Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 76

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 76
Staðamál fyrri og heimildagildi Oddaverja þáttar Ásdís bendir á að B-gerðin leggi áherslu á mótlæti það sem Þorlákur lendir i en í A-gerð sé lítið fjallað um það. í B-gerðinni er bætt við helgisöguminnum. Hvemig Þorlákur beiðist undan því að vera vígður biskup en lætur undan vilja Guðs og fólksins. Hlýðni við hann sé jafn árangursrík og að heita á dýrling og að Þorlákur sé mannblendnari og örlátari en í A-gerð.lvi Ásdís bendir einnig á að með endurritun A-gerðar vilji höfundur B-gerðar leggja nýjar áherslur og greina nánar frá þeim þrautum sem Þorlákur þurfti að þola af andstæðingum sínum. Tilgangurinn „virðist því fyrst og fremst sá að leggja nýjar kirkjupólitískar áherslur og skapa nýja ímynd dýrlingsins sem félli betur að þeirri hugmyndafræði sem kennd hefur verið við kirkjuvaldsstefnu.“lvii Um heimildagildi gerðanna hefur nokkuð verið deilt og um heimildagildi A-gerðar segir Jón Böðvarsson: Eldri sagan er eflaust sönn persónulýsing. En réttu máli virðist vísvitandi hallað á þann hátt að geta ekki sumra atriða og atburða, sem meginmáli skipta. Stefnu Þorláks í kirkjumálum er leynt, þótt staðamál væru mikilvægustu stjómmálaátök 13. aldar.1™ Jón telur Finn Jónsson hitta naglann á höfuðið þegar hann segir að í B-gerðinni sé A-gerðinni fylgt þar sem unnt er og að frásögninni sé ekki breytt nema efiiisleg ástæða komi til, „en „missagnir" em leiðréttar og kirkjulegu starfi Þorláks er lýst af „nákvæmni“. Frásögnin af öllu þessu er mjög nákvæm og hvílir auðsæilega á rækilegri þekkingu á efninu...“iix Að þeirra mati sýnir B-gerð mun rækilegri þekkingu á efhinu. Sú kenning Jóns að B-gerð sé betri og traustari heimild hefur verið furðu lífseig. Allir helsm ffæðimenn sem um málið hafa fjallað hafa komist að svipaðri niðurstöðu. Má þar t.a.m. nefna Sverri Tómasson sem nefnir að það sé „nánast með ólíkindum hve vel höfundi A-gerðarinnar tekst að gefa frásögninni ópersónulegan blæ og lyfta Þorláki sem líflausri líkneskju á stall. Einmitt sökum þessarar tilhneigingar höfundarins er hún mjög varasöm sagnfræðileg heimild um raunveralega atburði á valdatíð Þorláks.“lx Einnig má nefha hér Jón Helgason. Hann leggur áherslu á hversu traust heimild B-gerð sé og segir hann að þó gerðin sé skrifuð af höfundi sem hefur skáldlega hæfileika sé þar þvílík smáatriðafjöld að ekki má búast við öðra en að höfundurinn hafi haft góða heimildarmenn.lxi Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir rengja þessar ályktanir og velta því fyrir sér af hverju þeir hafa allir komist að þessari niðurstöðu. Flestir ffæðimenn era sammála um að hugsanlega hafi Oddaverja þáttur með Staðamálum innanborðs verið í hinni elstu latnesku útgáfu en A-gerð fellt Staðamál út. Sú spuming sem leitar á Ármann og Ásdísi er því af hverju A-gerð hafi fellt Staðamál út úr hinni elstu latínugerð.lxii Vanalega hafa ffæðimenn talið til tvær ástæður helstar. Sú fyrri er að þegar A-gerð var skráð hafi Páll Jónsson, sonur Jóns Loftssonar og Ragnheiðar Þórhallsdóttur, systur Þorláks, verið á biskupsstóli í Skálholti. Hafi Staðamálum verið sleppt úr A-gerð í bili af tillitssemi við biskup.lxiii Önnur ástæðan er sú að höfundur A-gerðar hafi kappkostað að láta kirkjustjóm Þorláks lita út eins og tíðkaðist hjá fýrirrennuram hans.lxiv Ármann og Ásdís segja fágætan samhljóm ríkja um þetta: A-gerð þegir yfir því sem B-gerð segir ffá. Á hinn bóginn stendur eftir að tilgátan er aðeins tilgáta. I brotum latínugerðar Þorlákssögu, sem talin er næst ffumgerð sögunnar, er ekkert sem styður þá hugmynd að það efni sem er í B-gerð en ekki í A-gerð sé upphaflegt í sögunni þó að greinilegt sé að ffá sumu hefur latínugerðin sagt nákvæmar en A-gerð. Ut frá textaffæðilegu sjónarmiði er ekkert líklegra að A-gerð hafi fellt út t.d. efni Oddaveijaþáttar en að B-gerð hafi bætt þessu efni við.lxv Armann og Ásdís benda einnig á þá þversögn að fræðimenn era almennt sammála hugmyndum Jóns Böðvarssonar um að B-gerð sé rituð á tímum Staðamála síðari og sé því ágætt áróðursrit kirkjuvaldsstefnunnar. En um leið séu sömu fræðimenn sannfærðir um að heimildagildi B-gerðar sé meira en A-gerðar.lxv' Eins og sést á sagnffæðirimm og kennslubókum í sagnffæði hefur það sem Oddaverja þáttur segir okkur verið talið sannleikanum samkvæmt. Seinni ár hefur þessi söguskoðun verið dregin í efa. Þar era ffemst í flokki áðumefnd Armann og Ásdís. Þau telja aldur Oddaverja þáttar mikilvægan í þessu tilliti. Ólíklegra sé að menn komist upp með rangfærslur í samtíðarsögu eins og A-gerð en sögu sem er rituð öld eftir að Þorlákur var biskup. En þau hafna því, eins og áður er greint frá, að Oddaverja þáttur sé byggður á eldri latínugerð, heimildir um það era að þeirra mati engar til og aðeins nauðsynlegar þeim sem stritast við að trúa Oddaverja þœtti í öllu. Þau hafa einnig bent á að stíleinkenni í þættinum séu ungleg. Þeim finnst vekja grunsemdir hversu tíð bein ræða er í þættinum. Draga má í efa að tilsvör manna í Oddaverja þœtti hafi varðveist orðrétt í heila öld.lx™ Magnús Stefánsson bendir á að einstök orðaskipti varðveitast að sjálfsögðu ekki en hann telur þó að innihaldið haldist. Þar tekur hann til norskar heimildir frá sama tíma: Röksemdafærsla kirkju og leikmanna, eins og hún birtist í ritum þessum, sem era samtímaheimildir, [Ræða gegn biskupum eftir Sverri konung og Sverris saga] er mjög áþekk og Þorlákur og andstæðingar hans á íslandi eiga að hafa viðhaft. Sýnir það, að yngri gerð Þorláks sögu og Oddaveija þáttur munu fara rétt með kröfur kirkjunnar og ugglaust einnig viðbrögð leikmanna.1'"" Annað er það sem Ármann og Ásdís benda á og það er smáatriðafjöldi Oddaverja þáttar sem honum hefur ávallt verið hrósað fyrir. Þar séu ýmsar „staðreyndir“, rétt eins og í Sturlungu. En rétt eins og þar fái þær ekki allar staðist. Þau taka dæmi um það þegar Ragnheiður yfirgefúr Jón Loftsson og giffist austmanninum Amþóri. Samkvæmt tímatali sögunnar gerist þetta varla fyrr en 1185, eftir Bæjar-Högna mál og jafnvel síðar. Getið er margra afkomenda Ragnheiðar og Amþórs, var hún því í bameign þegar þau eigast. Ragnheiður var hinsvegar einnig móðir Páls biskups sem var fæddur 1155 og foreldrar þeirra systkina, Ragnheiðar og Þorláks, munu hafa brugðið búi þegar Þorlákur var enn ungur, líklega um 1140. Ragnheiður var því í allra yngsta lagi 45 ára þegar hún fór að hlaða niður bömum. Reyndar er Ragnheiður sögð hafa elskað Jón Loftsson ffá bamæsku. Ármanni og Asdísi finnst eðlilegt að skilja það sem svo að átt sé við bamæsku beggja og var þá Ragnheiður sextug þegar hún giftist og fór að eignast böm. Ármann og Ásdís halda áffam og nefna einnig hugsanleg mótrök gegn röksemdafærslu sinni. Sumir gæm, að þeirra mati, sagt að sagan þurfi ekki endilega að segja ffá í réttri tímaröð og þótt Ragnheiður og Jón hafi notið æskuástar er greint ffá því að hún hafi getið böm við fleiri mönnum á meðan. Hún gemr því hafa átt böm með Amþóri meðan hún fylgdi Jóni. „En sagan veitir ekki annað tileftii til að ætla þetta en þversagnir sínar og því virðist hreinlegra að játa að tímaskyn Oddaverja þáttar sé bjagað.“ix,x Þótt rétt sé sagt ffá ævi Ragnheiðar í meginatriðum er Oddaverja þáttur ótæk heimild til nákvæmra tímasetninga í lífi hennar. Verður þá að mati þeirra lítið úr ríkidæmi smáatriðanna. I formála sínum að Biskupa sögum II nefnir Ásdís fleiri dæmi um brenglað tímaskyn Oddaverja þáttar. Þar segir ffá útistöðum Eyjólfs Stafhyltings við Þorlák biskup. Eftir deilumar fór að halla undan fæti hjá Eyjólfi og dó hann skömmu seinna skv. Oddaverja þœtti.lxx Einkennilegt er að samkvæmt annálum deyr Eyjólfur ekki fyrr en 1213, löngu eftir að útistöðumar áttu sér stað og tuttugu árum eftir að Þorlákur deyr.lxxi Orri Vésteinsson bendir á annan þátt sem dregur úr heimildagildi Oddaverja þáttar en það er vöntun á öðram heimildum um Staðamál. Minnst er á Bæjar-Högnamál i Prestssögu Guðmundar Arasonar en „meintar deilur hans við Jón Loptsson koma hvergi ffam þó varla sé hægt að ímynda sér merkilegri fféttir ef trúa á Oddaverja þœtti.“'"“ Einnig finnst honum enn einkennilegra að í hinum fimm erkibiskupsbréfum sem varðveitt era frá þessum tíma er ekki minnst einu orði á Staðamál. Ármann og Ásdís era sama sinnis og finnst einkennilegt að mestu stórtíðinda þess tíma sé ekki getið annarsstaðar. Nefna þau að í Prestssögu Guðmundar Arasonar sé dregin upp mynd af samskiptum Þorláks við valdaklíku Oddaverja og Haukdæla sem kemur heim og saman við A-gerð en er á skjön við lýsingu Oddaverja þáttar. Einnig era Þorlákur og Jón Loftsson samheijar í stuðningi við 74 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.