Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 21
Frelsi viljans f Þriðja rfldnu í júní 1934 bauð Heinrich Himmler honum vinnu hjá öryggissveitum nasista, SS (Schutzstaffel). Höss var í vafa lengi vel en hermannsstarfið hafði átt svo vel við hann að hann lét slag standa. Siðla árs 1934 fór Höss til Dachau, sem voru fyrstu þrælkunarbúðir Þriðja ríkisins. Hann segir svo frá í ævisögu sinni að hefði hann ekki þegið starfíð, hefði einhver annar gert það. Þar af leiðandi hefðu sömu glæpir verið ffamdir, hvað sem þátttöku hans leið. Strax á fyrstu blaðsíðum bókarinnar spyr hann hvað er rétt og hvað er rangt og reynir að ná samúð lesenda. Honum fannst lífíð í búðunum skrítið og hann átti erfitt með að aðlagast því. Þar var áróður meiri en gerðist almennt í Þýskalandi gegn hvers konar minnihlutahópum svo sem samkynhneigðum, Vottum Jehóva en aðallega þó gyðingum. Þar var mikilvægt að geta mótað huga SS-manna að vilja flokksins og búa til undirgefna menn sem gerðu eingöngu það sem flokknum var þóknanlegt. Mest áhersla var lögð á það hve hættulegir gyðingar væru og hversu veika siðferðiskennd þeir hefðu. Gyðingar væru erkióvinir Þriðja ríkisins. Strax á fyrstu blaðsíðum bókarinnar spyr hann hvað er rétt og hvað er rangt og reynir að ná samúð lesenda. Viðurlög voru ströng við óhlýðni og brotum á reglum. Upp komst í Dachau um verslun milli fangavarða og gyðinga. Theodor Eicke, yfírmaður búðanna, refsaði báðum aðilum grimmilega og telur Höss þetta atvik sýna að enginn hefði getað óhlýðnast skipunum þótt hann hefði ekki geð í sér til að fylgja þeim." En hvernig vinnu voru fangaverðirnir að inna af hendi í þrælabúðum sem þessum? Fylgdu þeir skipunum möglunarlaust án þess að hugsa um afleiðingamar eða liðu þeir sálarkvalir dag og nótt? Höss bregður upp mynd af þremur gerðum fangavarða í ævisögu sinni: Sá fyrsti er slæmur, hann nýtur þess að pynta fangana og leggur metnað í að fínna upp nýjar aðferðir til pyntinga. Annar er góður og reynir að gera líf fanganna bærilegra. Sá þriðji er hlutlaus og gerir eingöngu það sem honum er sagt. Höss tekur dæmi af fanga sem er með kvef og dvelst í köldum klefa. Sá slæmi slekkur á kyndingunni, sá góði hækkar hitann eftir þörfum fangans og sá hlutlausi hækkar hitann en gleymir sér og fanginn situr uppi með verra kvef en áður. Höss segist hafa verið sá góði í þessu dæmi. Hann segir ffá því að þegar hann var í fangelsi árið 1924 ásamt félaga sínum, Martin Bormann, fyrir morð á stjómarandstæðingi, hafí honum fundist það lífsnauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafhi meðan á vistinni stóð. Þess vegna hafi hann síðar sett upp skilti með áletruninni Arbeit Macht Frei (Vinnan gerir þig frjálsan) yfir hlið útrýmingarbúðanna í Auschwitz. Það hafi eingöngu átt að vera fongunum hvatning. Höss segist hafa reynt að hvetja fangana til vinnu í stað þess að beita sama áróðri og Eicke hafði gert sem búðastjóri í Dachau. Eicke hafði sagt að gyðingar væm óvinir Þriðja ríkisins og þeim skyldi refsað. Rauði þráðurinn í bók Höss er sá að í Þriðja ríkinu hafi menn ekki komist upp með að óhlýðnast skipunum, það hafi aðeins verið um eitt að velja; að hlýða. Rauði þráðurinn í bók Höss er sá að í Þriðja ríkinu hafi menn ekki komist upp með að óhlýðnast skipunum, það hafi aðeins verið um eitt að velja; að hlýða. Snemma árs 1938 var Höss boðin stöðuhækkun og flutningur ffá Dachau. Þá segist hann hafa íhugað að beijast fyrir því að fá að vinna annars staðar en í þrælabúðum, það líf hafi ekki átt við hann. Hann átti nú í innri baráttu um hvort hann ætti að hlusta á sannfæringu sína eða halda hollustu sinni við SS-liðið og Þriðja ríkið. Færanlegur gálgi sem notaður var til að hengja fanga sem taldir voru líklegir til að valda vandræðum. í ágúst sama ár þáði Rudolf Höss stöðu búðastjóra í Sachsenhausen sem vom þrælabúðir nasista 34 km norður af Berlín. Dauðarefsingum fór fjölgandi effir að stríðið hófst og stjómaði hann sjálfur einni af aftökusveitum búðanna. Hann segist hafa þurft að nota aftökusveitina nánast á hverjum degi. Yfirleitt vom það fangar sem vildu ekki vinna eða skemmdarvargar sem vom drepnir af sveit Höss. En af hverju var tekið svo hart á minniháttar brotum innan þælkunarbúðanna? Höss segir að hræðsla við byltingu í þrælkunarbúðum hafi verið mikil og því hafi verið gefin sú skipun að starfsmenn ættu að vera sérstaklega harðir og strangir við fangana til að bijóta niður alla löngun til uppreisnar. Eitt sinn sat Höss á spjalli við einn fangavörð um dauðarefsingar. Stuttu síðar var þessi sami fangavörður sendur til hans i jámum og þurfti Höss að leiða hann fyrir aftökusveit sína. Ástæðan fyrir dauðarefsingunni var sú að fangaverðinum hafði verið skipað að fara með fanga á dauðadeild en hann kannaðist lítið eitt við hann svo hann leyfði honum að kveðja fjölskyldu sína. En fanginn fór út bakdyramegin og flúði. Liðsforinginn var handtekinn í höfuðstöðvum SS.V Með þessu er Höss að segja okkur að hann hafi neyðst til þess að hlýða skipunum, annars yrði hann rekinn, honum varpað í fangelsi eða hann tekinn af lífi. Er þá skárra að fylgja skipunum sem em glæpsamlegar en að taka áhættuna á ofantöldum afleiðingum, fylgi maður þeim ekki? Er nokkuð annað hægt? Snemma árs 1940 var Höss boðið yfirmannsstarf í Auschwitz. Hann þáði það og fullyrti að hann hafi vonast til að geta mótað búðimar eftir sínu eigin höfði en hafi eingöngu fengið með sér menn sem vom gegnsýrðir af hörkulegum aðferðum Eickes. Eins og áður sagði hafði Höss sjálfur dvalið i fangelsi í fimm ár eftir fyrri heimsstyijöld og vissi hvemig það var að vera innilokaður. Hann vildi því, að eigin sögn, reyna að gera líf fanga innan múranna betra fyrst hann var orðinn stjómandi. Honum tókst samt ekki að móta Auschwitz eins og hann vildi vegna þess að undirmenn hans sýndu fongum eingöngu hörku og jámaga Þriðja rikisins. Hann þurfti náttúmlega sjálfur að fylgja skipunum yfirmanna sinna. Enda sagði Höss að raunvemlegur yfirmaður þrælkunarbúða væri ekki maðurinn í brúnni, sem hann var þá Sagnir 200519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.