Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 78

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 78
Staðamál fyrri og heimildagildi Oddaverja þáttar Pál Sölvason í deilum hans við Hvamm-Sturlu í Sturlu sögu. Þar er Þorlákur meira segja látinn hvetja til vopnaburðar. Þeim finnst hæpið að Prestssaga Guðmundar Arasonar hafi viljað gera sem minnst úr baráttu Þorláks fyrir auknum áhrifúm kirkjunnar. Þau komast því að þeirri niðurstöðu að frásögn Oddaverja þáttar um Staðamál fyrri sé „ekki traustsins verð“. Þau telja ekki heldur loku fyrir það skotið að „með Þorláki nývígðum byskup á íslandi hafi fylgt bréf Eysteins erkibyskups þess efnis sem segir í B-gerð. Ólíklegt virðist hins vegar að Þorlákur hafi fylgt þeim eftir af hörku og lent í deilum þeirra vegna.“tad“ í augum Ármanns og Ásdísar eru því Staðamál ýkjur Oddaverja þáttar og þau standa fost á því að Staðamál fyrri breyttu kirkjueign landsmanna litið sem ekkert.'“v Rannsóknir Magnúsar Stefánssonar hafa hinsvegar leitt í ljós aðra niðurstöðu. í þeim kemur ffam að um 330-350 sóknarkirkjur eða alkirkjur hafl verið að jafhaði á Islandi, mismunandi þó eftir tímabilum. Á milli 30-40% þessara sóknarkirkna voru staðir þar sem kirkjan átti kirkjustaðinn ein. Austfirðingafjórðungur austan Hjörleifshöfða sker sig hinsvegar úr því þar voru 64% allra sóknarkirkna staðir um 1300. I vesturhluta fjórðungsins var ekki ein einasta sóknarkirkja staður. Samkvæmt Oddaverja þœtti fékk biskup forræði yfir öllum stöðum austan Hjörleifshöfða, utan Þvottár og Hallormsstaðar. Eins og áður hefúr verið skýrt frá krafðist Þorlákur aðeins yfirráða yfír stöðum en ekki sóknarkirkjum þar sem bændur áttu jörðina. Til þess að eiga tilkall til yfírráða varð hann að breyta sóknarkirkjunni í stað. Ef árangur Þorláks var lítill, hvemig stendur þá á því að allir þessir staðir em nákvæmlega þar sem hann á að hafa krafist kirkjuforráða? Magnús telur erfitt „að skilja hinn mikla fjölda staða í austurhluta fjórðungsins öðmvísi en að hann hljóti að tengjast staðamálum Þorláks.“'"v Máli sínu til stuðnings nefnir Magnús að Höfðabrekka sem Jón og Þorlákur deildu um varð aldrei staður heldur aðeins bændakirkja sem átti aðeins rétt til þess fjár sem nægði framfærslu prests og djákna.1"™ Aðra heimild er einnig athyglisvert að skoða. I Árna sögu biskups segir frá staðatilkalli Þorláks með svipuðu orðalagi og gert er í Oddaverja þœtti og hefur fræðimönnum þótt líklegt að báðar lýsingamar séu úr sömu smiðju.1"™ Ármann og Ásdís benda á að Ámi er í raun að endurtaka verk Þorláks, Þorlákur fékk vald yfir sömu kirkjustöðum og i báðum tilvikum em Þvottá og Hallormsstaðir undan skilin. Síðan fer Ámi til Odda sem er prófmálið, nákvæmlega eins og í Oddaveijaþætti, en í þetta sinn fer kirkjan með sigur af hólmi. ... Annað hvort hefúr Ámi fylgt fordæmi Þorláks eða búið það til, þ.e. hegðun Þorláks i Oddaveijaþætti er mótuð af hegðun Arna en ekki öfugt...1"™' Bæði í ofangreindum texta og annar staðar í grein sinni fara Armann og Ásdís með rangt mál þegar kemur að Staðamálum fyrri því öllum ætti að vera ljóst að Þorlákur reyndi auðvitað aldrei að ná undir sig Odda sjálfum.1™" Guðrún Ása Grímsdóttir bendir á í formála sínum að Árna sögu að fleiri vísbendingar leynist í sögunni um staðatilkall Þorláks. í Árna sögu er minnst á foma máldaga sem segi að biskup hafi haft vald yfir ákveðnum kirkjum. Prestar em nafngreindir sem vitni og sönnuðu með eiðum að Holtskirkja í Önundarfirði hefði verið undir valdi Skálholtsbiskupa á dögum Þorláks. I Þorláks sögu er þess hins vegar ekki getið að Þorlákur biskup hafði fengið yfírráð yfir Holtskirkju.1"" Þau fimm erkibiskupsbréf sem varðveitt em frá tímum Þorláks gefa enga vísbendingu um Staðamál fyrri. Fyrsta bréfíð sem kom hingað frá erkibiskupi 1173 inniheldur aðeins ávítur til biskupa, höfðingja og alþýðu manna vegna frilluhalds og illrar meðferðar á klerkum landsins.1"” Næsta varðveitta bréf er að mati Jóns Sigurðssonar ffá árinu 1179. Bréfið er frá Eysteini erkibiskupi og er til Þorláks og allra lærðra manna og ólærðra og allrar alþýðu á Islandi um hlýðni við þau boðorð sem Þorlákur skipaði af Guðs hálfu.1""11 Það mætti alveg líta á bréfið sem óbeina heimild um Staðamál fyrri. Þ.e. sem sönnun þess að Þorlákur hafi framfylgt boðorðum Eysteins um yfírráð kirkjustaða. Eina sem er þó hægt er að lesa úr bréfi biskups em „boðorð“ biskups og þar er ekkert endilega átt við Staðamál ffekar en skriffaboð Þorláks. Síðar um sumarið 1179 hefur Þorlákur Staðamál og deilur sínar við Jón Loftsson. Þá telur Jón Sigurðsson að Þorlákur hafi ritað erkibiskupi bréf og kvartað yfir Staðamálum og kvennafari íslenskra höfðingja. Erkibiskup svarar með öðm bréfi seint um haust 1179 eða vor 11S0, því um sumarið hraktist Eysteinn til Englands. Bréfíð 1180 er til Þorláks og nokkurra nafngreindra höfðingja á Islandi. I því bréfí er erkibiskup fúllur vandlætingar vegna lífemis þeirra og minnir höfðingjana á að bæta ráð sitt. Jón Loftsson er skammaður fyrir siðferðisbresti en ekkert er minnst á Staðamál.1""1" Ekkert er heldur rætt um Staðamál í síðustu tveimur bréfúnum frá biskupstíð Þorláks.1""1" Máldagar kirkna sem eiga að vera ffá tið Þorláks láta ekkert uppi um Staðamál og eru í raun mjög hæpnar heimildir í besta falli. Ekki er hægt að sanna tímasetningar þær sem þeim em gefnar né hvort þær tilheyrðu Þorláki biskupi. Aukinheldur er ekkert minnst á Staðamál í þessum máldögum.ta"v Bein sönnun fyrir því hvort Oddaverja þáttur segir satt og rétt ffá og hvemig Þorlákur biskup skipaði staðamálum sínum er í raun ekki til. Ekki er einu sinni hægt að fullyrða með sannfærandi hætti að Þorlákur hafi yfirhöfúð krafist staða til handa kirkjunni. Á sama hátt má segja að ekki sé heldur hægt að afsanna ffásagnir Oddaverja þáttar þó margt komi spánskt fyrir sjónir þar. Öll heimildarýni kemur niður á einn stað, hvort A-gerð eða B-gerð með Oddaverja þátt innanborðs sé áreiðanlegri heimild. En eins og áður segir kemur heimildafæðin í veg fyrir að hægt sé að sanna mál ffæðimanna á annan hvom veginn. TILVÍSANIR i Tiemey, Brian og Painter, Sidney: Western Europe in the Middle Ages. New York, 1992, bls. 299-320. ii Palmer, R.R. og Colton, Joel: A History of the Modern World to 1815. New York, 1995, bls. 36. Sjá einnig: Tiemey, Brian og Painter, Sidney: Westem Europe in the Middle Ages, bls. 227-233. iii Sjá: Sigurður Sigurðarson: Þorlákur helgi og samtið hans. Reykjavík, 1993, bls. 29-30. Palmer, R.R. og Colton, Joel: A History of the Modern World, bls. 36-37. iv Jón Jóhannesson: íslendinga saga. Reykjavík, 1956, bls. 212. v Lyon, Bryce o.fl.: A History of the Western World. Chicago, 1969, bls. 230-231. vi Diplomatarium Islandicum I. Kaupmannahöfn, 1857-1876, bls. 210. vii Bjöm Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga. Reykjavík, 1980, bls. 114-115. viii Sjá: Gunnar F. Guðmundsson: „íslenskt samfélag og Rómakirkja”. Kristni á íslandi II. Ritstjóri Hjalti Hugason. Reykjavík, 2000, bls. 19-20. Norsk historie I. 750-1537. Osló, 1999, bls. 109-110. Erik Gunnes: Kongens œre. Osló, 1971, bls. 118-132. ix Bjöm Þorsteinsson: íslensk miðaldasaga, bls. 116-118. x Sama heimild, bls. 104. Jón Jóhannesson: íslendinga saga, bls. 83 og 197. xi Jón Helgason: Islands kirke. Kobenhavn, 1925, bls. 84-85. Jón Jóhannesson: íslendinga saga, bls. 193. xii Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“. Saga íslands II. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, 1975, bls. 66. Einar Laxness: íslands saga II, 2. útg. Reykjavík, 1998, bls. 64. xiii Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, bls. 91. xiv Um kirkjugoða sjá: Jón Jóhannesson: íslendinga saga, bls. 197. Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, bls. 91. Einar Laxness: íslands saga, bls. 44. xv Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, bls. 72. xvi Gunnar F. Guðmundsson: „íslenskt samfélag og Rómakirkja”, bls. 81-82. xvii Jón Jóhannesson: íslendinga saga, bls. 201. Sjá einnig: Einar Laxness: íslands saga, 151-152. xviii Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, bls. 81. xix Sama heimild, 74. xx Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“,bls. 72. Um veikt miðstjómarvald kirkjunnar, sjá sömu heimild, bls. 69. xxi Magnús Stefánsson: „Um staði og staðamál“. Saga XL, 2. tbl. 2002, bls. 143. xxii Sama heimild, 142. xxiii íslenzk fornrit XVII, Biskupa sögur III. Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út. Reykjavík, 1998, bls. VIII. Leturbreyting mín. xxiv Magnús Stefánsson: „Um staði og staðamál“, bls. 154. Þar bendir hann sérstaklega á Bæ á Bæjarlandi þar sem Þorlákur neitaði að vígja kirkjuna nema hún fengi einnig heimajörð í heimanfylgju. Sjá: Byskupa sogur I. Jón Helgason bjó til prentunar. Kobenhavn, 1938, Þorláks saga BC, bls. 255-261. xxv Magnús Stefánsson: „Um staði og staðamál“, bls. 154-155. xxvi Diplomatarium Islandicum I, bls. 245. xxvii Gunnar F. Guðmundsson: „íslenskt samfélag og Rómakirkja”, bls. 217. xxviii „sagðiz eigi mundu ía undan ser. þui sem hann hafdi aðr frialsliga halldit. sakir landzskapar ok fomrar hefðar.“ í megintextanum em greinaskil og stafsetning færð í nútímaform. Byskupa sogur I, bls. 248. xxix „tíundir eða heilagra manna eignir hallda með þrái. þeir em bannsetíandi. eftir logligar aminníngar. ef þeir vilia eigi sættaz ok af láta sínum rángindum.“ í megintextanum em greinaskil og stafsetning færð í nútímaform. Sama heimild, bls. 249. xxx „heyra ma ek eRkibyskup? boð?kap. en ráðinn er ek i at hallda hann at engu. ok eigi hyG ek at hann vili betr ne viti en mínir forellrar Sæmundr hinn fróði ok synir hans.“ í megintextanum em greinaskil og stafsetning færð í nútímaform. Sama heimild, bls. 252. xxxi „og þui fiell nidur svii kiæra vm hans daga.“ í megintextanum em greinaskil og stafsetning færð í nútímaform. Byskupa sogur I, bls. 254. xxxii Sjá: Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, bls. 101-102. xxxiii Lausleg þýðing: „as evidence for the successful implementation of policies which can realistically be attributed to the period, it appears that St Þorlákr was in fact quite successful in all parts of his diocese.“ Orri Vésteinsson: The Christianization of Iceland. 76 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.