Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 63
Bamavemd á 19. öld
fylgjast með því að ekki sé brotið á baminu eða því mismunað á annan
hátt sem erfíðara hefur verið í framkvæmd. Ekki er gott að segja hvort
hreppstjórar hafi í raun reynt að vinna samkvæmt hugmyndum
Magnúsar en eitt er víst að hver og einn hefur haft sína eigin mælistiku
á það hvað taldist gott eða illt atlæti þegar böm áttu í hlut, ekki síst
ómagar.
HREPPSTJÓRINN KALLAÐUR ÞJÓFUR OG RÓGBERI
Ólíkar mælistikur á hvað kallast góður eða slæmur aðbúnaður fyrir
böm tilheyra ekki fortíðinni. Helst er fjallað um bamavemdarmál á
íslandi í dag þegar foreldrar koma fram í fjölmiðlum og kvarta undan
afskiptum yfirvalda af uppeldi bama þeirra. Bamavemdamefndir em
sagðar rangtúlka, misskilja og ljúga í þeim tilgangi einum að taka böm
frá foreldrum sínum.
Kristján Bjömsson sem bjó á Hrappshólum í Kjósarsýslu árið 1848
hafði ekki aðgang að fjölmiðlum en hann þurfti að mæta fyrir dómara
og var kærður fyrir:
[Ijllyrði, höfð við og um hreppstjóra ... þegar hann að boði
sýslumanns... kom að heimili ákærða þess erindis að sækja
þangað dóttur þess, Kristínu á 8. árinu, er hlutaðeigandi
sóknarprestur hafi borið sig um það fyrir sýslumanni að
stúlkubam þetta fengi ekki í foðurhúsum þá uppfræðingu, sem
vera bæri, þess vegna skorað á yfirvaldið, að stúlkan yrði burtu
tekin og komið fyrir á öðmm betri stað.”
Ekki kemur fram hvað miður fór í uppeldi bamsins en Kristján
kallaði hreppstjóra þjóf vegna þess að honum fannst að verið væri að
stela baminu frá sér og rógbera vegna þess að hreppstjórinn hefði rægt
sig fyrir uppeldi á baminu. Hann var sýknaður á þeirri forsendu að hann
hefði verið í mikilli geðshræringu þegar orðin féllu en ekki fylgdi
sögunni hvað um Kristínu varð.
Málið sýnir að inngrip yfirvalda í líf fólks hefur ekki síður kallað
ffam sterk viðbrögð á 19. öld en á þeirri 21.
Kristján kallaði hreppstjóra þjóf vegna
þess að honum fannst að verið væri að
stela barninu frá sér og rógbera vegna
þess að hreppstjórinn hefði rægt sig
fyrir uppeldi á barninu.
LAGASETNING Á 19. ÖLD
Árið 1834 gengu i gildi svonefnd fátækralög sem höfðu meðal
annars að geyma ákvæði er vörðuðu böm sérstaklega. Magnús
Stephensen hafði látist árið áður en það er ffóðlegt að skoða hvort
hugmyndir hans um mannúð og skilning fátæklingum til handa finnast
í lögunum.
Með fátækralögunum árið 1834 þrengdist sá hópur bama sem
hreppstjórum og prestum bar að hafa eftirlit með samanborið við
húsagatilskipunina:
Böm sem hvorki eiga foður né móður ellegar sem vegna
foreldranna ástands eða siðferðis, ekki geta hjá þeim notið
fósturs eða uppeldis... eiga... að setjast niður hjá hveijum
vissulega má til ætla að með þau sé farið með skynsamlegri
umhyggju fyrir þeirra velferð... Bæði hreppstjóri og prestur
eiga að hafa nákvæma tilsjón þarmeð, að svo fósturforeldrar
slíkra bama... forsvaranlega aðgæti skyldu sína. Finnist nokkur
brestur þar á... hvarhjá hlutaðeigendur eiga að sæta
tilhlýðlegum ákærum.”’
Ekki em þessi lög jafn nákvæm og hreppstjóra-instmx Magnúsar
sem sagði hreppstjómm að vinna starf sitt af alúð og taldi upp þá þætti
sem þeir áttu að hafa effirlit með, s.s fæði, þrifurn, fótum og síðast en
ekki síst að baminu væri ekki mismunað.
Samkvæmt fátækralögum bar hreppstjórinn ábyrgð á velferð þeirra
bama sem hann setti niður hjá vandalausum og átti að hafa eftirlit með
þeim þó tekið sé fram að presturinn eigi „sér í lagi að skipta sér af
slíkra bama uppfræðingu.'1”"
Með sveitarstjómarlögunum sem sett vora 1874 lauk svo endanlega
einveldi hreppstjóranna sem hófst með „Hreppstjóra-instruxinu" sem
og eftirlitsskyldu hreppstjóra með fátækum bömum sem færðist alfarið
í hendur prestastéttarinnar.
Samkvæmt hinum nýju sveitarstjómarlögum tóku hreppsnefndir
við störfum hreppstjóranna og um leið stjóm fátækramála en um þau er
fjallað í 14. gr. laganna. Þar segir að sóknarpresturinn eigi að hafa
tilsjón „um uppfóstur og uppeldi bama... hvort sem presturinn er í
hreppsnefndinni eða ekki.“<viii Þess er ekki getið hvort um öll böm sé að
ræða en greinin fjallar um fátækramál svo ætla má að sjónum sé beint
að þeim hópi. Þegar kemur að bæjarstjóm Reykjavíkur er orðalagið
skýrara því þar skal sóknarpresturinn „taka þátt í umræðum um þau mál
er snerta uppeldi og kennslu fátækra bama.“x“
Eins og dómsmálið um drenginn Guðmund hér að framan sýnir
vom ekki alltaf tengsl á milli illrar meðferðar á bömum og fjárhags
foreldra en í lagasetningu 19. aldar vom þessi þættir óaðskiljanlegir.
Ekki er hægt að merkja mikil áhrif frá Magnúsi Stephensen um
mannúð og skilning í fátækralögunum og kröfur hans um ábyrgð og
skyldur yfirvalda gagnvart þeim bömum sem foreldrar beittu ofbeldi
em ekki merkjanlegar í dómum sem féllu eftir hans dag.
DAUÐI GUÐBRANDS
Drengurinn Guðbrandur Sigurðsson lést árið 1859, þá á 13. ári.
Móðir hans var þá látin en hann hafði alist upp hjá foður sínum, Sigurði
Salómonssyni, og eiginkonu hans, Guðbjörgu Hákonardóttur, á bænum
Miklaholti í Mýrasýslu.
Sá orðrómur var á kreiki i sveitinni að bömin í Miklaholti væm öll
mögur og litu illa út, sérstaklega þrír elstu drengimir sem Sigurður átti
með fyrri konu sinni. Vegna orðrómsins ákvað Jón Sigurðsson bóndi í
nágrenninu að taka Guðbrand í sína vörslu sem hann og gerði með
samþykki foreldra. Þegar Guðbrandur kom til Jóns var hann svo
horaður og máttlaus að hann gat hvorki klætt sig í eða úr án hjálpar né
heldur gengið óstuddur. Hjálpin kom of seint og þótt hann fengi alla þá
umönnun og hjúkmn sem unnt var að veita honum lést hann skömmu
síðar.
Áður en Guðbrandur lést hafði Jón bóndi kallað hreppstjórann á
sinn fund þannig að hann gæti sjálfur séð útlit drengsins en það var ekki
fyrr en eftir dauða Guðbrands að hreppstjórinn og sóknarpresturinn
gripu til aðgerða. Bömunum sem enn vom á Miklaholti var þá
ráðstafað annað og sýslumanni skrifað bréf þar sem honum var sagt ffá
andláti Guðbrands. Sýslumaður kvaddi til héraðslækninn sem komst að
þeirri niðurstöðu að „Guðbrandur hefði dáið af því, að hann um lengri
tíma hefði haft skort á nægilegri og hollri fæðu, sem og vantað hæfilega
þjónustu, aðhjúkmn og eftirlit.““
Hjónin Sigurður Salómonsson og Guðbjörg Hákonardóttir vom
því dregin fyrir dómstóla og fór málið fyrir þrjú dómsstig áður en yfir
lauk.
JÁTNING FORELDRA
Fyrst kom málið fyrir sýslumanninn í Mýrasýslu sem dæmdi hjónin
hvort um sig til 3x27 vandarhagga fyrir illa meðferð á syni Sigurðar og
stjúpsyni Guðbjargar, auk þess sem þeim var gert að greiða allan
málskostnað.'”1
Amtmaður skaut þeim dómi til landsyfirréttar og í málsskjölum
réttarins kemur fram að Sigurður og Guðbjörg játuðu að hafa gert með
sér samkomulag um að láta Guðbrand sæta þeirri meðferð sem ffam
kemur í ákæm. Einnig að þau hafi séð fram á afleiðingar gjörða sinna
fyrir Guðbrand sem beið slíkt tjón af þeirra hendi að honum var ekki
við bjargandi þrátt fyrir viðleitni Jóns Sigurðssonar honum til bjargar.
Sér til málsbóta sögðu þau að þröngt hafi verið í búi, þau fyrirvarið
sig fyrir að leita sveitastyrks og því hafi þau hert sína eigin sultaról sem
og bamanna. Rétturinn taldi þeim það ekki til málsbóta að önnur böm
þeirra vom líka mögur þegar þau vom tekin af heimilinu og telur
einnig að þau hefðu getað komist hjá matarskorti án þess að leita
sveitastyrks. Röksemdir fyrir möguleikum Sigurðar og Guðbjargar til
að komast hjá matarskorti em ekki tíundaðar í málsskjölum og í stað
Sagnir 2005 61