Sagnir - 01.06.2005, Side 37

Sagnir - 01.06.2005, Side 37
Alþjóðlegir eða íslenskir? Brynjólfur Bjarnason Það á hins vegar ekki við um erindi sem Brynjólfur hélt á Ámesingamóti árið 1946.'“ Þar ræddi hann upplifun fólks á stöðum og sagði svo: „Þama á ættjarðarástin sínar dýpstu rætur. Við elskum ættjörðina vegna heilagra dóma bemskunnar, vegna málsins sem móðir okkar talaði, vegna sagnanna og ævintýranna, sem hún sagði okkur“. I kjölfarið lofar Brynjólfúr Jónas Hallgrímsson og klykkir svo út með að segja: „Fátt hefur verið misnotað jafnherfilega af óvönduðum stjómmálamönnum og ættjarðarástin. Ég get ekki hugsað mér öllu siðlausara athæfi, einmitt vegna þess hvað þessi kennd á sér djúpar rætur og er samtvinnuð því bezta í hverjum manni.“liö í þessu erindi Brynjólfs, sem og víðar í skrifum hans, má greina fortíðarþrá og nauðsyn þess að byggja bjarta framtíð á því besta úr fortíðinni. Áþekka skoðun höfðu margir þjóðemissinnar fyrr á öldinni, ekki síst Jón Aðils.liv Rúmu ári eftir íyrrgreinda ræðu Brynjólfs að Þrastalundi (sumarið 1940) höfðu veður skipast þannig að Bandaríkjamenn höfðu tekið við hersetu íslands. Af því tilefni sagði Brynjólfur í þingræðu 9. júlí 1941 að „særður þjóðarmetnaður" mætti ekki beinast gegn erlendum hermönnum sem landsmenn ættu engar sakir við. Slíkt gagnist aðeins andstæðingum alþýðunnar. „Við viljum lifa í friði við allar þjóðir, og stefna okkar sósíalista er bræðralag alþýðunnar í öllum löndum. Baráttan fyrir frelsi íslenzku smáþjóðarinnar er óhugsandi nema í bandalagi við frelsisbaráttu fólksins í öðrum löndum." Og hann bætir við: „Þeir munu reynast beztu íslendingamir, sem hafa hina sósíalísku alþjóðahyggju að leiðarvísi í allri sinni framkomu.“lv Hér gefur Brynjólfur uppskrift að íslendingi sem hann telur bestan, þ.e. sósíalískan alþjóðahyggjumann, trúan ættjörð sinni og með >»þjóðarmetnað“. SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA EFTIR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU Sósíalistar vora hlynntir lýðveldisstofnun strax árið 1942. Minnihlutastjóm Ólafs Thors, sem þá sat, leitaði hófanna um það en ákvað að bíða. í yfirlýsingu frá Sósíalistaflokknum það ár var hvatt til tafarlausrar lýðveldisstofnunar og vísað til eindregins vilja þjóðarinnar °g réttar til þessa. Stuðningi flokksins var heitið þótt málið kynni að dragast.1" Þegar nær dró lýðveldisstofnun má greina áherslubreytingu hjá Brynjólfi Bjamasyni. í ræðu á þingi Sósíalistaflokksins árið 1942 er hann að velta fyrir sér stöðu íslands að lokinni heimsstyrjöld. Brynjólfur segir: „Þjóðin þarf áreiðanlega að taka á öllu, sem hún á til, t'l þess að halda sjálfstæði sínu, og við þurfum að afla okkur bandamanna í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem við eigum þá fyrir höndum.“'vii Líkt og ýmsir skoðanabræður hans sá Brynjólfur lýðveldisstofnunina ekki sem lokaáfanga á ferð íslendinga til ffelsis og sjálfstæðis heldur sem skref í þá átt. I þessu ljósi skjóta skökku við upphafsorð Brynjólfs í ávarpi í Þjóðviljanum, 17. júní 1944. Þar gleðst hann yfír því að náð hafi verið „langþráðu lokatakmarki“ eftir aldalanga baráttu. Hann fagnar innlendri stjóm, innlendum þjóðhöfðingja, sjálfsforræði þjóðarinnar og viðurkenningu voldugra ríkja og telur mikilsvert að þjóðin hafí aldrei verið eins sammála um neina stjórnmálaákvörðun. Einhverjar efasemdir læðast þó að því Brynjólfur spyr að endingu hvort baráttunni sé lokið og vísar til stríðsins og hemámsins.'™ í ræðu 1. desember 1944 virðist allur vafí horfmn úr huga Brynjólfs. Þar staðhæfir hann að sjálfstæðisbaráttunni sé ekki lokið."* Hann tekur þannig ótvírætt undir með Einari Olgeirssyni sem sagði í grein í Rétti árið 1940 að baráttan myndi halda áfram. Hún myndi taka að snúast um viðhald íslensks þjóðemis, með eflingu og fegrun menningar þjóðarinnar og baráttu fyrir pólitísku, atvinnu- og fjárhagslegu sjálfstæði hennar.‘x TILVERUBARÁTTA? Hvers vegna lögðu íslenskir kommúnistar áherslu á þjóðemiskennd? Líklega gerðu þeir sér snemma grein fyrir því að til að ná fótfestu og komast til áhrifa, yrðu þeir að höfða til breiðs hóps. Þetta togaðist á við að halda sterkum tengslum við Komintem, hlíta leiðsögn þess og halda uppi aga og festu innan hreyfmgarinnar. Komintem reyndi að leggja áherslu á „rétta línu“ í KFÍ við stofnun hans en ýmsir meðal islenskra kommúnista hölluðust ffernur að því að beita þeim aðferðum sem vel höfðu reynst.‘xi Skortur á ræktun þjóðemisvitundar í kenningum marxista og hugmyndum Komintem kom ekki í veg fyrir að sumir kommúnistaflokkar, ekki síst sá íslenski, reyndu að höfða til þjóðemiskenndar landa sinna.‘xii Marxistar álitu borgaralega þjóðemisstefhu vera kúgunartæki borgarastéttar á alþýðu og á þeim forsendum mótmæltu þeir Alþingishátíðinni. Þeir reyndu því að setja sína eigin þjóðemisbaráttu í samhengi við sjálfstæðisbaráttuna við Dani.lxiii Ef til vill töldu þeir að meginhluti verkalýðsins hallaðist ffernur til þjóðemiskenndar en alheimsbyltingar kommúnismans og þvi álitið að mikilvægt væri að spila effir þeirri stöðu og leggja áherslu á þjóðemið? Skortur á ræktun þjóöernisvitundar í kenningum marxista og hugmyndum Komintern kom ekki í veg fyrir að sumir kommúnistaflokkar, ekki síst sá íslenski, reyndu að höfða til þjóðerniskenndar landa sinna. Jón Ólafsson heldur því fram að eftir að íslenskir kommúnistar höfðu mætt hatri og fyrirlitningu landa sinna, vegna griðasáttmála Hitlers og Stalíns og innrásar Sovétmanna í Finnland, hafi þeir verið litnir jákvæðari augum þegar Sovétmenn hófu þátttöku í styrjöldinni. Þjóðemislegar röksemdir úr röðum íslenskra kommúnista verða háværari og ákveðnari í upphafi fimmta áratugarins en áður varbliv Jón telur það andstreymi sem forystumenn Sósíalistaflokksins urðu fýrir á áranum 1939-1941 hafi lagt „granninn að þjóðlegri verkalýðsstefnu sem átti eftir að ráða ferðinni um langt skeið.“‘xv NIÐURLAG Andóf kommúnista gegn Alþingishátíðinni árið 1930 kom mestmegnis frá einum manni, Einari Olgeirssyni. Skrif hans um Alþingishátíðina í Minningarhefti Réttar vora fyrst og síðast liður í samtímastjómmálabaráttu, þótt í þeim sé mikið fjallað um söguna. Framundan var uppgjör innan Alþýðuflokksins og samstarf forystu hans við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, flokka auðvalds og stórbænda, gaf tilefni til að reiða til höggs. Skrif Einars era líka í samræmi við andstöðu Komintem við borgaralega þjóðemisstefnu. Sagnir 2005 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.