Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 35
Alþjóðlegir eða íslenskir? íslandsbyggðar, þá Einar þveræing og Gissur Þorvaldsson. Einar sem varðmann lands og þjóðar gegn erlendri ásælni og Gissur sem svikara við þjóð sína. Hér er einn forsvarsmanna íslenskra kommúnista farinn að nota fomaldararfmn til að brýna menn til samstöðu á grundvelli þjóðemis. Kristinn stígur „gullaldarskrefið“ til fiills þegar hann tengir sjálfstæði þjóðarinnar íyrr og síðar við glæstustu ífamfarir hennar í atvinnuháttum og menningu."' Rauði fáninn, málgagn ungra kommúnista, sló á svipaða strengi árið 1936. í fyrsta tölublaði ársins skrifar Guðmundur B. Vigfusson grein sem nefndist „Sósíalismi - Þjóðffelsi“. Þar segir hann íslenska alþýðu geyma minningu manna sem börðust gegn erlendum yfirgangi. Guðmundur nefnir þar „stór“ nöfh í sögunni, m.a. Jón biskup Arason, Jón Sigurðsson og Fjölnismenn. Greinarhöfundur segir „engum efa bundið, að sú hugsjón sem vakti fyrir þessum brautryðjendum í sjálfstæðisbaráttu landsins, var fullkomið ffelsi fyrir fólkið og algert sjálffæði um málefni þjóðarinnar.“““ I þriðja tölublaði Rauða fánans árið 1936 er grein (án tilgreinds höfundar) sem nefnist „Arfur Jóns Sigurðssonar". Þar er ffelsishetjan, Jón Sigurðsson, og barátta hans fyrir ffelsi og réttindum Islendinga vegsömuð. Jón er sagður hafa tilheyrt stétt fijálslyndra borgara en hnignandi borgarastétt samtímans troði á hugsjónum hans meðan hún reyni að hagnýta sér nafh hans. Líkt og í grein Guðmundar B. Vigfússonar má hér greina sterk einkenni þeirrar söguskoðunar að „stórmenni“ leiði gang sögunnar. Auk þess er reynt að máta Jón Sigurðsson við málstað kommúnista með að gera hann bæði að frelsis- og alþýðuhetju."'" Friðarboðskapur, andóf gegn fasisma og ekki síst áróður fyrir samfylkingu eru áberandi í efni Rauða fánans árin 1936 og 1937. A Islandi leiddi samfylkingarstefnan til þess að ffam komu hugmyndir um sameiningu Alþýðuflokks og KFÍ. Þær hugmyndir urðu ekki að veruleika en leiddu þó til þess að KFÍ sameinaðist hluta Alþýðuflokksins og úr varð Sósíalistaflokkurinn. LÝÐVELDISSTOFNUN ÁRIÐ 1944 Þann 17. júní 1944 var lýðveldi formlega stofnað á íslandi. Vettvangur lýðveldisstofnunar var Þingvellir og í kjölfarið fylgdu mikil hátíðahöld víða um land. Samkvæmt sambandslögum íslands og Danmerkur frá árinu 1918 gat Alþingi, eða danska Ríkisþingið, krafist endurskoðunar laganna árið 1940. Ef ekki væri gerður nýr samningur á næstu þremur árum eftir það félli samband landanna niður, að uppfylltum nokkrum skilyrðmn. Undir lok fjórða áratugarins var samþykkt á Alþingi að stefnt skyldi að fullu sjálfstæði. Eftir hemám Danmerkur árið 1940 tóku íslendingar á sig þær skyldur á stjóm landsins sem sambandslagasamningurinn hafði áður lagt á Dani. Eftir nokkur átök innanlands varð niðurstaðan að stofna lýðveldið árið 1944 og var tillaga þess efhis samþykkt með miklum yfírburðum í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944. VIÐHORF TIL LÝÐVELDISSTOFNUNAR Árið 1938 leysti Sósíalistaflokkurinn KFÍ af hólmi. Þrátt fyrirþessa breytingu verður hér eftir sem áður talað um íslenska kommúnista, til að forðast mgling. Enda em hér í aðalhlutverki fyrrum forkólfar KFÍ. Einar Olgeirsson taldi rikjasambandið við Dani hafa verið einskis virði undir lokin en pólitíska og menningarlega sambandið við Norðurlönd verið mikilvægt eftir sem áður. íslenskir kommúnistar vom á móti konungssambandi af hugsjónaástæðum. Viðhorf þeirra til sambandsins við Dani var því ekkert nýmæli við upphaf fimmta áratugarins, því þegar KFÍ var stofnaður „var alger skilnaður við Danmörku og konunginn á stefnuskrá hans.““lv Sama gilti um Sósíalistaflokkinn. í stofhskrá Sósíalistaflokksins var því lýst yfír að íslenska þjóðin ætti „sjálfstæði sitt, menningu og öryggi undir þróun lýðræðis og friðar °g undir varanlegum sigri sósíalismans á Islandi og í umheiminum.“ Sósíalistar álitu jafhffamt að „fullt ffelsi“ landsins fælist í yfirráðum landsmanna yfir atvinnutækjum sínum og auðlindum. „Flokkurinn vill því vemda það sjálfstæði, sem íslenzka þjóðin hefir öðlazt, fullkomna það með myndun sjálfstæðs og fullvalda íslenzks lýðveldis og tryggja það varanlega með fullum sigri sósíalismans.““v Sjá má að stofhun íslensks lýðveldis var því aðeins álitið skref í stærri þróun í átt til »ffelsunar“ íslendinga. í ljósi samtímaaðstæðna (stríðsins á Spáni og Kommúnistaflokkur íslands heldur útifund í Templarasundi. yfirvofandi Evrópustyijaldar) og alþjóðahyggju kommúnista var þvi bætt við að hinn nýstofnaði Sósíalistaflokkur berðist fyrir gagnkvæmum skilningi þjóða og jafnrétti þeirra á milli og fýrir „alþjóðabandalagi sósíalistiskra lýðffjálsra þjóðfélaga.“xxv' Þess var gætt í stofnskrá Sósíalistaflokksins að ganga ekki of langt heldur miða stefnuna fyrst um sinn við það sem nærtækast var í tengslum íslands við umheiminn, þ.e. sambandið við Dani. Vegna þessa lagði Sósíalistaflokkurinn áherslu á „að íslendingar verði stjómskipulega fullkomlega sjálfstæð þjóð, skilji að fullu við Dani 1943, taki sjálfir í hendur öll sín mál og stofni lýðveldi á fslandi.““vil Flokkurinn lagði einnig áherslu á að landið yrði óháð öðmm, t.d. um öflun matvæla, fjárhagslegt sjálfstæði þess gagnvart öðmm ríkjum yrði tryggt og menningarlegt sjálfstæði varðveitt. Þær þjóðir sem getið er um að æskilegt sé að hafa menningarlegt samband við eru Norðurlandaþjóðimar, Sovétmenn, Bretar og Bandaríkjamenn."vi“ Þær tvær síðastnefndu hefðu tæpast talist æskilegar sambandsþjóðir á tímum KFÍ. ÞJÓÐERNISHYGGJA Á ÍSLANDI Þjóðemishyggja var alla 20. öldina (og hefiir verið fram til þessa dags) áberandi þáttur í íslenskri stjómmálaumræðu og mörg dæmi em um deilur þar sem þjóðemisrökum var beitt. Ragnheiður Kristjánsdóttir segir að samkvæmt hugmyndum Marx og Engels hafi valdapólitískar aðstæður ráðið því hvort þjóðemishreyfing var talin æskileg eður ei. Þar með var boðið upp á ákveðna tækifærismennsku vegna tengsla þjóðemisstefnu við menningarleg landamæri sem samrýmdust ekki alþjóðahyggju marxismans. Samkvæmt kenningunni bar íslenskum kommúnistum að líta á þjóðemið sem hagnýtt tæki í stjómmálabaráttu. Það mátti þó ekki verða of áberandi í áróðrinum þar sem hagsmunir Sovétríkjanna áttu að vera í öndvegi."'* Einar Olgeirsson hélt því líka fram aö lítið mál hafi verið að samræma alþjóðahyggju marxismans og þjóðfrelsisbaráttuna. Kúgaðar þjóðir væru kúgaðar af yfirstétt valdaþjóðarinnar en ekki verkalýð hennar sem berðist gegn sömu valdastétt. Því væri samræming vandalaus. Svanur Kristjánsson telur túlkun kommúnista á íslenskum þjóðemishugmyndum hafi fallið vel í kramið og aukið fylgi þeirra. Þeir notuðu þjóðleg tákn og vísuðu til tungunnar, sögunnar og þjóðarinnar en túlkuðu annars þjóðemisstefnu sína vítt."1 Einar Olgeirsson hélt því líka fram að lítið mál hafi verið að samræma alþjóðahyggju Sagnir2005 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.