Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 88
Ahríf veðurfars á landbúnað og sjávanítveg á fyrri öldum
Sigurður í ljósi baráttu þjóðarinnar við náttúruöflin.xiv
Hnignun í híbýlagerð rekur Sigurður til versnandi loftslags, auk
skorts á timbri. Einnig er vert að gefa vali landnámsmanna á
bæjarstæðum gaum. Þeir reistu sér sumir hverjir bæi langt inni á landi
- lengra en nokkru sinni hefur síðar verið búið. Fjölmargar leifar
heiðarbýla hafa fundist til dæmis þar sem heitir Hraunþúfuklaustur,
aðeins 20 km norður af Hofsjökli í 410 m hæð yfir sjó. Vitaskuld þurfti
loftslag ekki að versna til að heiðarbýli legðust af enda var
landnámsmönnum ekki fyllilega ljóst hvar byggilegt væri og hvar
óbyggilegt.’"'
GRÓÐUREYÐING
Lengi hafa menn haft fyrir satt ummæli Ara fróða að ísland hafi
verið viði vaxið milli fjalls og fjöru er landnám hófst. Vísindalegar
sannanir á breytingum á gróðurfari verða þó ekki kunnar fyrr en á 20.
öld. Arið 1934 hófu Sigurður Þórarinsson og Hákon Bjamason að safna
heimildum í öskulagatímatal sitt. Síðan hafa verið gerðar mælingar á
frjómagni í fomum jarðlögum og birtast niðurstöður þeirra mælinga í
grein Þorleifs Einarssonar í Sögu 1962.™ Þær helstu em að uppblástur
hafi hafist snemma á sögulegum tíma og áfokið sest fyrir í mýmm. Sýni
vom meðal annars tekin úr Borgarmýri, austan við Elliðaár, en þau
benda til þess að flest holt í nágrenni Reykjavíkur hafi varið nær örfoka
laust eftir 1500. Uppmnalega merking orðsins holt er skógur, sbr. Holz
í þýzku. Flest „holt“ landsins em nú sem kunnugt er gróðursnauð.™1 Af
sýnum sem tekin voru við Skálholt að dæma hefúr skógurinn eyðst
hratt við landnám því birkifrjóum fækkar skyndilega úr 35% i 10%.
Þetta hlutfall hélst ffam á 17. öld er enn meiri fækkun birkifrjóa varð
svo þau urðu ekki fleiri en 5% eftir það. Sömu sögu er að segja af
víði.™11 Eftir 1600 jókst uppblástur jarðvegs og gróðurlendis mjög.’l“
Við landnám vom 3/4 hlutar lands grónir, þar af 1/4 viði vaxinn, en nú
er hlutfall gróðurlendis innan við fjórðungur svo 2/3 alls gróðurlendis
hefur eyðst vegna breytinga á loftslagi og áhrifa mannsins.xx
Jarðvegseyðing verður einkum vegna vinda og vatns, þar með talið af
völdum frostskemmda.™ Bygging landsins er líka afdrifarík. Fyrir
landnám var Island eina landið, utan Nýja-Sjálands, þar sem grasætur
af ætt spendýra höfðu ekki numið land.XXM Skyndilegt landnám hlýtur
því að hafa valdið straumhvörfúm í lífrikinu.
Fyrir landnám var ísland eina landið,
utan Nýja-Sjálands, þar sem grasætur
af ætt spendýra höfðu ekki numið
land.
Birkiskógurinn stóð þó höllum fæti við landnám því þá þegar hafði
skógurinn horfið úr mýram vegna kólnandi veðurfars. Þorleifur
Einarsson tekur í grein sinni til fleiri þætti en veðurfar sem höfðu áhrif
á eyðingu skógarins; einkum gegndarlausa nýtingu jafnt til eldiviðar
sem beitar. Sauðfjárrækt hefur oft á tíðum verið hrein og klár rányrkja
(og er sums staðar enn). Vetrarbeitin hefúr þó vafalaust komið harðast
niður á skóginum.xxili Eyðing skógarins flýtir fyrir jarðvegseyðingu,
meðal annars vegna þess að snjóa leysir mun fyrr í skóglendi en
graslendi. Á graslendi er viðbúið að snjórinn höggvi skörð i
jarðvegsþekjuna sem aftur býður heim hættu á uppblæstri. Auk þess
binda birki- og víðirætur jarðveginn.™1 Eyðing skógarins kann einnig
að hafa torveldað akuryrkju því skógurinn veitti henni skjól.
AKURYRKJA OG HEYHLÖÐUR
Mikið hefur verið skrifað um kornyrkju á fyrri öldum
íslandsbyggðar og ástæður þess að hún lagðist af. Af rannsóknum á
frjóum í jarðvegi að dæma fækkar komfrjóum er líður á þjóðveldisöld
uns þau hverfa alveg á 14. og 15. öld.xxv Komyrkja leggst að fúllu af um
miðja 16. öld. Ástæður þess að komyrkja lagðist af hefúr löngum
valdið mönnum heilabrotum. Að mati Sigurðar Þórarinssonar lögðu
Vestur-Skaftfellingar til að mynda af komyrkju um 1400 einfaldlega
vegna þess að meltekja varð ofan á.xxvi Að öðm leyti lítur Sigurður einna
helst til veðurfarsskýringa sem fyrr en kominnflutningur hafi þó átt
einhvem hlut að máli. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að komrækt
hætti fyrr á norðaustanverðu landinu en suðvestanlands, þrátt fyrir að
íbúar Suðvesturlands hafi átt mun meiri viðskipti við erlenda
kaupmenn en Norðlendingar.xxvu Þorleifur Einarsson er á sama máli og
telur að versnandi loftslag hafi ráðið mestu um að íslenskir bændur
lögðu sigðamar á hilluna en hann hafnar þó ekki þeirri skýringu að
ódýrt innflutt kom hafi átt hlut að máli.""0 Sagnffæðingurinn Gísli
Gunnarsson rekur ástæður þess að komyrkja lagðist af nær eingöngu til
breyttra verslunarhátta.™” Innflutningur ódýrs koms hingað til lands
hafði þær afleiðingar að komyrkja hérlendis borgaði sig ekki lengur
enda affaksturinn væntanlega lítill. íslensk komyrkja hefði verið kjörið
dæmi fyrir Adam Smith til að útskýra kenningar sínar í Auðlegð
þjóðanna: Suðlægari þjóðir geta framleitt kom með miklu minni
tilkostnaði en Islendingar. Því er eðlilegt að Islendingar flytji inn kom
en flytji á móti út verðmætar afurðir sem þeir geta ffamleitt best allra,
í þessu tilfelli skreið.
Eins og áður var nefnt er Island á mörkum þess að vera byggilegt
landbúnaðarland. Sturla Friðriksson reiknaði út að heyfengur á hektara
minnkaði um eitt tonn við hverja gráðu sem hitastig lækkar í
meðalárshita. Til að bæta gráu ofan á svart eykst heyþörfm, því hafa
þarf búpening lengur á gjöf.xxx Nýting ræður þó einnig miklu um
heyfeng. Aukinheldur gat útheysfengur orðið mjög góður þrátt fyrir að
kalt væri í ári og töðufengur brygðist líkt og Gísli Gunnarson bendir á
í grein sinni „Grasspretta, nýting og heyfengur“.xx” Páll Bergþórsson
hefúr komist að þessari sömu niðurstöðu, þ.e. að heyfengur af votlendi
hafi verið síður háður hitasveiflum en töðufengur.’XXM Hérlendis var líka
mjög algengt að heyforði eyðilegðist sökum þess að engar hlöður
fyrirfúndust. Hey var geymt í niðurgröfúm tóftum. Eggert Ólafsson
taldi þó að á fyrri öldum hefði heyhlöður verið að finna um land allt."x'M
í þessu sambandi er vert að spyrja sig þeirrar spumingar hvor
fullyrðingin vegi þyngra: Að eyðing heyforða stafi af vondum veðmm
eða skorti á hlöðum.xxxiv Svarið hlýtur að einhverju leyti að mótast af því
hvort viðkomandi er fylgjandi veðurfarsskýringum eður ei.
Skúli Magnússon áleit Móðuharöindin
vera af manna völdum. íslendingar
væru með öðrum orðum fastir í
vítahring framtaksleysis og fátæktar
en vitaskuld hefði einokunarverslunin
átt hlut að máli.
Á áranum 1784 - 85 féll 21,5% þjóðarinnar í einhverjum mestu
harðindum sem dunið hafa yfir hérlendis. Áður en þíðir vindar
upplýsingar bámst að ströndum landsins vom slíkir mannfellir álitnir
réttmætt syndastraff. Á 18. öldinni kvað við nýjan tón og Skúli
Magnússon áleit Móðuharðindin vera af manna völdum. íslendingar
væm með öðmm orðum fastir í vítahring framtaksleysis og fátæktar en
vitaskuld hefði einokunarverslunin átt hlut að máli.xxxv Hannes Finnsson
biskup taldi harðindin stafa af lélegu skipulagi og koma þyrfti upp
forðabúrum í hverju héraði. Undir orð Hannesar tók prófessor von
Eggers en hann kannaði aðstæður hér í kjölfar Móðuharðinda. Orðrétt
sagði hann að hungursneyðin stafaði af „klaufalegri tilhögun í stjóm
landsins og engu öðm“.xxxvi Þetta vom tímar búauðgisstefnunnar þegar
upplýstir stjómendur víðs vegar um heim tóku að átta sig á gildi
mannauðsins. Fleiri vinnandi þegnar höfðu í för með sér meiri
skatttekjur. Ríkið skyldi stuðla að verklegum framfömm og fyrirbyggja
hungursneyðir.
88 Sagnir 2005