Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 17
Andleg úrkynjun?
fyrirmynd í Austurstræti auk Tjamarbars í Tjarnargötu. XX1‘ Þessi atriði
má öll telja til vitnis um að hið erlenda rokk var óðum að aðlagast
íslenskum vemleika. Smám saman var verið að flytja rokkið nær
hjörtum ungmennanna bæði með því að notast við innlenda flytjendur
og einnig með skírskotunum til íslensks raunvemleika.
Svo fór að hið erlenda rokk fór sífellt að bæta við sig fleiri og fleiri
íslenskum þáttum. Nafnið á hinni nýju stefhu - rokk og ról, eða bara
rokk, stakk nokkuð í stúf og var því reynt að koma með íslenskt orð
sem náð gæti yfir fyrirbærið. Ein skemmtilegasta uppástungan var
„tmnt, tmnt og tröllin í fjöllunum" sem kom að norðan en til styttingar
var notað „trunt“ en aldrei náði þetta þó neinni fótfestu - enda þótti
óviðeigandi að hin óþjóðlega tónlist gengi undir svo þjóðlegu nafni.""1
Klæðaburður var mikið atriði hjá þeim unglingum sem hlustuðu á
rokkið og þar sem föt vom mikið framleidd hérlendis fóm brátt að sjást
skrautlegar prjónaðar rokkpeysur á götum bæjarins en þær má telja með
nokkuð séríslenskri aðlögun að rokkinu."'v Rokkið var þó langt frá því
að vera alíslenskt og sjást þess nokkur merki í umræðunni að um
erlenda tónlist hafi verið að ræða.
„HLÚUM VÉR AÐ ÆSKU HREINLEIKANS“
Aður en rokkkvikmyndin Rock around the clock var tekin til
sýninga hérlendis var fjallað um viðbrögð við myndinni erlendis en þar
hafði hún „valdið „geðtmflunum“ ... verið fordæmd og bönnuð.“"xv
Eftir fyrstu sýningamar vom blöðin ekki á einu máli um hvemig unga
fólkið hagaði sér á sýningunum, Morgunblaðið sagði frá því að allt hafi
farið vel fram en í Alþýðublaðinu var önnur saga sögð. Þar er sagt að
íslenskir unglingar hafi „sleppt ffaman af sér taumunum að erlendri
fyrirmynd ... eins og óður skríH“.xxvl Fleiri létu í sér heyra vegna of
mikilla slæmra erlendra áhrifa hjá æskunni. Þeirra á meðal var
háskólastúdent sem krafðist breytinga á sunnudagsdanslagaþætti
útvarpsins, þar sem spilað var of mikið af amerískri tónlist og rokki í
þættinum að hans mati en slík dagskrárgerð væri síður en svo til
menningarauka fyrir æsku landsins.™1
Þjóðernisrökum þeim, sem höfðu mikið verið notuð í
tónlistammræðunni fyrst á sjötta áratugnum, var þannig blandað við
siðgæðis- og menningarleg rök gegn rokkinu. Reyndar vom siðgæðis-
og menningarlegu rökin mun meira áberandi og sjaldnast langt undan
þegar fjallað var um rokkið en nánast öll umfjöllun um rokktónlist og
-menningu var með neikvæðum formerkjum. Sumir vísuðu hinni nýju
tónlist þó á bug með hálfkæringi og sögðu að brátt myndi rokkæðið
enda og nýir dansar og ný tónlist taka við.“™ En þeir sem tóku afstöðu
á annað borð og létu skoðun sína í ljós á opinberum vettvangi vom
undantekningalítið mótfallnir rokkinu, hvort sem það var tónlistin sjálf,
dansinn, kvikmyndimar eða klæðaburðurinn og talsmátinn sem sigldu
í kjölfarið sem hneykslaði.
Eftir því sem rokkið varð vinsælla urðu viðbrögð samfélagsins
meira áberandi. Rokkið var ávallt tengt einhvers konar siðspillingu,
múgmennsku og skrilslátum og fór svo að yfirvöld gripu í taumana í
byrjun árs 1958. Beina átti unga fólkinu frá hinu siðspillta
skemmtanalífi með kvöldnámskeiðum í meðal annars bastvinnu,
leirvinnu og bókbandi. Þó var alls ekki algengt að unglingar á sjötta
áratugnum stunduðu hið siðspillta skemmtanalíf og ekki mikið um að
unga fólkið færi á öldurhús bæjarins. Enda var mikið talað um
sjoppuhangs og kvikmyndahúsaferðir þegar fjallað var um upplausn
æskunnar og hin slæmu áhrif rokksins.""
Siðsamir íslendingar vildu standa vörð um siðgæði unga fólksins
og vemda það gegn slæmum áhrifavöldum, hvort sem það var með
bókbandsgerð eða beiðni um rokkbann í útvarpinu. Aldrei var þó jafn
langt gengið og gert var sums staðar erlendis þar sem allur rokkdans var
bannaður af yfirvöldum.x" Ákveðins trega gætti sums staðar yfir því að
íslensk ungmenni höguðu sér líkt og erlendir jafhaldrar þeirra. Fannst
sumum sem hrakspár fyrri ára um múgmennsku og andlega úrkynjun
væm að rætast með komu rokksins. í tónlistarumræðu 6. áratugarins
tengdust þjóðemi og siðferði órofa böndum sem var teflt saman eða
vísuðu hvort til annars.
„VAGG OG VELTA FRÁ VÖGGU AÐ GRÖF“
Til að koma í veg fyrir eða minnka þá mótstöðu sem rokkið mætti,
jafhframt því að koma til móts við þá sem vildu heyra meira, þurfti
íslenskt rokklag. Lag sungið af íslenskum söngvara, með íslenskum
GO.-kvintett 1946-47.
texta sem lýsti íslenskum veruleika. Lag sem gæti þannig lægt
þjóðemisöldumar að einhverju leyti og helst með texta sem færi ekki
svo mjög fyrir brjóstið á siðsömum útvarpshlustendum. Fyrsta íslenska
rokklaginu tókst þetta þó alls ekki heldur kom það af stað sjálfstæðum
ritdeilum í Alþýðublaðinu eftir að það var bannað í útvarpinu.
Vöggum og veltum villt og dátt
veltum og spriklum dag og nátt.
Erla Þorsteins var á þessum árum vinsælasta dægurlagasöngkona
landsins og því fékk Fálkinn hana til að syngja inn á plötu rokkaða
útgáfu af When the Saints go Marching in við nýjan texta Lofts
Guðmundssonar. Loftur var nokkuð vinsæll textahöfundur og var að
sögn starfsmanns Fálkans fenginn til verksins bæði vegna þess hve
góða texta hann samdi en einnig vegna þess að textar hans vom „lausir
við allt ástarvæl og í þjóðlegum stíl.“"xi Vagg og velta var hinn umdeildi
affakstur vinnu Lofts, sem virðist ekki hafa verið á þeim buxunum að
sætta alla við rokkið en textinn er svohljóðandi:
Vöggum og veltum villt og dátt
veltum og spriklum dag og nátt.
Vagg og velta frá vöggu að gröf
þetta er lífsins náðargjöf.
Það vaggar flest í veröldinni hér
veltist skjótt ef út af ber.
Vagga ég og veltist sem aðrir
veltist skjótt ef út af ber.
Hann afi minn fór á honum Rauð
klárinn jós og karl valt af baki.
Afi minn fór á honum Rauð.
En enginn grætur Islending
veltist hann í veraldarglaumi.
Enginn grætur íslending.
Og yfir kaldan eyðisand
vagga ég og veltist með tröllum
yfir kaldan eyðisand.
Botninn upp í Borgarfjörð veltist.
Tunnan valt og úr henni allt.“xii
Ekki heyrðist lagið oft á öldum ljósvakans því Útvarpsráð bannaði
flutning þess i Ríkisútvarpinu."”11 Hinn þjóðlegi stíll Lofts fór hvað
mest fyrir bijóstið á mönnum og fannst þeim textinn gera lítið úr
sumum mestu skáldum landsins. Þar með var öll von úti um að fyrsta
íslenska rokklaginu tækist að stilla saman innlendan veruleika og hina
erlendu tónlistarstefnu. Reyndar er lagið sett þannig upp að það geti
ögrað bæði þjóðemisvemdunarsinna og siðapostula. Fyrri hluti textans
er um tvíræðnina í orðatiltækinu vagg og velta og þá kynferðislegu
tilvísun sem í því felst en i seinni hlutanum er þekktum ljóðlínum
blandað saman við vaggið og veltuna og þannig gert góðlátlegt grín að
öllu saman.
Sagnir 200515