Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 100
Umsögn um 24. árgang Sagna
í alla staði eins og efnið býður upp á. Inngangsorð greinarinnar vekja
mann til nokkurrar umhugsunar. Þar segir meðal annars: „Konur hafa
ekki fengið verðskuldaða athygli hjá sagnariturum fyrir merk störf og
afrek. ... Kvennasagan svokallaða snýst því mikið um að finna hinar
„týndu“ konur og veita þeim pláss innan almennrar sagnfræði" (bls.
26). Hér má spyrja hvort kvennasaga snúist í raun um að finna merkar
konur og halda afrekum þeirra á lofti. Snýst þetta bara um að finna
kvenkyns Hannes Hafstein? Hér er ég alls ekki að reyna að gera lítið úr
verkum Ingu Láru Lárusdóttur og rannsókn Hrafnhildar Ragnarsdóttur
en snýst kvennasagan ekki alveg eins um að finna hinar týndu konur
sem voru líka týndar í sinni samtíð og unnu engin „merkari“ störf en
þau að strita innan og utan veggja heimilisins? Hlutur kvenna í sögunni
verður alltaf minni en hlutur karla ef stuðst er við hefðbundna
mælistiku á merk störf og afrek.
ÞJÓÐ VILJINN OG STÓRVELDIN
Stefán Gunnar Sveinsson skrifar þessu næst um afstöðu Þjóðviljans
til stórvelda í seinni heimsstyijöld og hemáms Breta á Islandi. Aftur er
hér komin traust frásögn. Stefán Gunnar dregur vissulega ályktanir og
gengur mun lengra en að rekja einungis hvað stóð í blaðinu hverju
sinni. Fróðlegt hefði þó verið að fá að lesa mat hans á því til dæmis
hvort það hafí verið algerlega réttlætanlegt að handtaka ritstjóra
Þjóðviljans og banna útgáfú blaðsins eftir birtingu „dreifibréfsins“
svokallaða þar sem óbreyttir hermenn vom hvattir til að hlýða ekki
skipunum um að ganga í störf verkamanna sem vom í verkfalli. Stefán
gefur til kynna að svo hafi verið því ekki sé „erfitt að ímynda sér af
hverju Bretar stigu þetta skref en augljóst er að Þjóðviljamenn höfðu
gert allt sem i valdi blaðsins stóð til að þess að spilla fyrir breska
setuliðinu hér á landi, andstætt því sem Einar Olgeirsson hélt ffam í
ævisögu sinni“ (bls. 41). Stefán segir einnig: „Sér í lagi var
fréttaflutningur Þjóðviljans af dreifibréfsmálinu varhugaverður sem og
tíðar samlíkingar við framferði nasista" (bls. 42). En nægir þetta til að
handtaka menn, þar á meðal alþingismann, og flytja til Englands? Það
hlýtur að teljast stór spuming, hvert sem svarið verður. Einnig hefði
verið gaman að bera saman skrif Þjóðviljans fyrir og eftir innrás
Þýskalands í Sovétríkin 1941 og sýna þannig enn betur fram á hvemig
skrif blaðsins réðust algerlega af því hvemig vindar blésu í Moskvu. En
það hefði í raun verið önnur rannsókn.
HANNESAFTUR
Fróðlegar fmmheimildir em dregnar ffam í dagsljósið í næstu
grein. Þar birtir Anna Agnarsdóttir, dósent í sagnffæði við Háskóla
íslands, bréfaskipti Hannesar Hafsteins og afa síns, Klemensar
Jónssonar landritara (Anna lætur einmitt getið um þessi
fjölskyldutengsl). Eflaust mun ýmsum sagnfræðingum þykja fengur í
því að geta vitnað til þessara bréfa og verður það að teljast vel til fundið
að finna þeim stað í Sögnum. Anna segir líka skýrlega ffá ýmsum
þáttum sem tengjast bréffitumm svo úr verður lítil og skemmtileg grein
um merkan kafla í íslandssögunni.
SKIPULEGT UNDANHALD OG UPPGJÖR RITSTJÓRA
„Undanhald samkvæmt áætlun“ heitir næsta grein og fjallar hún lun
afstöðu Morgunblaðsins til Vietnamstríðsins árin 1967-1973. Þessi
grein er mjög áhugaverð fyrir þá sem sinna stjómmálasögu seinni tíma.
Höfundurinn, Sigfús Ólafsson, ræddi ítarlega við Styrmi Gunnarsson,
ritstjóra Morgunblaðsins, og Óla Tynes, sem þá var blaðamaður þess,
(þótt það vanti að nefna það beinlínis í greininni). Athygli hlýtur að
vekja hve hreinskilinn Styrmir var í samtölum við greinarhöfund, eins
og sést til dæmis þegar hann rifjar upp þá lífsreynslu að fara til
Bandaríkjanna sumarið 1967 og finna hve almenningur var í raun
andsnúinn átökunum. „Ef fólkið í Bandaríkjunum er á móti þessu
stríði,“ er haft eftir ritstjóranum, „hvað emm við að gera uppi á íslandi
að vera svona ofboðslegir talsmenn stríðsins?" (bls. 51). En líkt og
Sigfus rekur ágætlega í greininni var það hægara sagt en gert fyrir
Morgunblaðið að snúast gegn Bandaríkjastjóm í þessum efnum. Kalda
stríðið var í algleymingi og greinarhöfúndur er afdráttarlaus í sinni
niðurstöðu: „Afstaða [Morgunblaðsins] til Víetnamstríðsins á því
tímabili [1967-71] mótaðist því umfram allt af andkommúnisma þar
sem baráttan gegn sameiginlegum óvini, heimskommúnismanum, var
þyngri á metunum en vitneskja ritstjómarinnar um staðreyndir striðsins
í Víetnam“ (bls. 56). Síðustu árin, sem em til umfjöllunar, taka skrif
blaðsins að breytast og ekki verður annað sagt en að það hafi síðar
viðurkennt það sem betur mátti fara í umfjöllun um Víetnamstríðið (sjá
til dæmis Morgunblaðið 21. október 1990 og 30. apríl 1995). í grein
Sigfúsar Ólafssonar kemur sérlega vel fram hve viðtöl við þá sem komu
í grein Sigfúsar Ólafssonar kemur
sérlega vel fram hve viðtöl við þá sem
komu við sögu geta verið mikilvæg
þegar rannsóknir á nýliðnum
atburðum eru annars vegar.
við sögu geta verið mikilvæg þegar rannsóknir á nýliðnum atburðum
em annars vegar. Greinin hefði ekki verið jafngóð ef einungis hefði
verið stuðst við hinar rituðu heimildir.
ÍSLENSK ALÞÝÐA
En víkur þá sögunni aftur í aldir. „Örlagasaga úr íslenskri sveit“
heitir grein Guðnýjar Hallgrímsdóttur um tilraunir Jóns Eiríkssonar,
bónda í Vestur-Skaftafellssýslu um aldamótin 17-1800, til þess að skilja
við Ambjörgu Þórarinsdóttur, „staurblinda" eiginkonu sína, og festa sér
í staðinn ráðskonuna á bænum, Guðrúnu Oddsdóttur (með samþykki
Ambjargar). Bréf og skýrslur, sem til urðu vegna þessa máls, em mjög
spennandi lesning og Guðný kemur frásögninni vel til skila (á tveimur
stöðum er að vísu vitnað beint í heimildir á dönsku og átti ég erfitt með
að skilja allt sem þar stóð. Að mínu mati hefði mátt þýða þetta yfir á
íslensku). Myndskreyting greinarinnar vekur einnig spumingar:
Jömndur hundadagakonungur er hér á mynd þótt hann komi í raun
ekkert við sögu og önnur mynd er af vel klæddri konu, annarri konu í
verri fötum og eldri manni á hesti. I myndatexta segir svo: „íslensk
alþýða á seinni hluta 19. aldar.“ Nú gerðist sagan, sem sagt er frá, miklu
fýrr en það var auðvitað fyrir daga ljósmyndunar svo væntanlega má
réttlæta þessa myndskreytingu á þann hátt að fyrst ekki var hægt að
hafa mynd af söguhetjunum sé næstbest að hafa bara einhveija mynd af
„íslenskri alþýðu.“ Það orkar þó tvímælis.
FÉLAGSSAGA UM „FELLAPAKK“
Segja má að nýleg örlagasaga taki við af þessari grein. I fjörlegri
grein fjallar Bragi Bergsson um „Fellapakkið í gettóinu“ og bregður
góðu ljósi á tiltölulega hraða uppbyggingu Fellahverfisins í Breiðholti
og þau félagslegu vandamál sem henni fylgdu. Hér fylgja ljósmyndir
sem falla vel að efni textans, enda mun hægari leikur en í næstu grein
á undan! (Affur má nefna að beinum tilvitnunum á dönsku fylgir ekki
íslensk þýðing en hér er danskan þó að minnsta kosti frá nútímanum).
Grein Braga má telja til félagssögu og byggðasögu; þetta er yfirlit og
sést það kannski best í orðavali við lok hennar. Heildin fær eina skoðun
og einn róm, eða eins og höfundur segir: „Upp úr 1980 var hverfið búið
að ganga í gegnum sína vaxtarverki ef þannig má komast að orði og
meiri ró farin að færast yfir það ... Hverfið fann að lokum sinn svip í
mannlífi og fasi, varð gróið og aldursskiptingin komst í jafnvægi þótt
vandamálin séu að nokkru leyti enn til staðar“ (bls. 72). Yfirlitssögu af
þessu tagi fylgir yfirleitt tölfræði og það vekur til dæmis athygli að mun
fleiri nemendur voru sendir til skólasálfræðings í Fellaskóla en í öðrum
skólum höfúðborgarinnar og að rúmur helmingur íbúa Fellahverfis var
undir 22 ára aldri. Þessar og viðlíka staðreyndir eru nauðsynlegar fyrir
þá sem vilja kynna sér til hlítar sögu þessa borgarhluta á þeim tíma sem
um ræðir. En svo væri auðvitað hægt að bæta um betur og rannsaka
sérstaklega sögu einhvers einstaklings sem bjó í Fellahverfi. Með
öðrum orðum: skrifa „einsögu". Það væri öðruvísi sagnffæðirannsókn,
hvorki betri né verri, og hún myndi leiða í ljós aðrar staðreyndir og
leiða til annarra túlkana.
SAGAAF EINNI KONU
„Einsögur" eru einmitt sagðar í síðustu þremur greinum þessa
árgangs Sagna. í þeirri fyrstu, „Góðkvendi göfúgt var...“, skrifar
höfundurinn, Ragnhildur Sigrún Bjömsdóttir: „Persónulegar heimildir
98 Sagnir 2005