í námskeiðum. Eftir það reyndist mun auðveldara að safna greinum. Ritstjóm vill nota tækifærið og þakka öllum greinarhöfundum fyrir vel unnin störf. Það eina sem skyggði á starfsárið var hversu erfitt reyndist að fá konur til að senda inn ritverk. í upphafí var greinilegt að mun erfiðara var að hvetja konur til skrifanna og þótti ritstjóm það miður því eitt af markmiðum vetrarins var að hafa sem jafnasta skiptingu á milli kynja. Það tókst því miður ekki en eftir að ritstjóm hafði sent bréf til stúdenta þar sem stúdínur vom hvattar til að skila inn greinum vænkaðist hagur þeirra lítillega. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni innan fræðanna að konur skuli ekki sjá sér fært að vera duglegri við að birta skrif sín og nota þau tækifæri sem bjóðast til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á ffamfæri. Sagnir em tímarit allra nemenda og því þeirra að nýta sér möguleikana sem þar bjóðast. Vonandi verður auðveldara fyrir ritstjómir ffamtíðarinnar að fá konur til að skila inn greinum. Ritstjóm Sagna stóð fyrir málþingi undir heitinu Sagna-þing nú á vordögum. Var þetta annað árið í röð sem slíkt þing er haldið og þótti það heppnast mjög vel. Mæting var góð og yfirskriftin að þessu sinni var „Hlutleysi eða afstaða?”. Ritstjóm ákvað að gefa ungum sagnffæðingum sem hafa nýlega útskrifast, tækifæri til að flytja erindi og birtast þau aftar í blaðinu. Vonandi er Sagna-þing komið til að vera því þama skapast verðugur vettvangur fyrir sagnffæðinema og ffæðimenn til að takast á, skiptast á skoðunum og efla sagnffæðilega umræðu. Undanfarin ár hafa ákveðin þemu einkennt Sagnir öðm hvom. Ritstjóm ákvað hinsvegar að ekkert þema mundi vera ráðandi í Sögnum að þessu sinni heldur yrði fjölbreytileikanum leyft að njóta sín. Núverandi ritstjóm lítur svo á að Sagnir séu vettvangur allra sagnffæðinema og vel til þess fallnar að endurspegla fjölbreytnina sem einkennir áhuga sagnfræðinema í dag. Sagnir eiga að vera opinn vettvangur fyrir nemendur til að kynna verk sín og störf, auk þess sem þeir kynnast þeirri ffæðilegu vinnu og tilfinningu sem fylgir því að birta grein í tímariti. Að lokum vill ritstjóm Sagna óska sagnffæðinemum til hamingju með þessi merku tímamót og þakka öllum þeim sem hafa gert útgáfu og tilvist Sagna mögulega. Til hamingju með afmælið sagnfræðinemar.. Sagnir 2005 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.