Sagnir - 01.06.2005, Síða 67

Sagnir - 01.06.2005, Síða 67
Helgir steinar AÐ GERAST NUNNA Við inngöngu í klaustur unnu konur klausturheitin þrjú um hlýðni, skírlífi og fátækt en auk þeirra gengust íslenskar nunnur undir boðorð heilags Benedikts um klausturlíf; að biðja og vinna.viii Stúlkur gengu yfirleitt í klaustur 14-15 ára gamlar. Fyrst í stað voru þær við almennt nám en síðan tók við reynslutími til að búa þær undir klausturlífið. Samkvæmt Páli postula var það guði þóknanlegra að konur legðu stund á hreinlífi en að þær gengju í hjónaband. Sáluhjálp var mikilvægari í hugum kirkjunnar manna en viðhald mannkynsins. Margar konur hafa gengið í klaustur af trúarástæðum í samræmi við þessa hugmynd.ix Trúarsannfæringin ein dugði þó ekki til. Við inngöngu í klaustur þurfti verðandi nunna að greiða með sér til klaustursins. Þetta gjald var kallað forgift. Þama var um svo háar fjárhæðir að ræða að það var aðeins á færi stöndugustu bænda að senda dætur sínar og frændkonur í klaustrin. Ingibjörg Benediktsdóttir gekk í klaustrið á Reynisstað í kringum 1340. Með henni fylgdi forgift upp á 40 hundruð.x Konur af góöum ættum gátu ekki gifst niður fyrir sig og þar sem konur voru ívið fleiri en karlar, áttu margar þeirra erfitt með að finna ásættanlegan maka. Ef þær giftust ekki var eini sómasamlegi kosturinn að gerast nunna. Naína hennar Ömólfsdóttir gekk í sama klaustur 1378. Hennar forgift var jafn há en átti að greiðast með afborgunum næstu fjögur ár eftir að hún kom í klaustrið.” Jón rauði erkibiskup lagði bann við því árið 1280 að forgift væri skilyrði fyrir inngöngu í nunnuklaustur. Þó var áfram leyfilegt að gefa með sér. Þetta bann virðist þó litlu hafa breytt í raun.xii Þær konur sem gátu greitt fyrir inngöngu í klaustrin, gerðu það af ýmsum ástæðum auk trúarsannfæringar. í Noregi vom flest nunnuklaustur stofnsett af konungum og öðmm höfðingjum. Fyrstu nunnumar vom því oft dætur þeirra, mæður, systur og frænkur. Konur af góðum ættum gátu ekki gifst niður fyrir sig og þar sem konur vom ívið fleiri en karlar, áttu margar þeirra erfitt með að finna ásættanlegan maka. Ef þær giftust ekki var eini sómasamlegi kosturinn að gerast nunna. Nunnur nutu mun meiri virðingar en ógiftar heimasætur. Þar við bættist að forgift til klausturs var lægri en heimanmundur, svo að bammargar fjölskyldur gátu sparað með því að gifta bara elstu dætumar og senda þær yngri í klaustur.x,ii Klaustrin gegndu þannig því hlutverki ffá byrjun að vera nokkurskonar hæli fyrir ógiftar hefðardömur. Einhleypar konur meðal bænda og handverksfólks áttu auðveldara með að finna sér sess í samfélaginu.xiv í Svíþjóð og Danmörku em líka dæmi um að konur af höfðingjaættum væm sendar í klaustur til að tryggja öryggi þeirra á stríðstímum." Mest virðist þörfin fyrir nunnuklaustur hafa verið í Danmörku. Árið 1250 vom þar 22 nunnuklaustur á móti 31 munkaklaustri. Á sama tíma vom fimm nunnuklaustur og fjórtán munkaklaustur í Noregi og á íslandi var þá aðeins systraklaustrið á Kirkjubæ en fimm munkaklaustur."' Þegar klausturlíf stóð í mestum blóma á íslandi á 14. öld voru klaustrin mjög auðugar og valdamiklar stofnanir, með jarðeignir og ítök vítt og breitt um landið. Sumar konur gerðust nunnur við fráfall eiginmanna sinna. Guðrún Þorláksdóttir, ekkja Hafur-Bjamar Styrkárssonar, gerði það, enda vom þau hjónin mjög auðug og Guðrún heíur sjálfsagt gefið vel með sér.xvii Ef annað hjóna gekk í klaustur, þurfti hitt að gera það líka. Eitt dæmi er Brot úr altarisklæði frá Hóladómkirkju sem hefur líklega verið saumað á Reynisstað. til ffá Noregi á fjórtándu öld þar sem kona að nafni Ragna neitaði að ganga í klaustur þótt maðurinn hennar gerðist munkur. Þessi óhlýðni Rögnu olli miklu uppnámi, bæði meðal kirkjunnar manna og veraldlegra höfðingja. Sérstaklega var lagt hart að henni að gangast undir skírlífisheit, en það bendir til þess að meginástæða þess að koma henni í klaustur hafi verið sú að koma í veg fyrir að hún giftist affur og dreifði þannig eignum ættarinnar. Að lokum lét hún undan, vann heitið og gerðist próventukona í klaustri í Bergen.xviii I öðmm kafla Festaþáttar Grágásar segir: „Eigi skal faðir neyða dóttur sína til ráða ef hún vill vígjast láta til nunnu“.x“ Þama virðist sem konur af hærri stigum hafi a.m.k. lagalega haff val um það hvort þær giffust eða gengu í klaustur og átt með því undankomuleið frá slæmum ráðahag. Þó hlýtur fjölskyldan að hafa ráðið í raun, einkum ef miklir hagsmunir vom í húfi við giffinguna. Það virðist líka hæpið að klaustur hafi tekið við konum sem komu þangað í óþökk fjölskyldna sinna, þá væntanlega án forgiftar. ABBADÍSIR OG STJÓRN KLAUSTRA Abbadísir vom kosnar af systrunum og biskup staðfesti síðan kjörið. Þær þurftu að vera af góðum ættum, orðnar 30 ára og hafa verið minnst þrjú ár í klaustri. Abbadísir þurftu að hafa góða undirstöðumenntun í kristnum ffæðum, enda var það þeirra verk að uppfræða systumar í klaustrinu. I samræmi við þessar reglur var Halldóra Eyjólfsdóttir, fyrsta abbbadísin á Kirkjubæ, ekki vígð fyrr en þrem ámm effir stofnun klaustursins." Sem abbadísir fengu konur tækifæri til stjómunarstarfa. Staða abbadisarinnar fól í sér mikla ábyrgð, enda var mikil umsýsla í kringum jarðeignir klaustursins. Abbadís réði öllu innan klausturveggjana og Sagnir 2005 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.