Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Alþjóðlegir eða fslenskir? marxismans og þjóðfrelsisbaráttuna. Kúgaðar þjóðir væru kúgaðar af yfirstétt valdaþjóðarinnar en ekki verkalýð hennar sem berðist gegn sömu valdastétt. Því væri samræming vandalaus.*"1 Það er mat Ragnheiðar Kristjánsdóttur að í upphafi hafi íslenskir kommúnistar verið í andstöðu við megindrætti þjóðemishyggjunnar og þvi beint spjótum sínum að þjóðernislegu „orðagjálfri" borgaraflokkanna. Kommúnistar voru þó aldrei andvígir íslenskri þjóðemishyggju í heild sinni. Þvert á móti reyndu þeir á ýmsan máta að tengja ákveðna þætti þjóðemishyggjunnar við eigin stefnu."’lii Á fjórða áratugnum komust íslenskir kommúnistar að þeirri niðurstöðu að staða þeirra gagnvart Komintern gerði þeim kleift að samræma þjóðemishyggju og alþjóðahyggju kommúnismans."*1" Afleiðingin varð sú að á samfylkingartímanum urðu íslenskir kommúnistar verulega þjóðemissinnaðir.<"iv LÝÐVELDISSTOFNUNARRÆÐA EINARS Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem áttu þingmenn á Alþingi fluttu hátíðarræður í tilefni lýðveldisstofnunar, í Reykjavík 18. júní 1944. Einar Olgeirsson talaði þar fyrir hönd Sósíalistaflokksins. Þótt flokkurinn væri í flestu sér á báti í íslenskum stjómmálum var ræða Einars í meginatriðum keimlík ræðum hinna leiðtoganna."xv Af orðum Einars skín söguskoðun Jóns Aðils sem lýsti íslandssögunni í fjórum skeiðum: Gullaldar, hnignunar, niðurlægingar og endurreisnar. í ræðu sinni fagnaði Einar fengnum áfanga og talaði um samstöðu við „endurreisn lýðveldis“. Hann minntist „kúgunar" fyrri alda og „frelsishetjanna“ sem síðar tóku að berjast fyrir rétti þjóðarinnar og nefndi Jón Sigurðsson sérstaklega."™ Af orðum Einars skín söguskoðun Jóns Aðils sem lýsti Islandssögunni í fjórum skeiðum: Gullaldar, hnignunar, niðurlægingar og endurreisnar. Þessi söguskoðun birtist líka í formi frásagna af afrekum eða afglöpum „stórra“ einstaklinga sem knúðu ffamvindu sögunnar."xvii Ekki má þó láta hjá líða að geta helsta séreinkennis ræðu Einars. Því þótt hann tali um „stórmenni“ sögunnar getur hann líka „nafnlausra hetja“ sem lögðu sitt af mörkum í baráttunni fyrir sjálfstæði. Um sjálfa lýðveldisstofnunina segir Einar: „Vér sköpum þetta lýðveldi í trúnni á, að sú stund sé ekki fjarri, að friðurinn, mannréttindin og þjóðffelsið sigri í heiminum og tryggi smáþjóð sem vorri réttindin til að lifa og þroskast ffjáls og farsæl.“x“vli' í þessum orðum má greina bæði von og ótta vegna yfirstandandi heimstyrjaldar. Einar segir: „Gamla lýðveldið okkar var skapað af höfðingjum, - og voldugustu höfðingjarnir tortímdu því.“ En nú sé öldin önnur því: „Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hafið skapað nýja lýðveldið okkar.“ Einar gerir afgerandi greinarmun á nýja lýðveldinu og gamla „lýðveldinu“ (þjóðveldinu). Einar segir: „Gamla lýðveldið okkar var skapað af höfðingjum, - og voldugustu höfðingjamir tortímdu því.“ En nú sé öldin önnur því: „Það emð þið, fólkið sjálft, sem hafíð skapað nýja lýðveldið okkar.“"xix Hér hafi verið stofnað „alþýðulýðveldi" en ekki „höfðingjaveldi“. Einar virðist álíta nýja lýðveldið „marxískt“ í þeim skilningi að það sé afurð þess að fólkið hafi sameinast um málstað og tekið völdin í sínar hendur. í þessu tilfelli úr höndum Danakonungs. Fólkið verði að standa vörð um stjóm landsins til að halda henni í sínum höndum. Ræða Einars Olgeirssonar við lýðveldisstofnunina er í samræmi við grein sem hann skrifaði i Andvara árið 1943. í henni velktist Einar ekki 34 Sagnir 2005 í vafa um rétt íslendinga til að taka öll mál vor í eigin hendur og verða algerlega sjálfstæð þjóð. Slíkt er helgur, óafseljanlegur réttur hverrar þjóðar, sem engrar stoðar þarfhast í ffelsisskrám eða sáttmálum. Það getur enginn svipt oss þeim rétti, engin kynslóð íslendinga getur svipt komandi kynslóðir honum. Sá réttur er öllum sáttmálum æðri og verður aldrei af oss samin.xl Gmnnur þjóðffelsiskröfunnar er eindreginn vilji þjóðarinnar til ffelsis. Þjóðemiskenndin í þessu textabroti er áköf. Einar klykkir út með að segja að stofnun lýðveldisins sé „kórónan“ á aldalangri ffelsisbaráttu íslendinga.'1' Það er einkar kaldhæðnislegt að hann noti þessháttar líkingu þegar til stendur að kasta Danakonungi sem þjóðhöfðingja! Einkum í ljósi þess að kommúnistar vom lítt konunghollir og margir þeirra sóttu ekki konungsveislur.xl,i Rétturinn til lýðveldisstofnunar er ótvíræður í huga Einars: „Fortíð vor, saga og arfur allur krefst þess af núverandi kynslóð íslendinga, að hún standi sem einn maður um að ljúka þessu ffelsisverki.“xliii Hér sameinast í einni setningu hin „heilaga þrenning" íslenskrar þjóðemishyggju - fortíðin, sagan og (bókmennta)arfurinn - og gmndvalla frelsiskröfuna. Fyrr í greininni brýndi Einar landsmenn til samstöðu með vísan til erfiðleika og kvala þjóðarinnar síðustu 700 ár sem hann rekur til samstöðuskorts.xiiv Þessi áhersla er bein áhrif ffá Islandssöguskrifum Jóns Aðils sem setti jafnaðarmerki milli samstöðuskorts og þess að Islendingar glötuðu ffelsi sínu á 13. öld.xiv Einar óttast að Island verði notað sem skiptimynt milli stórveldanna í lok síðari heimsstyijaldar, sé það ekki sjálfstætt. Sjálfstæðið sé einnig nauðsynlegt í baráttunni gegn erlendu auð- og hervaldi og í áframhaldandi „sjálfstæðisbarátm" þjóðarinnar eftir lýðveldisstofnun. Baráttu sem háð verði á sviði utanríkisstjómmála, m.a. varðandi vamir landsins.xlvi Óneitanlega skýtur það skökku við að þegar Einar getur lýðveldisstofnunarinnar í endurminningum sínum, skuli hann harma að Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis hafi ekki notað „gamla formálann“: „Lýsi ég að Lögbergi, lýsi ég í heyranda hljóði lýðveldi stofhað á íslandi“xlvii, þegar Gísli lýsti yfir stofnun lýðveldis. Það er sérstætt að Einar skyldi sakna þessa þar sem formálinn er sóttur til hins foma Alþingis sem Einar hafði fordæmt sem valdatæki yfirstéttarinnar árið 1930. VIÐHORF BRYNJÓLFS TIL LÝÐVELDISSTOFNUNAR I fyrsta bindi greinasafnsins Með storminn í fangið minnist Brynjólfur Bjamason lýðveldisstofnunarinnar ítrekað. Má þar á stundum greina einkenni þjóðemiskenndar. I ræðu á æskulýðsfundi að Þrastalundi 16. júní 1940, þar sem Brynjólfur talaði yfir ungliðum Sósíalistaflokksins, fómst honum svo orð: „Við getum ekki orðið góðir íslendingar nema við tileinkum okkur alþjóðahyggju sósíalismans. Örlög okkar em nú samtvinnuð örlögum annarra Evrópuþjóða meir en nokkm sinni fyrr“.xlv"' Eftir þessa brýningu um það hversu nauðsynleg alþjóðahyggjan væri tekur Brynjólfur að tala um ættlandið (ísland) sem sé svikið undir erlend yfirráð (hemám Breta).xlix Af þeirri umfjöllun skín sterk heildarhyggja og innileg ættjarðarást í bland við ýmsar ásakanir á hendur íslenskum stjómvöldum. Þremur ámm síðar er Brynjólfur afitur að halda erindi meðal eigin félaga. í þetta sinn í skemmtiferð á vegum Sósíalistaflokksins. í upphafi erindisins lofar Brynjólfur Þjórsárdalinn (en þar var hópurinn staddur) og fegurð hans og ber saman við Þingvelli, sem hann tengir svo Jónasi Hallgrímssyni og náttúmkveðskap hans.1 Undir lokin lýsir Brynjólfur því yfir að ef erlend öfl ætli að ræna Islandi þá beri mönnum að hafa hugfast „að við eigum þetta land með réttu, við elskum þetta land, það er snar þáttur af okkur sjálfum, fyrir það er engin fóm of stór.“u Þessi grein er morandi í þjóðemissinnuðum einkennum. í henni verður vart náttúmdýrkunar (landið gegn borginni) og hetjudýrkunar á þjóðskáldinu Jónasi Hallgrímssyni. Undirliggjandi er sterk heildarhyggja og fölskvalaus ættjarðarást. Athyglisvert er að Brynjólfur skuli slá á þjóðemisstrengi í ferð með félögum sínum. Ekki má þó gleyma að þetta erindi birtist líka á opinbemm vettvangi, þ.e. í Þjóðviljanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.