Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 18
Andleg úrfcynjun? Benjamín Sigvaldason skrifaði lesendabréf í Alþýðublaðið þar sem hann skorar á Utvarpsráð að afhema bannið á Vaggi og veltu og segir textann vera góða grínvísu sem hitti í mark auk þess sem lagið sé fagurt og söngur Erlu öllu öðru betri.”“iv Vitaskuld voru ekki allir sammála Benjamín og skrifaði Elísabet Jónsdóttir nokkuð langt bréf þar sem hún lýsti skoðun sinni á laginu og sagði strax í upphafi að það væri „varla umdeilt meðal sæmilega greindra manna, að hér væri um smekkleysu að ræða ... Þama er múgmennskan að verki“. Elísabet hélt áffam með stóryrtar yfirlýsingar og líkir texta Lofts við helgispjöll og segir að með laginu sé reynt að eyðileggja mestu verðmæti þjóðarinnar og spyr lesendur „hvað er þessu fólki heilagt?“x"v í augum Elísabetar er textinn bæði vanvirðing við þjóðararfinn en ekki síður merki um spillta æsku og slakt siðferði og því lýkur hún grein sinni á þessum línum eftir Guðmund Guðmimdsson skólaskáld: Hvar sem siðgæði er spillt, er sakleysið villt, þar er sjálfstæðisþrot frelsi og menning dauð. Því er hlutverk vort það bezt að hlúum vér að æsku hreinleikans, þjóðanna framtíðarauð.™ LOKAORÐ Þjóðemisleg umræða á sjötta áratugnum á öllum sviðum mannlífsins og sú hugsun að stöðugt yrði að berjast fyrir sjálfstæðinu áttu mikinn þátt í að móta viðbrögð margra við erlendum tónlistaráhrifum sem Islendingar nutu/urðu fyrir á þessum tíma. Hvort sem þessi áhrif vom sinfóníur, djass, danslög eða rokk mátti sjá þjóðemisleg viðbrögð: kvartað var undan ónógri ræktarsemi við íslenska tónlistarhöfunda, hnignun innlendrar menningar, skrílslátum að erlendri fyrirmynd auk annars. Með tilkomu Keflavíkurútvarpsins varð umræðan hvassari en áður og varð auk þess pólitísk að nokkm leyti. í þessum pólitíska hluta umræðunnar var þjóðemi fyrirferðarmikið en þó blandaðist það saman við siðgæðisrök sem vísuðu til „ástandsins“ í stríðinu. Gagnrýnin hafði þannig færst frá því að vera nánast eingöngu þjóðemisleg til þess að vera þjóðemisleg með siðferðilegu ívafí. Næsta breytingaskref í tónlistammræðunni kom með rokkinu. Þar vora siðgæðisrökin í forgmnni en þó oftast með sterkri skírskotun til þrenningarinnar: Tungu, sögu og menningar. Sú snarpa ritdeila sem kom upp í kjölfar Vaggs og veltu sýnir þetta mjög vel - höfðað er til þjóðemiskenndar með siðgæðisrökum og siðgæðis með þjóðemisrökum. Því má segja að Guðmundur Guðmundsson hafi náð að fanga anda tónlistammræðunnar á seinni hluta sjötta áratugarinns með ljóði sínu sem var þó samið mörgum áratugum fyrr og einkennist af sjálfstæðisbaráttunni, líkt og svo mörg ljóða Guðmundar. Hvort siðgæðið hafi verið spillt og sakleysið villt er hins vegar annar handleggur og ekki ætlunin að svara því hér. Flestir hljóta þó að líta svo á að fjölbreytt menning, jafnt innlend sem erlend, hafi blómstrað hér á síðastliðnum fjömtíu ámm og að ffelsi landsmanna hafi aukist til muna í menningarmálum. Samhliða þessari þróun hefur þjóðemiskennd breyst og vægi hennar í opinbemm umræðum minnkað. TIL VÍSANIR i Gunnar Stefánsson: Útvarp Reykjavík. Saga Rikisútvarpsins 1930-1960. Reykjavík, 1997, bls. 395 og 400-404. Sjá einnig Hampf, Robert: Nytta och nöje. Attityder till radio pá Island 1924-1997. Ábo, 1997, bls. 100-107. ii Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Ríkisútvarpið og tónlistin”. XIII. tónlistarhátið Norðurlanda. 13.-17. júní 1954. Reykjavík, 1954, [bls. ekki getið]. iii Útvarpstíðindi, 5. árg., 11. tbl.. 1943, bls. 201. iv Útvarpstíðindi, 5. árg., 9. tbl.. 1943, bls. 164. v Útvarpstíöindi, 5. árg., 8. tbl.. 1943, bls. 136 og 140. Það voru lesendur blaðsins sem sendu inn svör sín. vi Siguringi E. Hjörleifsson: „Útvarpið og íslenzk tónlist”. Timinn, 9. apríl 1953, bls. 4. vii Björgvin Guðmundsson: Opið bréf til tónlistardeildar útvarpsins vegna óþjóðhollra starfshátta. Akureyri, 1951, bls. 3. viii Sama heimild, bls. 4 og 23. ix Sama heimild, bls. 10-11. x Siguringi E. Hjörleifsson: „Útvarpið og íslenzk tónlist“, bls. 4. Meira um baráttu hins þjóðlega og hins æðra innan Ríkisútvarpið í Bjarki Sveinbjömsson: Tónlistin á íslandi á 20. öld. Með sérstakri áherslu á upphaf og þróun elektrónískar tónlistar á árunum 1960- 1990. Aalborg, 1997, bls. 61-73. xi Alþingistiðindi [hér eftir Alþt.] 1951. A, 469-470. Hafa ber í huga að bandaríski herinn hafði um tíma útvarp á íslandi í stríðinu og var það talið ýta undir „ástandið“. Hampf, Robert: Nytta och nöje, bls. 64. xii Þjóðviljinn, 8. maí 1951, bls. 8. 23 ámm síðar töldu Alþýðubandalagsmenn það enn vera einn af lágpunktum menningarlífsins þegar Kanaútvarpið fékk starfsleyfi. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Ásamt lögum flokksins og ágripi af sögu hans. Gefiö út samkvœmt samþykktum 3ja landsfundar Jlokksins, sem haldinn var í nóvember 1974. Reykjavík, 1975, bls. 70-71. xiii Alþt. 1951. A, 469. xiv Alþt. 1952. A, 322. Tillögur gegn Keflavíkurútvarpinu vom svo fluttar nær árlega á Alþingi fram á sjöunda áratuginn, meðal annars sem hluti af tillögum gegn herstöðinni. Hampf, Robert: Nytta och nöje, bls. 66. x\ Alþt. 1952. D, d. 205. xvi „Menning og vamir“. Helgafell, 6. árg., 3. tbl.. 1954, bls. 4-12. xvii Hampf, Robert: Nytta och nöje, bls. 67-68. Gunnar Stefánsson minnist ekki á Keflavíkurútvarpið einu orði í bók sinni Útvarp Reykjavik. xviii Hampf, Robert: Nytta och nöje, bls. 67-70. xix Gestur Guðumundsson: Rokksaga íslands. Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna. Reykjavík, 1990, bls. 14, 16 og 25-27. xx Hversu þjóðleg harmoníkku- og karlakórslög em, skal ekki íullyrt hér. Hvemig það atvikaðist að harmoníkka varð að þjóðlegu íslensku hljóðfæri er spuming sem enn er ósvarað. xxi Gestur Guðumundsson: Rokksaga íslands, bls. 15 og 25-27. xxii Sama heimild, bls. 37-38 og 44. xxiii Gunnar Láms Hjálmarson: Eru ekki allir i stuði? Saga rokksins á siðustu öld. Reykjavík, 2001, bls. 9. xxiv Vikan, 20. árg., 28. tbl.. 1958, bls. 15. Um samþættingu seinni tíma rokks og íslensks menningararfs: Gestur Guðmundsson: „Icelandic rock music as a synthesis of intemational trends and national cultural inheritance“. Young. Nordic Journal of Youth Research. 1. árg., 2. tbl.. 1993, bls. 48-63. xxv Morgunblaðið, 28. feb. 1957, bls.8. xxvi Alþýöublaðið, 6. mars 1957, bls. 7. xxvii Morgunblaðið, 26. feb. 1957, bls. 6. Mikill fjöldi mótmælabréfa barst blaðinu vegna þessara skrifa og vom aðeins nokkur þeirra birt dagana á eftir. xxviii Alþýðublaðið, 6. mars 1957, bls. 7, Þjóðviljinn, 3. mars 1957, bls. 12 og Morgunblaðið, 5. mars 1957, bls. 6. Síðast nefhda greinin er skrifuð af „einni 16 ára“. xxix Gestur Guðmundsson: Rokksaga íslands, bls. 36-37, Morgunblaðið, 2. mars 1957, bls. 6 og 5. mars 1957, bls. 6. Hætt er við að „sjoppuhangs“ þætti hvorki hættulegt né fréttnæmt í dag. xxx Morgunblaðið, 9. mars 1957, bls.12. xxxi Alþýðublaðið, 24. feb. 1957, bls.2. xxxii Gestur Guðmundsson: Rokksaga íslands, bls. 46-47. xxxiii Reyndar segir í Alþýðublaðinu, 12. apríl 1957, bls. 12, að mikil sala hafi verið á laginu og það vinsælt í þriðjudagsþætti útvarpsins áður en það var bannað. xxxi\ Alþýðublaðið, 27. apríl 1957, bls. 3. xxxv Alþýðublaðið, 8. maí 1957, bls. 4. xxxvi Sama heimild, bls. 8. Við hlið þessa ljóðbrots er nýtt upplag af Vagg og velta auglýst af Fálkanum og er þar gert út á bann útvarpsins og deilumar í kringum það. 16 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.