Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 83
Guð hefndarinnar KIRKJAN Á ÞJÓÐVELDISÖLD Þegar kristni barst til Islands breyttist hin foma hefndarhugsjón ekki að neinu marki. Enníremur vom kirkjunnar menn fullgildir þátttakendur í heíhdaraðgerðum. „Frekar en að reyna að útrýma fæðardeilum höfðu klerkar á Islandi fljótlega aðlagað kirkjulegar ábyrgð sína að ríkjandi siðferðisreglum samfélagsins."" Kirkjan gagnrýndi ekki blóðhefnd heldur virtist hún skilja hefndarskylduna og kallaði jafhvel eftir hefndinni. Prestar gengu sjálfir með vopn í það minnsta langt fram á 12. öld og jafnvel lengur. Þeir lifðu og hrærðust í hefðum fæðardeilna og vom jafnvel þátttakendur í þeim. Á seinni hluta 12. aldar urðu vígðir menn heldur milligöngumenn og gerðardómarar, en þeir vom alltaf í hringiðu deilnanna. Hins vegar virðist hin íslenska kirkja ekki hafa verið í beinni andstöðu við hefhdarhugsjónina og fæðardeilur. Kirkjan gagnrýndi ekki blóðhefnd heldur virtist hún skilja hefndarskylduna og kallaði jafnvel eftir hefndinni. Það vom einkum biskupar og ábótar sem tóku að sér að vera gerðardómarar, sérstaklega þegar um var að ræða deilur valdamikilla manna. Það þótti mikill heiður að ná fram sáttum í deilum. Biskupar þóttu yfír aðra hafnir og því var oft leitað til þeirra og þannig gátu þeir aukið heiður sinn. Heiður var þeim því jafh mikilvægur og annarra ffamámanna í þjóðfélaginu. En reglum um fæðardeilur var áffam ffamfylgt af almenningsálitinu og af venjum samfélagsins.™ En er þessi hegðun kirkjunnar manna svo undarleg? Kirkjunnar menn vom aldir upp í þeim samfélögum sem þeir þjónuðu og við hefðir þeirra. Það er því ekki við því að búast að þeir hefðu lagt sig í móti svo fastheldum venjum þar sem þeir höfðu einnig hlutverki að gegna í fæðardeilum. Bæði sem gerðardómarar og í gegnum skyldur þeirra við ijölskyldur sínar. Ennfremur er líklegt að þeir hafi tekið fæðardeilumar framyfir upplausn samfélagsins þar sem framkvæmdavald var ekki til staðar. „Þrátt fyrir að kirkjan hafi haff alþjóðlegan mælikvarða á hegðun sem meðlimir hennar áttu að lifa eftir, var raunvemleikinn fyrir íslenska klerka sá að hin innlenda framkvæmd fæðardeilna fékk oft forgang.""’1 Sverrir Jakobsson bendir á að hin erlenda hreyfing um Guðs frið eða Pax Dei hafi einnig borist til íslands, þá sérstaklega eftir stofhun biskupsstólsins í Niðarósi 1152. Með Guðs friði vildi kirkjan leggja áherslu á grið þeirra sem hvorki bám vopn né börðust, kirkjunnar menn, konur og börn.""’ En til þess að þessi guðsfriður væri virtur þurfti fyrst að afvopna presta, þar sem grið þeirra byggðust á því að þeir væm vopnlausir og þar með meinlausir. Má því ætla að fyrir þann tíma hafi kirkjan skipt sér lítið af blóðhefndum og hlutverki kirkjunnar manna í þeim? Kirkjan virtist fyrst og fremst vilja ná tökum á sínu eigin fólki og slíta vígða menn frá veraldlegum átökum og deilum. í bréfi sínu frá 1189 bannaði Klemens III. páfi öllum klerkum og kennimönnum í Noregi að bera vopn. Þetta sýnir þá stefnu Rómar-kirkjunnar að takmarka veraldleg áhrif kennimanna. Þetta bann var þó ekki nýmæli. Af endurtekningu þess má ætla að því hafi ekki verið ffamfylgt og það þótt vandamál meðal stjómenda hinnar alþjóðlegu kirkju.",v Sama ár barst bréf frá Eiríki, nýskipuðum erkibiskupi í Niðarósi, til biskupanna tveggja á íslandi, meðal annars um vopnaburð klerka. Ef mark má taka á lýsingum um vopnaburð klerka í Sturlungu, sem skrifuð var á 13. öld, hefur óhlýðni við þessar reglur verið talsverð"' og sú óhlýðni hefur gert bréfaskrif erkibiskupa og páfa að nauðsyn. í fhimkristni á íslandi vom andlegu og veraldlegu stéttimar skipaðar sömu mönnum. Höfðingjar sáu hag sinn í því að taka prestvígslu jafhframt því að vera áfram í höfðingjahlutverkinu. Höfðingjahlutverkið virðist hafa haft forgang, þar sem prestvígðir höfðingjar héldu áfram að virða hefðir samfélagsins. Þeir þurftu enn að viðhalda heiðri sínum og til þess að geta haldið félagslegri stöðu sinni varð að hefna harma. í huga höfðingjanna hefur hugmyndafræði kirkjunnar ekki verið í andstöðu við félagslegan raunvemleika þeirra. Enda bendir Sverrir Jakobsson á að „[áj 12. öld ber þó ekki á friðhelgi klerka, enda skám þeir sig lítt frá öðmm þjóðfélagshópum.“"vi Hér þróaðist því „kirkja er rúmaði alla landsmenn innan sinna vébanda en var í veikum tengslum við hina alþjóðlegu kirkju.“’“vii Ennfremur var sú kirkja undir stjóm veraldlegra höfðingja. Hjalti Hugason nefnir þetta „höfðingjakirkju" og þess vegna hafi hagsmunir hennar verið „í meginatriðum hinir sömu og höfóingjastéttarinnar.“"vul Alþjóðakirkjan gat í rauninni lítið beitt sér á Islandi fyrr en staða hennar í Noregi var orðin sterkari og bundin við konunginn. Þessi þróun byrjaði fyrst á seinni hluta 12. aldar."’" Kirkjan beitti sér fyrst og fremst fyrir því að halda klerkum sínum og kermimönnum fjarri vopnuðum deilum en engin höft virðast hafa verið sett á hlutverk þeirra sem gerðardómara og góðviljamenn. William Ian Miller segir: „[ájhrif kristni sannfærðu einhverja um að ná sáttum með gerðardómi í stað blóðhefndar, en hefnd í þágu réttláts málstaðar var ekki eitthvað sem Guð og fýlgendur hans vom tilbúnir til að afsala sér.“"“ Nú ber að líta nánar á innihald fyrsta bréfs”“‘ hins nýja erkibiskups til íslands en það var ritað 1189. í því segir skýrt: „Kennimenn beri eigi vopn. og skulv vera friðsamer vit ólærða menn. Þvíat ólærðir menn sæta miclvm stormælvm ef þeir vinna aa kenne monnum.“"xii Ári síðar sendir erkibiskup annað slíkt bréf, nú bæði til biskupa og höfðingja þar sem hann ítrekar bannið við vopnaburði klerka og minnir leikmenn á að virða kirkjugrið og ffiðhelgi vígðra manna. En það bann sem hafði næstum tafarlaus áhrif í bréfinu var bannið við vígslu goða: „bjóðum vér biskupum að vigja eigi þá menn er goðorð hafa.“"xiii Með þvi banni lagði erkibiskup homsteininn að aðskilnaði veraldlegs og andlegs valds sem hafði ffam að þessu verið samtvinnað á íslandi. Bannið hreif og ,,[b]ein tengsl prestastéttarinnar við höfðingjastétt landsins vom rofin og prestar gátu í auknum mæli dregið sig úr veraldarvafstri.“"xiv Með því að ijúfa þessi tengsl urðu prestar og biskupar nokkuð sjálfstæðari gagnvart höfðingjum og þar af leiðandi urðu þeir vinsælir gerðardómarar og sáttamenn á 13. öld.x"v Prestar og aðrir kennimenn áttu lengi vel hlut að ýmsum vopnuðum deilum þrátt fyrir bönn kirkjunnar en undir lok 12. aldar var farið að bera á breyttri hegðun vígðra manna. „Jafnvel undir lok þjóðveldisaldar vom klerkar þátttakendur í fæðardeilum og samþykktu siðferði þeirra, ... þó svo að þeir hafi oft sýnt vissa tregðu í að blóðga eigin hendur.“"xvi Þeir vom hlutaðeigendur í deilunum, studdu við sína, en vildu helst ekki taka þátt í sjálfu ofbeldinu. Dæmi um þetta er bæði að finna í Sturlungu, í Deildartungumálum og í Guðmundar sögu dýra. Prestavíg fóm að verða óvinsæl og friðhelgi vígðra manna og kirkna styrktist."xvii Þá fyrst fóm bönn kirkjunnar sem sett vom ffam í Guðs ffiði að hafa áhrif á hegðun manna á íslandi. Þessar tilraunir kirkjunnar til að breyta hegðun sinna manna heima fyrir vora ekki samþykktar áreynslulaust og það tók langan tíma að fyrir breytingamar að ganga í gegn. Prestar og aðrir kennimenn áttu lengi vel hlut að ýmsum vopnuðum deilum þrátt fyrir bönn kirkjunnar en undir lok 12. aldar var farið að bera á breyttri hegðun vígðra manna. íslenska kirkjan hafði samt enn mjög takmarkaða stjóm og ffamkvæmdavald. Það sem hindraði tilraunir alþjóðakirkjunnar til að stöðva veraldlegt pot kirkjunnar manna hér á landi. Vandamál kirkjunnar var tvískipt. Annars vegar var Island mjög langt í burtu frá valdamiðstöðvum kirkjunnar og hins vegar lá vandinn í eignarhaldi leikmanna á kirkjujörðum. „Sá siður að staðir væm undir stjóm veraldlegra manna hefti vald og ríkidæmi hinnar íslensku kirkju allar kristnu aldir þjóðveldisins. Ástandið hélst við þar sem kirkjan hafði í fyrstu ekki getuna til að hafa umsjón með eignum sínum og seinna ... skorti hana vald til að endurheimta eignimar.“xxxvl11 Þess vegna gátu kennimenn skipt sér af flestum veraldlegum og staðbundnum málum án vandkvæða. Það tók nokkrar aldir fyrir kirkjuna sem stofhun að ná tangarhaldi á höfðingjakirkjunni sem fyrirfannst á íslandi. „Það var ekki fyrr en nokkuð var gengið á þrettándu öld að erkibiskupar og norska krúnan,... gátu unnið saman á árangursríkan máta sem gaf bæði kirkjunni og Sagnir 2005 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.