Sagnir - 01.06.2005, Page 38

Sagnir - 01.06.2005, Page 38
Alþjóðlegir eða íslenskir? Þannig féllu saman innlendir og alþjóðlegir straumar. Viðhorf Einars til atburða íslandssögunnar á landnámsöld er orðið annað og mildara í Ættasamfélagi og ríkisvaldi. Þar hefur marxíska söguskoðunin frá árinu 1930 vikið íyrir margslungnari söguskoðun þar sem blandast saman marxismi og íslensk þjóðerniskennd með hetjutignun. Eftir stendur óhaggað að Einar lítur enn á Alþingi hið foma sem kúgunartæki yfirstéttarinnar. Strax árið 1930 lýstu íslenskir kommúnistar yfir vilja til stofnunar sjálfstæðs ríkis á íslandi. Þessi áhersla var endumýjuð árið 1938 þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður. Kommúnistar fögnuðu því lýðveldisstofnuninni árið 1944. Hún var liður í frelsisþróun sem kommúnistum var að skapi, tilkomin vegna vilja og réttar þjóðarinnar til frelsis. Lýðveldisstofhunin var samt ekki endapunktur baráttunnar heldur áfangi á lengri leið. Orðfæri kommúnista árið 1944 er allt annað og samofnara alþjóðlegum kommúnisma og íslenskri þjóðemiskennd en áður var. Samfylkingarstefhan, fylgisaukning kommúnsta, niðurlagning KFÍ og stofnun Sósíalistaflokksins höfðu, ásamt fleiru, fært kommúnista frá því að vera fámennur jaðarhópur í íslenskum stjómmálum. Þeir vom orðnir vinstrisinnaður flokkur með fjöldafylgi sem blandaði saman alþjóðahyggju kommúnismans og íslenskri þjóðemishyggju. Ekki er hér lagður dómur á hvort alþjóðahyggja kommúnista og þjóðernishyggja gátu fræðilega farið saman. Til þess þyrfti mun viðameiri rannsókn en þessa. Þó er ljóst að íslenskir kommúnistar trúðu því að þetta gæti farið saman. Þeir hikuðu ekki við að gera klassísk þjóðemisgildi að sínum í stjómmálabaráttunni á fjórða og fimmta áratugnum, án þess að sleppa alþjóðahyggjunni. Kommúnistar reyndu að skapa sér sérstöðu og koma með „sína eigin“ þjóðemishyggju andstæða þeirri borgaralegu. Þjóðemiskennd og ættjarðarást Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjamasonar er að mínum dómi engin uppgerð eða tækifærismennska í stjómmálabaráttu. Sú einlæga þjóðemiskennd sem greina má i skrifum þeirra, einkum um og eftir árið 1944, og sú staðreynd að Brynjólfur hélt ítrekað innblásnar „þjóðemisræður" yfir sínum eigin félögum, grundvalla þessa skoðun mína. í heildina litið tók sjálfsmynd íslenskra kommúnista miklum breytingum frá stofnun KFÍ árið 1930 og fram að lýðveldisstofnun árið 1944. Þeir færðust frá því að líta á sig sem næsta einsleita alþjóðahyggjumenn við upphaf fjórða áratugarins yfir í að telja sig íslenska þjóðemissinna með alþjóðlegum blæ um miðjan fimmta áratuginn. TILVÍSANIR i Svanur Kristjánsson: „Kommúnistahreyfingin á íslandi: Þjóðlegir verkalýðssinnar eða handbendi Stalíns“. Saga XXII. 1984, bls. 222. ii Sama heimild, bls. 238. iii Hvað vill Kommúnistajlokkur íslands? Til íslenzkrar alþýðu frá stofnþingi K. F. í. Kommúnistaflokkur íslands. Reykjavík, 1931, bls. 14-15. iv Einar Olgeirsson: „Hvers er að minnast?“ Minningarhefti Réttar um þúsundárariki yfirstétta á íslandi XV, 2. hefti. 1930, bls. 123-126. v Sama heimild, bls. 128-130. vi Sama heimild, bls. 131. vii Sama heimild, bls. 131-135. viii Ragnheiður Kristjánsdóttir: „1930 - ár fagnaðar? Um afstöðu kommúnista til Alþingishátíðarinnar“. Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigriði Th. Erlendsdóttur sagnfrœðingi. Reykjavík, 2001, bls. 437. ix Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á íslandi 1921-1934. Reykjavík, 1979, bls. 68. x Ragnheiður Kristjánsdóttir: „1930 - ár fagnaðar?“, bls. 430-432. xi Hvað vill Kommúnistaflokkur íslands?, bls. 51. xii Ragnheiður Kristjánsdóttir: „1930 - ár fagnaðar?“, bls. 433. xiii Einar Olgeirsson: Kraftaverk einnar kynslóðar. Jón Guðnason skráði. Reykjavík, 1983, bls. 220-221. xiv Einar Olgeirsson: Ættasamfélag og rikisvald iþjóðveldi íslendinga. Reykjavík, 1954, bls. 315. xv Sama heimild, bls. 62. xvi Sama heimild, bls. 63, 248 og 264-271. xvii Jón Viðar Sigurðsson: „Þjóðemishyggja Einars 01geirssonar“. Sagnir III -Blað sagnfrœðinema. 1982, bls. 97-99. xviii Sama heimild, bls. 100. xix McDermott, Kevin og Agnew, Jeremy: The Comintern. A History of International Communism from Lenin to Stalin. London, 1996, bls. 98-101. xx Svanur Kristjánsson: „Kommúnistahreyfingin á íslandi“, bls. 223. xxi Kristinn E. Andrésson: „Eldraunir nútímans“. Rauóir pennar. Safn af sögum, Ijóðum og ritgeróum eftir nýjustu innlenda og erlenda höfunda. Reykjavík, 1938, bls. 235-237. xxii Guðmundur B. Vigfusson: „Sósíalismi - þjóðfrelsi“. Rauði fáninn. Málgagn verkalýðsœsku bœja og sveita VIII, 1. tbl. 1936, bls. 10. xxiii [Án höfundar]: „Arfur Jóns Sigurðssonar". Rauði fáninn. Málgagn verkalýðsœsku bœja ogsveita VIII, 3. tbl. 1936, bls. 1-2. xxiv Einar Olgeirsson: ísland i skugga heimsvaldastefnunnar. Jón Guðnason skráði. Reykjavík, 1980, bls. 134. xxv Stofnun Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins. Reykjavík, 1938, bls. 16. xxvi Sama heimild, bls. 17. xxvii Sama heimild, bls. 34. xxviii Sama heimild, bls. 34-35. xxix Ragnheiður Kristjánsdóttir: „Kommúnismi og þjóðemi“. íslenskir sagnfrœðingar seinna bindi. Ritstjórar Loftur Guttormsson o.fl. Reykjavík, 2002, bls. 397-399. xxx Svanur Kristjánsson: „Kommúnistahreyfingin á íslandi“, bls. 223. xxxi Einar Olgeirsson: ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 22. xxxii Ragnheiður Kristjánsdóttir: „Communists and the national question in Scotland and Iceland, c. 1930 to c. 1940“. Historical Journal XLV, 3. hefti. 2002, bls. 611. xxxiii Sama heimild, bls. 605. xxxiv Sama heimild, bls. 617. xxxv Lýðveldishátíðin 1944. Reykjavík, 1945, bls. 263-271 og 275-280. - Hinir leiðtogamir vom Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson. xxxvi Sama heimild, bls. 273-275. xxxvii Jón J. Aðils: íslenzkt þjóðerni. Alþýðufýrirlestrar. Önnur útgáfa. Reykjavík, 1922, bls. 241-246. xxxviii Lýðveldishátíðin 1944, bls. 274. xxxix Sama heimild, bls. 275. xl Einar Olgeirsson: „Stofhun lýðveldis á íslandi. Þáttaskipti í sjálfstæðisbaráttu íslendinga“. Andvari. Tímarit hins íslenzka þjóðvinafélags LXVIII. 1943, bls. 77-78. xli Sama heimild, bls. 94. xlii Einar Olgeirsson: ísland i skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 134. xliii Einar Olgeirsson: „Stofnun lýðveldis á íslandi“, bls. 94. xliv Sama heimild, bls. 88-91. xlv Jón J. Aðils: íslenzkt þjóðerni, bls. 105-106, 243 og 251-252. xlvi Einar Olgeirsson: „Stofhun lýðveldis á íslandi“, bls. 81-82 og 91-92. xlvii Einar Olgeirsson: ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 145. xlviii Brynjólfur Bjamason: Með storminn í fangið I. Greinar og rœður 1937-1952. Reykjavík, 1973, bls. 73. xlix Sama heimild, bls. 73-74. 1 Sama heimild, bls. 121-123. li Sama heimild, bls. 125. lii Að minnsta kosti er þess ekki getið í greinasafhinu að þetta erindi hafi áður birtst á prenti. liii Brynjólfur Bjamason: Með storminn í fangið I, bls. 175. liv Jón J. Aðils: íslenzkt þjóðerni, bls. 240. lv Brynjólfur Bjamason: Með storminn i fangið I, bls. 99. lvi Einar Olgeirsson: ísland i skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 136. lvii Brynjólfur Bjamason: Með storminn í fangið I, bls. 111. lviii Sama heimild, bls. 126. lix Sama heimild, bls. 136. lx Einar Olgeirsson: „Sjálfstæðisbarátta íslands hin nýja“. Réttur. Tímarit um þjóðfélagsmál XXV, síðara hefti. 1940, bls. 143. lxi Jón Ólafsson: Kœru félagar. íslenskir sósialistar og Sovétrikin 1920-1960. Reykjavík, 1999, bls. 48. lxii Svanur Kristjánsson: „Kommúnistahreyfingin á íslandi“, bls.. 232. lxiii Ragnheiður Kristjánsdóttir: "Kommúnismi og þjóðemi", bls. 395-396. lxiv Jón Ólafsson: Kœru félagar, bls. 134. lxv Sama heimild, bls. 135. 36 Sagnir 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.