Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 50

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 50
 it|Tl f- fl « tí & «j. Konur og fleiri fylkja Iiði á Austurvöll 19. júní 1919 til að halda uppá Kvenfrelsisdaginn. konumar hefðum kosningarétt, þá gætu slíkir voðaviðburðir ekki átt sér stað.“ Þegar full þjóðfélagsréttindi falla konum í skaut er afvopnun og friður fyrsta krafa þessara kvenna; afvopnun og friður þar sem deilur eru leystar við samningaborðið: „Vér ölum yður ekki lengur syni til fæðu fyrir fallbyssur og morðtól."™ Af öllum ffiðelskandi mönnum heims voru það konur sem hrópuðu hæst en eins og svo oft áður voru þær ekki hafðar með í ráðum og niðurstaðan því eitt allsherjar ófriðarbál, tendrað af ráðandi karlmönnum."1" Af fregnum um friðarvilja ráðamanna ófriðarríkjanna sem vora famar að berast í gegnum ritskoðun Breta snemma árs 1918, dró blaðið þá ályktun að menn væru nú loksins búnir að fá nóg af blóðsúthellingum og famir að óska eftir varanlegum ífiði. í lok stríðsins var hin skeleggja ritstýra Kvennablaðsins enn á þeirri skoðun að fullt pólitískt vald kvenna til jafns við karlmenn væri lykillinn að friði í heiminum - þátttaka kvenna í stjómmálum var að hennar mati „stærsti ljósdepillinn á ffamtíðarhimni þjóðanna.““'v Briet gerir lítinn greinarmun á konum stríðsþjóðanna og konum hlutlausra þjóða en um leið dregur hún upp svart-hvíta mynd af hlutverki kvenna og karla í stríðinu. Þvert á þjóðemisbönd berjast konur fyrir ffiði á meðan karlmennimir murka lífið hver úr öðmm. „Alþjóðafélagsskapur kvenna virðist vera það eina band, er eigi brestur á þessum skelfmgartímum“ ritar Bríet t.d. vorið 1915 og dáist að því að konur ófriðarþjóðanna skuli enn halda samvinnu sinni þrátt fyrir stríðið.xxv Rétt var að þessi félagsskapur kvenna barðist gegn stríði en líklega gerir blaðið ffiðarvilja kvenna hinna stríðandi ríkja heldur hátt undir höfði því þótt stór hópur kvenna hafi vissulega barist fyrir ffiði vom það að langstærstum hluta konur hlutlausra ríkja, einkum ffá Hollandi, Bandaríkjunum og Norðurlöndum."™ I ófriðarlöndunum vom friðarraddimar aftur á móti fljótar að þagna enda ekki óalgengt að þjóðir þjappist saman í aðdraganda ófriðar. Þegar stríðsáróðurinn magnast og stríðsvélin rennur af stað reynast þjóðemistilfmningar yfirleitt ffiðarboðskapnum yfirsterkari. Nú skyldi sýna í verki að konur væm þess verðar að njóta borgararéttinda. Má hér t.d. nefna að helstu kvenréttindafélög Bretlands, bæði samtök Millicent Fawcett, National Union ofWomen’s Suffrage Societies (NUWSS), og samtök Pankhurst-mæðgna, Women’s Social and Political Union (WSPU), lögðu alla kvennabaráttu á hilluna og héldu uppi megnum stríðsáróðri fyrir stjórnvöld.xxvii Svipað var upp á teningnum í Þýskalandi og Frakklandi. Richard J. Evans, prófessor í sögu Evrópu við háskólann í Norwich, er skorinorður þegar hann veltir því fyrir sér hvers vegna allt þetta friðartal feminista rann út i sandinn, strax í upphafi stríðs. Að hans mati var meginástæðan sú að „ffiðarboðskapurinn hafði lítinn stuðning meðal kvenna, jafnvel kvenna innan raða kvenréttindasamtakanna sjálfra.*1"™' Friðarsinnum úr röðum kvenna var jafnvel vikið úr kvenréttindasamtökum og þeir því í raun einangraður og áhrifalítill minnihluti meðal kvenna óffiðarþjóðanna.xx,x í þessu ljósi er athyglisvert að skoða vonbrigði blaðsins með alþjóðahreyfingu verkamanna sem ffiðarsinnar höfðu vonast til að tækju stétt fram yfir þjóðemi og myndu neita að gegna herþjónustu. Fyrir stríð virtist samstaða hreyfingarinnar, að mati Kvennablaðsins, „vera svo samgróin, að eigi mundi auðgert að fá félaga í einu landinu til þess að heyja orastu við bræður sína í næsta landi.“ Vonameistinn var aftur á móti fljótur að kulna þegar stríðsvindar sfyrjaldarinnar byrjuðu að blása: „Allir þeir draumar hafa reynst táldraumar, jafnskjótt og stríðið mikla hófst, gleyma jafnaðarmenn öllu sínu bróðurþeli til stallbræðra sinna í óvinalandinu.“xxx Þótt Bríeti fmnist jafhaðarmenn hafa svikið hugsjónir sínar, hefur hún samúð með þeim afvegleiddu því aldagamall heragi, hefð hnefaréttarins og stríðsæsingur margra alda hafði ítök í hugum flestra karlmanna. Af þessum skrifum má einnig skilja að minni hætta sé á svipaðri hrösun kvenna því að sögn blaðsins fara þær „á mis við þá hrifhingu, er í augnablikinu getur gert stríðið dýrðlegt og dauðdagann á vígvellinum eftirsóknarverðan.“xxx' STRÍÐ VERÐA EKKI HÁÐ ÁN ÞÁTTTÖKU KVENNA! Hér hefur verið fjallað um friðaróskir og meinta samvinnu kvenna þvert á þjóðemislínur. Annað ekki síður mikilvægt er enn ónefht - hlutur kvenna í því að halda stríðsvélinni gangandi. Þrátt fyrir ofansagt um friðarvilja kvenna ófriðarþjóðanna gerði Bríet sér fulla grein fyrir þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum. Konur heimtuðu jú frið, en þær sviku ekki eigin þjóð þegar á þurfti að halda. Strax eftir að stríðið skall á flutti blaðið fréttir af konum ófriðarlandanna sem tóku höndum saman til að halda samfélögunum gangandi. Þótt þetta hljómi mótsagnakennt er Bríet eingöngu að leggja áherslu á þá skoðun sína að þótt konur vilji frið framar öllu, hlaupast þær ekki undan merkjum þegar ógn steðjar að þjóðinni.xxxii Eftirfarandi orð Carrie Chapman Catt formanns Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga sem birtust í októberhefti Kvennablaðsins 1914 sýna vel afstöðu blaðsins til hlutverks kvenna í stríðsrekstrinum - stríð verða ekki háð án þátttöku kvenna: Ynnu ekki konumar á ökmnum, í verksmiðjunum og í búðunum, þar sem þær vinna að þeim iðnaði, sem karlmennimir hafa gengið frá, framleiddu þær ekki matvæli handa hemum og gildu skatta til að borga þann geysilega kostnað, sem ófriður hefir í för með sér, þá myndi hver þjóð líða undir lok, þó hver hermaður hennar væri jafngildi Alexanders 48 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.