Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 51
Hinn varanlegi eílffi friður á jðrðu eða Napóleons mikla/""' I raun er blaðið að draga fram hversu konur hafa verið vanmetnar hingað til í sögu mannkyns og sýna fram á að konur geti vel tekið að sér ábyrgðarstörf og leyst þau vel af hendi - jafnvel betur en margur karlmaðurinn. Undirtónninn er því ekki aðeins að stríð verði ekki háð án kvenna heldur er það enn og aftur krafan um kosningarétt kvenna sem liggur að baki.“x'v í raun er blaöið að draga fram hversu konur hafa verið vanmetnar hingað til í sögu mannkyns og sýna fram á að konur geti vel tekið að sér ábyrgðarstörf og leyst þau vel af hendi Þrátt fyrir andstyggð blaðsins á ófriðnum var hann þó ekki einungis til ills. Stríðið hafði ekki aðeins fært konum full stjómmálaréttindi til jafns við karla heldur einnig reynslu í að nota hæfileika sína og starfskrafta: Þetta hefír haft þann árangur, að augu stjómendanna em farin að ljúkast upp fyrir hæfileikum kvenna. Hvert landið og þjóðfélagið á fætur öðm viðurkennir þær sem jafhréttháa borgara og karlmennina. Það em ávextimir af hinni ósérhlifnu þátttöku þeirra í þjóðfélagsstörfimum.x“v framtíðarsýn kvennablaðsins Sú bjartsýni sem ríkti á síðum blaðsins í desember 1918 og sú von um að nú myndi „sannur og varanlegur ffiður milli allra þjóða“ vera tryggður,’°“vi átti eftir að taka snögga dýfu strax í upphafí árs 1919 þegar fféttir af hörðum friðarskilmálum bandamanna fóm að berast til landsins. Óhætt er að segja að allnokkurt sannleikskom hafi falist i eftirfarandi orðum ritstjóra, sem óttaðist að friðargjörðin myndi ala á „heift og hefndargimi“ hinna sigmðu þjóða og væri þar með vísirinn að nýrri styijöld: En af öllum þeim ógreinilegu ffegnum, sem hingað berast af afarkostum þeim, sem bandamenn setji sigmðu þjóðunum, einkum Þýzkalandi, þá má varla vænta þess að alþjóðafriðarfundur kvenna eða karla, sem standa fyrir utan alla þessa hemaðarþjóðapólitík muni hafa mikið að segja. Meginregla sigurvegaranna virðist muni vera að láta kné fylgja kviði, og fylgja þannig hinni gömlu rómversku reglu, að sigraðir menn verði að gera sér alt að góðu. Hvenær mýkjast siðimir? Hvemær verður siðmenning þjóðanna meira en litur, yfir uppmnalega villimannaeðlinu?"™' Bríet gagnrýnir ekki aðeins friðarskilmálana heldur beinist gagnrýni hennar einnig að konum sigurþjóðanna, einkum Englands og Frakklands, sem neita að sýna konum hins sigraða Þýskalands miskunn. Blaðið fjallar hér um neyðaróp þýskra kvenna til bandamanna og segir ffá áskomn Ellen Key þar sem hún fer ffam á að bandamenn mildi ffiðarskilmálana enda séu líf milljóna kvenna og bama i húfi. Bríet á erfitt með að skilja viðbrögð og kuldalegt svar bandamannakvenna og spyr hvort þær geti „algerlega hreinsað sig af því að hafa ekki hrifist neitt með af hernaðarbrjálseminni?" Síðan segir ntstjóri: Það sorglega og hræðilega við þetta ... er ... að þær virðast enn þá snortnar af hemaðargrimdinni. Þegar menn vakna eftir trölladans striðsins, þá virðist sem þær hafi vaknað upp til haturs og hefndar, í stað þess að vakna til umburðarlyndis og mildi.*"™ Ritstjóri vildi heldur sjá „ffanskt göfuglyndi í sínum fylsta ljóma“ og „enska kvenlega samábyrgðartilfínningu“ en hefndarþorsta kynsystra sinna: „Menn rísa ekki á fætur eftir slíkt bænar knéfall, sem hefír fengið nei, án þess að hafa fengið stungu í hjartað, og sá broddur situr þar lengi.“”““ Áhyggjur ritstjóra árið 1919 em vissulega réttmætar enda er það skoðun margra að þessi óánægjubroddur i hjarta þýsku þjóðarinnar hafi átt stóran þátt í að kveikja enn stærra og mannskæðara ófriðarbál - einungis tveimur áratugum síðar. Á hinn bóginn virðist ritstjóri ekki velta því mikið fyrir sér af hverju öll samvinnan og friðarboðskapur kvenna þvert á þjóðemi og ófriðarlínur hafi horfið, svona rétt í lok stríðsins. Þrátt fyrir þessar áhyggjur blaðsins af friðarsamningunum var ekki laust við að ánægjan vegna útbreiðslu kosningaréttar kvenna um allan „heim“ yfirskyggði allt annað enda von um að þegar konur væm loks komnar til valda til jafhs við karlmenn væri hægt að afstýra öllu heimskulegu stríðsmangi. Hér ber að hafa tvennt í huga sem að mati Konur tóku að sér mestu erfiðisvinnu á meðan karlarnir börðust á vígvellinum. ritstjóra myndi breyta heimsmyndinni: nýir tímar em að renna upp og nýjar lífsstefnur að gera sig gildandi. Hið mikla veraldar-stríð hefir svo að segja gjörbreytt öllum hugsunarhætti og venjum. ... Það, sem fyrst vekur eftirtekt vora í þessu tilliti, em hinar tvær nýju stefhur eða hugsjónir, sem nú virðast vera að fá byr í seglin. Það er allsherjar-þjóða sambandsfélagsskapur, og jafnrétti kvenna og karla. En gmndvöllurinn undir þessum tveimur stefhum er sá sami. Það er friðarhugsjónin/1 Hér nær bjartsýnin aftur tökum á baráttukonunni sem hélt um pennann, því þrátt fyrir hörmungar stríðsins hafði það þó fært konum um víða veröld hinn eftirsóknarverða kosningarétt - pólitísk áhrif sem myndu í framtíðinni koma í veg fyrir annað eins ófriðarbál. Sú hugmynd Bríetar að stríðið hafi á margan hátt frelsað konur er vel í samræmi við hugmyndir flestra samtímakvenna um áhrif striðsins. í lok áttunda áratugs tuttugustu aldar og í bytjun þess níunda fóm menn á hinn bóginn að draga þessi frelsunaráhrif í efa. Var á það bent að þessar breytingar hafi eingöngu verið tímabundnar og fljótlega hafi konur verið komnar í svipaða stöðu og fyrir stríð.11" Ekki verður tekin afstaða hér til þessara frelsunaráhrifa striðsins en þó er rétt að geta þess að á áttunda áratugnum þegar sagnfræðingar spurðu konur sem upplifðu striðið, um þessi mál virðast flestar hafa verið á þeirri skoðun Saqnir 2005 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.