Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 49
Hinn varanlegi eilífi fríður á jörðu herti hún á kvenréttindabaráttu blaðsins og í fyrsta tölublaði ársins 1905 lýsti hún breytingunum formlega yfir." Ótti Bríetar um að vinsældir blaðsins myndu dvína var á rökum reistur og fór upplagið úr 3000 eintökum niður í 1500 á árunum 1905-10.™ Ekki hefúr mér tekist að fá upplagstölur blaðsins í dýrtíð stríðsáranna, þegar prent- og pappírskostnaður rauk upp úr öllu valdi, en í bréfi til dóttur sinnar árið 1917 kvartaði Bríet sáran yfir afkomu blaðsins og óttaðist hún að þeir fáu áskrifendur sem þá voru eftir myndu segja blaðinu upp.viU Síðasta dag ársins 1919 kvaddi Bríet lesendur Kvennablaðsins eftir 25 ára útgáfú og ástæðan var, að sögn Bríetar, fyrst og fremst tap á rekstri blaðsins. Affur á móti taldi hún blaðið hafa skilað hlutverki sínu vel og eiga stóran skerf í þeim árangri sem kvenréttindamál höfðu þá náð hérlendis. Að mati Bríetar var hún of gömul til að breyta blaðinu í átt til meiri léttleika og vinsælda eins og margir höfðu ráðlagt henni, en einnig þótti henni sú leið niðurlægjandi fyrir Kvennablaðið enda væri hún þá „að afneita sínum stærstu áhugamálum.““ AFSTAÐA TIL STRÍÐANDI FYLKINGA Án efa hefúr ritskoðun Breta haft áhrif á fféttaflutning íslenskra blaða en varla er hægt að tala um bein afskipti af umfjöllun blaðanna eins og gerðist í síðari heimsstyrjöld, heldur var hér einungis um að ræða eftirlit með pósti og fjarskiptum til og frá landinu." Vissulega hafði þetta áhrif á það sem skrifað var í blöðin, enda erfitt að fá hlutlægar fréttir af ffamgangi stríðsins, en talsvert mun þó hafa borist hingað af ritefni frá Þjóðverjum, sérstaklega fyrri hluta stríðsins.” Virðist sem flest íslensku blaðanna hafi tekið afstöðu með eða á móti tilteknum ófriðaraðila og þá aðallega Bretum eða Þjóðveijum.™ Opinberlega voru íslendingar hlutlausir í styijöldinni þótt innlend stjómvöld hafi þurft að grípa til ráðstafana sem gengu þvert á yfirlýsta stefhu danska konungsríkisins. Rétt eins og í síðari heimsstyijöldinni virðist meirihluti íslendinga hafa hallast á sveif með „bandamönnum" þótt afstaðan hafi ekki verið jafn afgerandi og síðar þegar flestir Islendingar fylktu sér á bak við vestræn lýðræðisöfl gegn vígtólum nasismans."'" Afstaða blaðsins gegn stríðsbröltinu er aftur á móti augljós og beinist gagnrýni blaðsins fyrst og fremst gegn ráðamönnum ófriðarríkjanna (ónefndum karlmönnum) sem með misvitrum ákvörðunum sínum leiddu yfir þjóðir sínar hina miklu stríðsógæfu. Hlutleysi, eða eigum við að segja afstöðuleysi, Kvennablaðsins gagnvart stríðandi fylkingum var aftur á móti afgerandi. Þetta má m.a. lesa út úr þeim áhyggjum blaðsins þegar Bandaríkin voru að færast inn í átökin. Það virðist ekki vera vegna hlutdrægni (með Þjóðveijum) sem blaðið hefúr áhyggjur af þátttöku Bandaríkjamanna heldur er það ótti við að nú verði sjóleiðin vestur um haf einnig ófær og auki því emt á vandræði íslendinga, sérstaklega hvað varðar vöruskort og dýrtíð.,,íy Afstaða blaðsins gegn stríðsbröltinu er aftur á móti augljós og beinist gagnrýni blaðsins fyrst og fremst gegn ráðamönnum ófriðarríkjanna (ónefndum karlmönnum) sem með misvitrum ákvörðunum sínum leiddu yfir þjóðir sínar hina miklu stríðsógæfú. Ekki er laust við að kaldhæðnislegan tón megi fínna í effirfarandi tilvitnun ritstjóra: Þúsundir og miljónir saklausra manna, sem ekkert hatur bera hvor til annars eru útbúnir með öllum hugsanlegum vígvélum til þess að drepa hverir aðra. Hvers vegna? Er allur heimurinn orðinn æðisgenginn? Því leita allir þessir stjómvitringar svona langt yfir skamt að sannleikanum, sem hvert bamið getur skilið." r Konur fagna fengnum kosningarétti á Austurvelli 1915. ÍSLENSKA ÞJÓÐIN OG HIÐ EFTIRSÓKNARVERÐA FULLVELDI Kvennablaðið fjallar eðlilega lítið um stöðu íslands í stríðinu og taldi réttilega að íslendingar hefðu ekki orðið mikið varir við hið mikla ófriðarbál, sérstaklega fyrstu ár stríðsins. Erfiðar samgöngur við umheiminn og þar með vaxandi vöruskortur og dýrtíð var helsta áhyggjuefni blaðsins og ágerðust þessar áhyggjur þegar á leið.xvi Affur á móti græddu íslendingar annað og meira - og hér var Bríet ekki að tala um beinharða peninga heldur hið eftirsóknaverða fullveldi sem bestu menn þjóðarinnar höfðu lengi barist fyrir og stefnt að.xvi' Þótt sjálfstæðisbaráttan væri enn eitt stærsta mál íslenskra stjómmála fór lítið fyrir innblásinni þjóðemishyggju þessara ára á síðum Kvennablaðsins. Sjálf var Bríet gagnrýnin á þjóðarhugtakið því að hennar mati höfðu íslenskar konur fram að þessu verið útilokaðar frá því að teljast raunvemlegur hluti þjóðarinnar.x,iii Vissulega vildi Bríet veg íslensku þjóðarinnar sem mestan og fagnar fúllveldi landsins árið 1918 en segja má að alþjóðahyggja hafi verið áberandi í skrifúm blaðsins. Reyndar þarf þetta ekki að koma á óvart því Bríet hafði lengi verið í nánum tengslum við Alþjóðasamtök kvenréttindasinna (IWSA). Á síðum blaðsins endurómuðu því frómar erlendar hugmyndir um alþjóðadómstól og allsheijarfélagsskap þjóða þar sem ríki heims áttu að útkljá deiluefni sín.xix PÓLITÍSK ÁHRIF KVENNA, „STÆRSTI LJÓSDEPILLINN Á FRAMTÍÐARHIMNI ÞJÓÐANNA“ Kvennablaðið deildi þeirri skoðun með mörgum kvenréttindakonum Vesturlanda að stríð væm háð á ábyrgð karlmanna enda hefðu konur engin pólitísk réttindi. Konur væm því fómarlömb stríðs sem þær höfðu ekkert með að segja - undirseldar misvitrum ákvörðunum „sterkara" kynsins.” Þótt Kvennablaðið endurvarpi hér hugmyndum erlendra kvenréttindasinna er greinilegt að ritstjóri er á sama máli því finna má svipuð stef aftur og aftur á síðum blaðsins. Á ámnum fyrir stríð vom kvenréttindasinnar innblásnir af þeirri frómu hugmynd að konur gætu með atkvæðum sínum, og þar með pólitískum völdum, gert ýmsar félagslegar umbætur á samfélaginu. Óþarfi er að gera lítið út þessum ágætu hugmyndum enda áttu þær fúllan rétt á sér. Aftur á móti emm við ekki eingöngu að tala um réttlátara og mannlegra samfélag heldur áttu konur, þvert á þjóðemislinur, með eðlislægri manngæsku sinni og friðelsku, að geta komið í veg fyrir styrjaldir. Með pólitískum áhrifum töldu konur að þær hefðu getað komið í veg fyrir styijöldina með því að draga úr þeirri spennu sem myndaðist á milli þjóða Evrópu á ámnum fyrir stríð.xxi „Vér ölum yður ekki lengur syni til fæðu fyrir fallbyssur og morðtól.“ í eftirfarandi orðum Bríetar, sem hún segir enduróma raddir allra kvenna stríðsþjóðanna, liggur kjaminn í málflutningi blaðsins: „Ef við Saqnir200547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.