Sagnir - 01.06.2005, Side 29

Sagnir - 01.06.2005, Side 29
Minningar og goðsagnir um síðari heimsstyrjöldina í Danmödoi í grein sinni bendir Paulsson á að enginn Dani hafi hlotið verulega refsingu fyrir að aðstoða gyðinga við flótta. Þeir Danir sem náðust voru seldir í hendur dönsku lögreglunni sem lét þá borga smá sektir eða leyfði þeim að sleppa.'1"1 Paulsson furðar sig á því að á þröngu og hemaðarlega mikilvægu sundinu milli Danmerkur og Svíþjóðar hafi að þvi er virðist ekki einn einasti bátur verið tekinn við það að feija flóttafólk yfir til Svíþjóðar. Ástæðan var sú að það voru nánast engir bátar að gæta sundsins - þeir höfðu af einhverjum ástæðum allir verið settir í slipp.'lív Þeir sem sendir vom að safna gyðingunum saman, fengu fyrirskipanir um að bijótast ekki inn í hús, heldur banka. Þannig em dæmi um gyðinga sem björguðust vegna þess að þeir hreinlega sváfu aðgerðina af sér. Aðgerðin varði aðeins í þrjár klukkustundir og var aldrei endurtekin. Hún var ekki ffamkvæmd af Gestapo heldur Ordnungspolizei, nokkurs konar varaliði. Tilskipun sem bannaði aðstoð við gyðinga var skrifuð en aldrei send út.'lv Flóttaleið gyðinganna ffá Danmörku til Svíþjóðar er mjög stutt og Svíar höfðu samþykkt að taka á móti þeim. Þá má ekki horfa framhjá því að ákveðinn efnislegur hvati lá að baki hjálpsemi sumra Dana. Margir lögðu sig í hættu við að bjarga gyðingunum án þess að fara fram á neitt í staðinn. Aðrir efnuðust mjög á því að feija gyðinga til Svíþjóðar'1" og fór verðið fyrir ferðina fyrst og ffemst eftir ffamboði og eftirspurn.'1™ Ekki kom þó til þess að fólk sem ekki gat borgað væri skilið eítir.'1'"1 Paulsson hrekur ýmsar kenningar sem komið hafa ffam um bakgrunn októberatburðanna, meðal annars „kenninguna um „góðu Þjóðveijana““xlix og kenninguna um að Þjóðveijar í Danmörku hafi orðið fyrir áhrifum af dönskum lýðræðishefðum.1 Paulsson hafnar þessum kenningum og telur sjálfur að um hafi verið að ræða „stefhu markaða í Berlín“,u með vitund og vilja Himmlers. Markmiðið hafi verið að losna við gyðinga ffá Danmörku á sem einfaldastan og fljótlegastan hátt og án þess að skaða hina þægilegu stöðu sem Þjóðverjar höfðu í landinu. í þessu sambandi er vert að minnast Madagaskar-áætlunarinnar frá 1940. Samkvæmt henni átti að leysa gyðingavandamálið með því að flytja alla gyðinga til Madagaskar sem yrði undir stjóm Himmlers. Þannig gætu Þjóðveijar losnað við gyðinga frá Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota þá sem gísla til að tryggja góða hegðun gyðinga í Bandarikjunum.lu Sagnfræðingurinn Uwe Hið danska Frikorps. Dietrich Adam telur að fram á sumar 1941 hafi þýsk stjómvöld séð fyrir sér margar mögulegar lausnir á „gyðingavandamálinu“, þar á meðal að flytja evrópska gyðinga austur fyrir Úralfjöll.1" Martin Broszat telur að „Lokalausnin“ hafi verið sett í gang vegna skorts á öðmm leiðum til að losna við milljónir gyðinga ffá svæðum undir þýskri stjórn.'1' Þótt kenningar Adams og Broszats hafi orðið fyrir nokkurri gagnrýni1' sýna þær að þótt útrýming gyðinga hafi verið meginstefna þýskra nasista er ekki ólíklegt að brottrekstur hafi getað orðið ofan á í þeim tilfellum sem hann reyndist hagstæðari. Hvort heldur sem litið er á björgun danskra gyðinga út ffá samsæriskenningu Paulssons eða vonameista Kirchhoffs, skýra þeir báðir frá afar áhugaverðum staðreyndum í tengslum við björgun danskra gyðinga. Staðreyndum sem óhjákvæmilega breyta nokkuð sýn manna á atburðina. Þeir em flóknari en offast hefur verið haldið fram. HIN ÓSAGÐA SAGA Mikið hefur verið gert úr hetjuskap þeirra Dana sem gengu til liðs við heri bandamanna og börðust gegn Þjóðverjum. Fjöldi þessara sjálfboðaliða var þó hverfandi samanborið við þá 8.000 Dani sem buðu sig fram til að berjast með Þjóðverjum gegn Sovétmönnum á austurvígstöðvunum. Eins og gefur að skilja hafa þessir Danir ekki hlotið jafn veigamikinn sess í dönskum sögubókum og þeir sem börðust í liði bandamanna.1" Að sama skapi hefur lítið verið fjallað um ofsóknir þýska hemámsliðsins á hendur kommúnisrnm. Þessar ofsóknir mættu lítilli andstöðu og brottflutningur þeirra til Þýskalands árið 1941 var samþykktur af dönsku stjóminni.1™ Mikið hefur verið gert úr hetjuskap þeirra Dana sem gengu til liðs við heri bandamanna og börðust gegn Þjóðverjum. Fjöldi þessara sjálfboðaliða var þó hverfandi samanborið við þá 8.000 Dani sem buðu sig fram til að berjast með Þjóðverjum gegn Sovétmönnum á austurvígstöðvunum. Framkoma danskra stjómvalda gagnvart erlendum flóttamönnum í aðdraganda stríðsins hefur hins vegar vakið mun meiri athygli. Nýlega hafa ýmsir sagnffæðingar bent á að þrátt fyrir að Danir hafi bjargað nær öllum dönskum gyðingum þá vom þeir síst duglegri en aðrar þjóðir við að veita þýskum gyðingum hæli undan ofsóknum nasista í aðdraganda stríðsins. Ástæðan er sennilega sú að þótt Danir hafi ekki liðið ofsóknir á hendur dönskum gyðingum, sem litið var á sem hluta af dönsku þjóðinni, þá nutu erlendir gyðingar engrar sérstakrar samúðar í Danmörku. Hvort sem það stafaði af áhyggjum danskra stjómvalda af atvinnuástandinu í Danmörku eða af því að þau óttuðust að vekja reiði hins öfluga þýska nágranna, þá var afstaða þeirra í málinu hörð og miskunnarlaus. Þetta kemur skýrt fram i því að skömmu eftir Kristalsnóttina 1939, hélt dómsmálaráðherrann K. K. Steinke ræðu í danska þinginu þar sem hann lýsti því yfir að þýskir gyðingar gætu ekki talist til flóttamanna og ættu því ekki rétt á hæli í Danmörku.lvlii Danmörk tók aðeins á móti 1.500 þýskum gyðingum. Til samanburðar tók Holland á móti 22.000.lix Einn þeirra sem skrifað hafa um þetta mál er danski sagnfræðingurinn Bent Bludnikow. Hann telur að fjöldi þeirra flóttamanna sem synjað hafi verið um hæli i Danmörku skipti þúsundum, jafhvel tugþúsundum. Vegna skorts á gögnum er ómögulegt að komast að nákvæmum tölum í þessu sambandi. Þó eru til gögn um þriggja mánaða tímabil 1938, en þá sóttu 527 flóttamenn um hæli í Danmörku. Af þeim var 291 snúið aftur á landamærunum.1' Örlög þeirra flóttamanna sem synjað var um hæli í Danmörku þurfa ekki að koma á óvart: Flestir þeirra dóu í fangabúðum nasista.1” Fomleifafræðingurinn Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson hefur rannsakað þetta efni og kynnt, meðal annars með skrifum í dönsk dagblöð.1"1 Skrif Vilhjálms Amar urðu kveikjan að rannsókn á stefnu danskra stjómvalda Sagnir 2005 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.