Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 73
Staðamál fyrri og heimildagildi Oddaveija þáttar
veittar miklar réttarbæturÞau formlegu réttindi sem kirkjun i
Noregi fékk ú síðari hluta 12. aldar voru meðal annars þau að
konungarnir afsöluóu sér réttinum til aó hlutast til um biskupskjör og
rúóningu í hin ýmsu embœtti kirkjunnar."“ Kröfur kirkjunnar hlutu
góðan hljómgrunn meðal valdhafa fyrstu úr eftir setningu
erkibiskupsstóls í NiðarósL Fyrsta konungskrýningin i Noregi fór
fram veturinn 1163-64 þegar Eysteinn Erlendsson erkibiskup krýndi
hinn barnunga Magnús Erlingsson. Konungur varð lénsmaður Ólafs
helga, kórónan geymd í Nióarósdómkirkju og Noregur varð
erfðaríki. Því var það svo að aðeins tiu úrum frú stofnun
erkibiskupsstóls hafði erkibiskup tryggt sér œðstu völd i ríkinu, a.m.k
um stundarsakirÞað varþví einungis spurning um hvenœr íslenska
kirkjan yrði vör við þessa þróun.
ÍSLENSKA MIÐALDAKIRKJAN
Hin íslenska miðaldakirkja laut löggjafarvaldi goðaveldisins.
Biskupar hennar urðu æðstu menn þess, áttu sæti á miðpalli Lögréttu og
höfðu mikil áhrif á löggjöf og réttarfar.x í upphafi 12. aldar komst
kirkjan hér á landi í fastar skorður með formlegri skrásetningu
kirkjulaga þegar Kristinréttur hinn fomi var settur, að öllum líkindum
árið 1123.” í Kristinrétti hinum foma eru ákvæði um stöðu almennings
gagnvart kirkjunni og stöðu kirkjunnar gagnvart þjóðfélaginu. Um efni
þau er einungis snertu kirkju og klerka var fjallað í sérstökum
Fræðimenn hafa kallað 12. öldina
tíma hinna vígðu höfðingja.
skipunum biskupa en á hið innra skipulag kirkjunnar er ekki minnst.
Þar kom til kasta hinna veraldlegu laga þjóðveldisins.”1
Fræðimenn hafa kallað 12. öldina tíma hinna vígðu höfðingja.xiii
Margir goðanna vom sjálfir prestar við kirkjur sínar eða stjómuðu
a.m.k. prestunum við þær. Þeir áttu jörðina sem kirkjan stóð á og
innheimtu því helming tíundar (prestatíundar og kirkjutíundar) í nafni
kirkjustaða sem vom erfðalén þeirra. Tekjur og völd kirkjugoðanna
vom því að miklu leyti kirkjunni að þakka.xiv Kirkjumar hér á landi vom
svokallaðar einkakirkjur eða erfðakirkjur eins og tíðkaðist víða um
norðanverða Evrópu. Kirkjan var reist á landi einstaklings, bónda eða
höfðingja, sem ánafnaði henni miklum auðæfum í löndum og lausum
aurum. Sá sem reisti kirkjuna hlaut því að ráða yfir henni en samkvæmt
réttarhugmyndum germanskra þjóða gat einkakirkjan ekki verið
sjálfseignarstofnun. Kirkjan gat ekki „átt sjálfstæða eignaraðild, heldur
hlaut hún að vera í eigu tiltekins einstaklings. Bæði kirkja og kirkjufé
varð því að teljast eign þess manns, sem hana reisti á landi sínu. Sá sem
átti landið, átti því kirkjuna.“xv
Þær kvaðir lágu samt á eigendum kirknanna að þeim var skylt að
leggja til stofnfé með kirkju sinni í samráði við biskup og gera máldaga
yfir eignir hennar og tekjur. Þannig átti að tryggja að kirkjan fengi næga
heimanfylgju, dos ecclesiae, svo kirkjan væri messuhæf og gæti staðið
undir eigin rekstri.XIi í máldaga þeim sem eiganda kirkjunnar var skylt
að skrá áttu að vera taldar upp allar gjafir sem kirkjunni voru gefhar og
ffá því skýrt hver atvinna þess fjár var.x,ii Lítil takmörk voru á umráðum
bænda yfir eignum kirkjunnar og rekstri hennar. Kirkjan gekk i erfðir í
ætt stofnanda hennar eða kaupum og sölum ásamt þeim hluta
jarðarinnar sem var í einkaeign ef kirkjan átti aðeins hluta jarðarinnar.
Lærður maður sem erfði eða eignaðist kirkju og kirkjustað á annan hátt
gat gegnt embætti innan kirkjunnar án leyfis biskups.xvm Af þessu
spruttu langvinnar og flóknar deilur sem jukust eftir því sem kirkjunnar
þjónar öðluðust meiri skilning á almennum lögum kirkjunnar og
sérstöðu kirkjunnar og klerka. í anda umbótastefnunnar sem var í gangi
í Evrópu á þessum tíma kröfðust íslensk kirkjuyfirvöld yfirráða yfir
eignum sínum og þjónum. Þegar Staðamál fóru á fullt hér á landi var
eignaréttur skilgreindur á þann hátt að kirkjan væri í raun eign Guðs
eða kirkjudýrlings, kirkjubóndinn væri aðeins varðveislumaður
kirkjunnar, réttur hans til kirkjufjárins væri einungis afnotaréttur.”x
Miðstjómarvald íslensku kirkjunnar var mjög veikt, biskupar voru
kosnir af höfðingjum og Lögrétta setti valdi þeirra miklar skorður. Vald
biskupa var því minna í veraldlegum efnum en gert var ráð fyrir í
almennum kirkjulögum og tíðkaðist erlendis. Miðstjómarvald
kirkjunnar styrktist ekki að neinu viti á Islandi fyrr en effir að
erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi 1152-1153. Þá fór erkibiskup að
reyna að beita valdi því sem honum var ætlað. Valdsvið innlendra
biskupa náði þó yfir eitt atriði sem reyndist t.d. Þorláki Þórhallssyni
notadrjúgt í staðamálum hans. Nefnilega kirkjuvígslur. Biskup gat
neitað kirkjubónda um vígslu kirkju ef hann sá einhverja meinbugi á
umgjörð kirkjunnar." Til að neita vígslu þurfti biskup þó ástæðu og
hvaða ástæða var betri en bein fyrirmæli erkibiskups?
ÞORLÁKUR BISKUP REKUR STAÐAMÁL HIN FYRRI
I Oddaverja þœtti Þorlúks sögu krefst biskup staðaforrúða í
vísitasíuferð sinni um Austfirðingaíjórðung. Hvað em staðir? Magnús
Stefánsson hefur skilgreint hugtakið staðir ítarlega. Hann fullyrðir að
staður sé ekki stytting á hugtakinu kirkjustaður eins og flestir íslenskir
fræðimenn hafa skilið það. Hann telur hugtakið vera þýðingarlán eða
tökuþýðingu latneska orðsins locus. Um staðarhugtakið segir Magnús:
Kirkjustaðir sem sóknarkirkjan átti í heild sinni vom, ásamt
kirkjunni, staðir. ... Kirkjur sem, að minnsta kosti síðar, vom
kallaðar bændakirkjur og áttu aðeins hluta heimalands eða
jafnvel einungis útjarðir vom, ásamt kirkjuhluta, einungis
kallaðir staðir í undantekningatilfellum."1
Mistök sagnffæðinga em þvi samkvæmt Magnúsi að álykta að
kirkjustaðir og staðir séu samnefni. Enda spyr Magnús spumingar sem
að hans mati er áleitin:
Hvemig gat erkibiskupinn upp á eigin spýtur veitt biskupum
vald yfir öllum kirkjustöðum, einnig þeim sem kirkjan átti
einungis að hluta ... eða þar sem kirkjan átti ekkert í heimajörðu
en aðeins útjarðir eða útlönd."''
Því er eðlilegt að spyrja hvort Þorlákur hefur þá aðeins verið að
heíja upp Staðamál á kirkjustöðum þar sem kirkjan átti mestan hluta
heimalandsins en látið kirkjur sem ekkert áttu í jörð vera? Magnús
bendir á að Guðrún Ása Grímsdóttir sé sammála sér þegar hún segir í
formála Árna sögu að Ámi Þorláksson biskup „beitti fyrir sig
kirkjulögum og boði páfa og erkibiskups um forræðisvald biskups á
eigum kirkjunnar.“xxiii Staðamál vom því deilur leikmanna og
Því er eðlilegt að spyrja hvort Þorlákur
hefur þá aðeins verið að hefja upp
Staðamál á kirkjustöðum þar sem
kirkjan átti mestan hluta
heimalandsins en látið kirkjur sem
ekkert áttu f jörð vera?
forystumanna kirkjunnar um forræði yfir eignum kirkjunnar. Því virðist
eðlilegt að áætla að Þorlákur biskup hafi aðeins mátt gera tilkall til
forráða yfir stöðum en ekki bændakirkjum (þar sem bændur áttu landið
en ekki kirkjan). En það hefur þó ekki stöðvað Þorlák. Magnús bendir
á að þegar Þorlákur hafi komið að bændakirkju sem ekkert átti í
jörðinnixxiv hafi hann krafist þess að fá heimalandið allt í heimanfylgju
áður en hann gæti vígt kirkjuna. Breytti hann með því bændakirkjunni
í stað og krafðist siðan yfirráða yfir staðnum. Kröfur Þorláks um
forráðarétt yfir stöðum sýndu mönnum „að stofnun staða í kirkjulegri
heildareign gat auðveldað kirkju og biskupum að fá kröfum um forræði
og vald yfir stöðunum framgengt. Eftir að Þorlákur hóf staðatilkall sitt
mun hafa tekið fyrir stofnun nýrra staða.“xxv
Því leiðir Magnús líkur að því að Þorlákur og kirkjunnar menn hafi
aðeins reynt að fá forráð yfir stöðum sem voru að þeirra mati kirkjunnar
eign. Þetta styrkir einnig heimildagildi Oddaverja þúttar í B-gerð
Þorlúks sögu. Oddaverja þúttur segir að Þorláki hafi tekist vel til í
Austfirðingafjórðungi þegar hann reið þar yfir. Enda sýna heimildir að
staðir þar eru mun fleiri en annars staðar á landinu. Því hefur Jón
Sigurðsson ekki farið fjarri sannleikanum fyrir um hundrað og fimmtíu
Sagnir 2005 71