Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 55

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 55
Forlög þfn hafa veríö mér mikið umhugsunarefni! fremur hafa verið taldir myitda þá heild sem við köllum örlög; fæðingu og afdrif fyrsta árið, möguleika fólks á að stofna til fjölskyldu, félagslega stöðu á fullorðinsárum, landfrœðilegan hreyfanleika og œvilengd. Allir fœddust þessir einstaklingar i Oddasókn, Rangárvallasýslu, á fjórða áratug 19. aldar og tók rannsóknin tillit til blóðbanda og mægða auk hefðbundnari breytna á borð við stétt og kyn. Bæði var litið til áhrifa foreldra einstaklinganna sjálfra og þeirra barna sem einstaklingarnir gátu af sér. Reynt verður að gera greiit fyrir þvi hvar hópurinn fetaði i meint fótspor jafnaldra sinna og hvar hann vék út af sporinu. Helstu heimildir eru manntölin 1845, 1860, 1870, 1880 og 1890 auk kirkjubóka Oddasóknar árin 1830 til 1839.“ FYRST ER AÐ FÆÐAST Ungbamadauði á Islandi var um miðja 19. öldina með því mesta sem gerðist innan Evrópu og mun algengari hér en annars staðar á Norðurlöndum. Gífurlegur ungbamadauði á fyrri hluta 19. aldar hefur löngum vakið furðu, svo mikla að sagnfræðingar hafa jafnvel velt því fyrir sér hvort það sé mögulegt að atlæti íslenskra ungbama hafi meðvitað verið slæmt í þeim tilgangi að takmarka fjölskyldustærð á tímum þar sem getnaðarvamir vom óþekktar, eða með öðmm orðum hvort böm hafí beinlínis þótt óvelkomin?ia Grundvallarspumingin, hvað varðar örlög bamanna 247 sem fæddust í Oddasókn á fjórða áratug 19. aldar, er því hverjar líkur þeirra á að lifa af fyrsta árið hafi verið. Heimilisfólk fyrir framan burstabæ á seinasta áratug 19. aldar. Fræðimenn telja að á öðmm fjórðungi 19. aldar hafi rúmlega þriðja hvert bam dáið á fyrsta ári. Að Móðuharðindaámnum undanskildum einkennist þannig það tímabil sem Oddasóknarhópurinn er fæddur á af einhverjum þeim mesta ungbamadauða sem gögn em til um.'v Sjálf Rangárvallasýsla hefur þar að auki verið talin einkennast af sérstaklega miklum ungbamadauða á landsvísu allt frarn á síðustu áratugi 19. aldar.v í ljósi þessa kemur það á óvart að ungbamadauði innan Oddasóknarhópsins er þegar að er gáð ekki jafnmikill og ætla mætti. Af 247 einstaklingum fæddum deyja 90 á fyrsta ári. Ætlaður ungbamadauðivi á tímabilinu 1821-1840 er um 350 dauðsföll á hverjar 1000 fæðingar” en reiknað á sama hátt nemur hlutfallið innan Oddasóknarhópsins ekki nema 364 dauðsfollum af þúsund fæðingum. Er það mun nær meðaltalinu en ætla hefði mátt. Þegar litið er á hvaða böm það em sem deyja á fyrsta ári virðist fæðingarstétt,'™ og þar með efnahagsstaða foreldra, ekki hafa afgerandi áhrif á lífslíkur og er það í samræmi við viðteknar hugmyndir þar að lútandi." Sömuleiðis virðist það hvort böm em fædd í lausaleik eða em ávöxtur heilags hjónabands ekki heldur hafa teljandi áhrif. Þegar kynbundinn munur innan fæðingarstétta er skoðaður kemur hinsvegar nokkuð mjög athyglisvert í ljós. Munurinn á kynbundnum dánarlíkum innan Oddasóknarhópsins óháð stétt er 17,8% stúlkunum í hag, sem er í samræmi við það sem vitað er um kynbundna dánartíðni í öðrum Evrópulöndum á þessum tíma/ Kynbundinn munur innan þess hluta hópsins sem fæddur er í bændastétt er hins vegar mun meiri eða rúm 42%, stúlkunum í hag. Líkumar á því að bændasynir lifi af fyrsta árið em þannig mun minni en systra þeirra og mun minni en afkomulíkur drengja innan hópsins almennt. Hvað bömum hjúanna viðvíkur snýr dæmið hinsvegar þveröfugt við en þar em lífslíkur drengja mun betri en lífslíkur stúlkna, nokkuð sem er í hæsta máta athyglisvert. Er munurinn um 28% drengjunum í hag eða þveröfugt við það sem er talið eðlilegt. Lítið er vitað um böm hjúa á 19. öld og er þvi án frekari rannsókna ómögulegt að svara því hvort Oddasóknarhópurinn sé einstakt frávik eða hvort við höfum hér dæmi um það hvemig meðaltalið getur falið mikinn breytileika kynbundins munar á dánartíðni milli stétta. Þegar ungbamadauði innan systkinahópa” er skoðaður kemur í ljós að hann skiptist mjög ójafiit niður á fjölskyldur. Þótt það sé erfitt, án útreikninga á staðalfráviki, að segja til um hversu mikill eða lítill ungbamadauði þarf að vera til að hann teljist vera óvenjulegur þá er greinilegt að ungbamadauðinn sneiðir alveg, eða svo til alveg, hjá nokkmm systkinahópum á meðan aðrir verða afar illa úti. Af 27 systkinahópum em fimm þar sem annað hvort ekkert bam deyr eða innan við sjötti hluti bamanna. Til viðbótar finnast hinsvegar átta systkinahópar þar sem meira en helmingur bamanna deyr á fyrsta ári. Miðað við að ungbamadauði meðal Oddasóknarhópsins nemur í heild sinni liðlega 36% er ljóst að báðir hópamir hljóta að teljast óvenjulegir. í sjálfu sér er ekki skrýtið að einstakir systkinahópar komi verr út en aðrir hvað ungbamadauða varðar. Að þeir skuli vera svo margir er hinsvegar athyglisvert. Til em tölur frá sama tíma um ungbamadauða í Eyvindarhólasókn, sem er nágrannasókn Oddasóknar og sker sú síðamefnda sig úr hvað ungbamadauða á þriðju og fjórðu viku ævinnar varðar. A þessum vikum er ungbamadauði helmingi fátíðari í Oddasókn en í Eyvindarhólasókn. Dánartíðni á þessu tímabili er í rauninni líkari því sem við sjáum í Gullbringusýslu, Reykjavík og í Þingeyjarsýslunum en þetta mynstur er einmitt rakið til aukins vægis Þeir sem rannsakað hafa ungbarnadauða á 19. öld eru þeirrar skoðunar að hann hafi annars vegar stafað af almennri vöntun á brjóstagjöf og hins vegar af algerri vanþekkingu á því hvaða fæða hentaði ungbörnum. brjóstagjafar á þeim stöðum.“ Þeir sem rannsakað hafa ungbamadauða á 19. öld em þeirrar skoðunar að hann hafi annars vegar stafað af almennri vöntim á brjóstagjöf og hins vegar af algerri vanþekkingu á þvi hvaða fæða hentaði ungbömum.x,ii Ennfremur er talið að bijóstagjöf hafi alls ekki tíðkast í Rangárvallasýslu.”' En standist þessar fullyrðingar, hefði ungbamadauðinn þá ekki átt að heija jafhar á Oddasóknarhópinn en raun ber vitni? Er mögulegt að brjóstagjöf hafi alls ekki verið jafn óþekkt í Rangárvallasýslu og haldið er fram í nýlegri doktorsritgerð” um ungbamadauða á íslandi? Eða getur verið að það hafi ekki verið næstum því jafn einhlítt og látið hefur verið að ungbömum hafi verið gefin óhentug fæða? Þessum spumingum getum við að sjálfsögðu ekki svarað. Hitt er þó ljóst að það að skoða Islandssöguna í ljósi meðaltala er ekki til þess fallið að draga fram sérkenni fjölskyldna og einstaklinga. Því er hætt við að slíkar aðferðir dugi ekki einar og sér til að draga upp mynd af fyrirbæmm á borð við atlæti ungbama sem hlýtur þrátt fyrir allt bæði að lúta duttlungum tilvemnnar og að vera mjög svo háð venjum og gildum innan hverrar fjölskyldu og áhrifum yfirsetukonu á hverjum stað. SVO ERAÐ LIFA Þeirra bama sem komust til fullorðinsára biðu ekki fjölbreytilegar framavonir. íslenskt þjóðfélag var á seinni hluta 19. aldar enn að mestu kyrrstætt bændasamfélag þar sem ráðandi öfl leituðust við að halda ffamþróun í skeíjum með lagasetningum. Það er einkennandi fyrir mannfjöldasögu íslands að fram til um 1870 gekk fæðingartíðni í djúpum bylgjum, um 30 ára löngum. Þannig skiptust á fjölmennar og fámennar kynslóðir og mörkuðust giftingar- og afkomumöguleikar Sagnír2005 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.