Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 45

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 45
Sjálfstæðisbaráttu íslendinga lauk endanlega á Þingvöllum 17. júní 1944. bæjakeppni í reiptogi milli Keflvíkinga og Reykvíkinga, vöktu mikla ánægju áhorfenda.11 UMFÍ EFLIR 17. JÚNÍ Á LANDSBYGGÐINNI Ungmennafélagshreyfingin vann markvisst að eflingu 17. júní á landsbyggðinni. Talsvert var um að einstök félög héldu upp á daginn með íþróttakeppni og ræðuhöldum og í heildina má fullyrða að 17. júní var ungmennafélögum mjög hjartfólginn dagur. Á þingi UMFÍ 1936 var samþykkt einróma tillaga þess efnis að ungmennafélagar skuli gera 17. júní ár hvert að sérstökum baráttudegi fyrir stefnumálum sínum.1" UMFÍ fylgdi þessu eftir með útgáfú ritsins 17. júní árið eftir. Ritið var þjóðrækið áróðursrit fyrir ungmennafélögin og þar var mælt með lýðveldisstofhun og sambandsslitum við Dani sem fyrst. Ritinu var dreifl um allt land og þar með höfðu ungmennafélögin tekið eindregna afstöðu til þess að losna við danskan kóng þótt hann væri hvergi nefndur á nafn.1"' Aprílhefti Skinfaxa 1944 var að mestu helgað væntanlegri lýðveldisstofnun. Þar var þjóðin hvött af stjóm UMFÍ til góðrar þátttöku í atkvæðagreiðslu um sambandsslitin og að taka öflugan þátt í hátíðahöldum 17. júní. Þar birtust hugvekjur um sjálfstæðismálið frá formönnum allra héraðssambanda innan sambandsins, fjórtán að tölu.Uv Skorti þar ekki hástemmd ummæli og brýningar til ungmennafélaga að duga vel. Formaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson, sagði meðal annars að 17. júní 1944 væri dagur æskunnar, hins unga íslands framtíðarinnar. Ungmennafélagar hefðu alltaf haft mætur á þeim degi. Hann gladdist yfir „að langflestir fulltrúar á síðasta sambandsþingi UMFÍ vildu að 17. júní yrði þjóðhátíðardagur okkar.“'v Þetta hefti Skinfaxa, helgað hinu væntanlega lýðveldi, var því eins konar lokaáfangi baráttu ungmennafélaganna fyrir endanlegu sjálfstæði þjóðarinnar og viðurkenningu fæðingardags Jóns Sigurðssonar sem þau höfðu beitt sér fyrir í aldarþriðjung. Ungmennafélögum hafði nú fjölgað mjög frá árinu 1911 þegar þau stóðu fyrir hátíðahöldum á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Árið 1944 voru ungmennafélög á íslandi um 220 talsins og höfðu aldrei verið fleiri. Nákvæmar heimildir skortir, því ekki voru öll ungmennafélög innan vébanda UMFÍ, en líklegt má telja að ungmennafélagar á íslandi hafi þá verið um 12.500 talsins.1,í Þá var mannfjöldi á íslandi 127.791 svo ungmennafélagar voru um 10% þjóðarinnar.1™ LÝÐVELDISSTOFNUN 17. JÚNÍ 1944 Þegar líða tók að endalokum sambandslagasamningsins við Dani árið 1943 fóru margir íslendingar að hugsa sér til hreyfmgs. Þeir róttækari vildu tafarlausan skilnað við Danmörku en þeir hægfara vildu bíða styrjaldarloka og semja þá við Dani um sambandsslitin. Alþingi kaus vorið 1942 fimm alþingismenn í sérstaka stjómarskrámefnd til að ganga frá lýðveldisstofnun. Síðar bættust í nefndina þrír menn og þá áttu allir flokkar á Alþingi tvo menn hver í þessari átta manna nefnd.1™1 í nefndinni var meðal annarra Jónas Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og fúllvíst er að hann studdi það mjög að 17. júní yrði valinn sem stofndagur lýðveldisins. Nefndarmenn þriggja flokka vildu stofna lýðveldi þegar í stað en Alþýðuflokksmenn vildu bíða sfytjaldarloka og ræða þá við Dani. Þeir tilheyrðu miklum minnihluta þjóðarinnar og á þá var ekki hlustað. Nefndin lauk störfúm vorið 1943 og lagði meirihluti hennar til að lýðveldi yrði stofnað 17. júní 1944. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20.-23. maí 1944 um niðurfellingu sambandslaganna og stofnun lýðveldis. Hvort tveggja var samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða.,íx Stofnun lýðveldis var kærkomin þjóðinni eftir að hafa lotið erlendu valdi um aldir. Skipuð var sérstök þjóðhátíðamefnd til að sjá um þjóðhátíð af þessu tilefni. Nefndin hafði í mörg hom að líta en höfúðverkefni hennar var að undirbúa sjálfa lýðveldishátíðina sem vera skyldi 17. júní.k Það að lýðveldið skyldi stofnað á Þingvöllum þótti svo sjálfsagt að það var ekki einu sinni bókað í gjörðabókum nefiidarinnar. Hér verður ekki dvalið við þann margháttaða undirbúning sem átti sér stað en látið nægja að geta þess að lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum 17. júní 1944. Þar var samankominn mikill mannfjöldi sem fagnaði ákaflega þessum merkilega áfanga í þjóðarsögunni þótt veðrið væri engan veginn skemmtilegt, rigning og rok.“ Af þeim sökum féllu niður íþróttasýningar sem ráðgerðar vom og fresta varð úrslitum Íslandsglímunnar sem átti að fara fram á Þingvöllum. Þessi þátttaka íþróttamanna sýnir hve sjálfsagðar íþróttir þóttu á hátíðinni og má jafnvel líta á hana sem einskonar umbun til ungmennafélags- og íþróttahreyfinganna fyrir dugnað þeirra við að halda 17. júní hátíðlegan undanfama áratugi. íþróttasamband íslands, Iþróttakennarafélag íslands og Ungmennafélag íslands stóðu saman að þessum íþróttaviðburðum sem fóm síðan fram í Reykjavík næstu daga.'“ 17. júní hefúr alltaf verið talinn þjóðhátíðardagur íslendinga frá því Sagnir2005 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.