Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 87

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 87
Ahríf veðurfars á landbúnað og sjávarútveg á fyrri öldum Á HJARA VERALDAR Island liggur á krossgötum hins hlýja Golfstraums og hins fimbulkalda Pólstraums. Landið er einnig á mörkum heitra og rakra sunnanvinda og helkaldra vinda af jöklum Grænlands. Hér skiptast á búsældarlegir dalir og lífvana eyðimerkur, hafís og fengsæl fiskimið. Andstæður í veðurfari móta andstæður á landinu sjálfú, landi elds og ísa. Ástæður veðurfarsbreytinga eru margslungnar. Þær geta stafað af breytingum á hafstraumum, pólflutningum, landreki, eldgosum o.s.frv. Einnig má líta til halla jarðáss í þessu sambandi og fjölgun eða fækkun sólbletta og þar með breytinga á útgeislun sólar.a ísland er mjög næmt fyrir hitabreytingum. Vestanvindabeltið færist reglulega með sól og ef það fer of sunnarlega hreyfast lægðir svo langt fyrir sunnan land að kalt heimskautaloft nær yfirhöndinni. í kjölfarið fylgja hafisár og kalskemmdir í túnum geta orðið býsna miklar.” Sigurður Þórarinsson áleit ísland vera á mörkum hins byggilega heims: Líkt og áhrifum rekíss á líf íslensku þjóðarinnar er gefinn gaumur, má einnig vekja athygli á þeirri staðreynd að loftslag á íslandi er á mörkum þess sem siðmenntað fólk af hinum hvíta kynstofni þolir eigi það að geta viðhaldið menningu sinni. Hér er ekki tekin með í reikninginn mikil aðlögunarhæfni tegundarinnar homo sapiens sapiens sem tekið hefur sér bólfestu við Meirihluti mannkyns býr á svæðum þar sem útilokað er að hafast við á Adams- og Evuklæðum einum saman. ótrúlegustu aðstæður. Meirihluti mannkyns býr á svæðum þar sem útilokað er að hafast við á Adams- og Evuklæðum einum saman." Hvort ísland er á mörkum hins byggilega heims veltur því ef til vill einkum á afstöðu hvers og eins. Mismunandi viðhorf til búsetu á íslandi birtast með eftirminnilegum hætti í tilsvörum Hrafna-Flóka og manna hans um landgæði hér líkt og Magnús Már Lárusson hefur bent á:v Ok er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfr sagði kost ok löst af landinu, en Þórólfr kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, þvi er þeir höfðu fundit. Því var hann kallaðr Þórólfr smjör." Þama höfðu þrír menn haft vetursetu á nýfundinni eyju í Norður- Atlantshafi en vitnisburður þeirra um veruna er hver á sinn veg. Landnámsmönnum kann mörgum að hafa bmgðið er þeir fengu að kynnast óblíðum náttúruöflum. Kaldranalegar nafngiftir benda til þess: Kaldbakur, Kaldakinn, Kaldidalur og svo mætti lengi telja. Hérlendis lögðust landsins fjendur á eitt að gera mönnunum vistina óbærilega; eldgos, jarðskjálftar, vamsflóð, skriðuföll, hafis og jöklar. VEÐURSPÁ FYRRIALDA Um veðurfar og hitastig á fyrri öldum verður fátt fullyrt með óyggjandi hætti en það hefur þó ekki aftrað vísindamönnum frá því að spá fyrir um veðrið á fyrri öldum. Skipulegar mælingar á hitastigi hérlendis hefjast ekki fyrr en árið 1845 í Stykkishólmi. Út frá gögnum um hitafar síðan hafa vísindamenn ályktað að kaldast hafi verið hérlendis árin 1878-87 en hlýjast 1928-37. Á þessum tveimur tímabilum munar 1,6°C í Stykkishólmi og 2,1°C í Bemfirði. Á sjöunda áratug 20. aldar kólnaði að nýju og árið 1968 náði hafísinn allt að Ingólfshöfða. Slíkur hafís hafði ekki sést síðan 1888.™ Sigurður Þórarinsson segir að tímabilinu 1920-60 svipi til álíka langra hlýindaskeiða á 10. og 11. öld.™1 Út frá upplýsingum um hitafar frá þvi mælingar hófust, sampils hitafars og hafíss og frásögnum annála hefur Páll Bergþórsson veðurfræðingur prjónað aftan við þekktar upplýsingar um hitastig og útbúið línurit sem sýnir hitabreytingar hérlendis frá landnámsöld til Lakagígar áttu sinn þátt í einu mesta hallæri íslandssögunnar. vorra daga þar sem lengd ístimans er notuð sem nokkurs konar mælir á lofthita. Einnig styðst hann við frásagnir af harðæmm og samhengi þeirra við hitafar og ístíma.“ Taka verður línuritum sem þessum af mikilli varúð. Línurit Páls sýnir til að mynda djúpar dýfur við óöld hina fyrri í heiðni í lok 10. aldar og óöld hina síðari um 1056. Þessir tveir viðburðir áttu sér þó stað löngu fyrir ritöld og heimildir um þá em mjög stopular. Sigurður Þórarinsson einfaldaði línurit Páls og er vert að gefa hnignunarskeiðinu 1262-1787 gaum og sambandi þess við erlenda áþján/ Sitthvað bendir til þess að kaldara hafi verið á fyrri öldum hér á landi en við eigum að venjast. Niels Horrebow gerði hitamælingar á Bessastöðum 1750 og hluta úr ári 1749 og 1751. Að vísu vom mælingar Horrebows mun ónákvæmari og óvísindalegri en nú á dögum en niðurstöður hans benda ótvírætt til þess að hitastig hafi verið mun lægra en þekkist í nútímanum. Til að mynda var frost fram til 23. maí. Um miðjan maí komu ennþá ísalög um tommu á þykkt á vatn en slíkir kuldar em óþekktir á 20. öld." Margt bendir til þess að hlýrra hafi verið hér á þjóðveldisöld en síðar varð. Jöklar kunna til dæmis að hafa verið mun minni forðum. Ok og Gláma vom að nöfnunum að dæma ekki jöklar við landnám líkt og Sigurður Þórarinsson hefur bent á. Hann dregur þó í efa að Vatnajökull hafi nefnst Klofajökull til foma vegna þess að hann hafi verið klofinn.™ Jöklar hafa engu að síður skriðið ffarn og eytt býlum, svo sem stórbýlinu Breiðá eða Breiðamörk þar sem Kári Sölmundarson eyddi síðustu ámm ævi sinnar.xili Því má þó ekki gleyma að jöklar ganga fram og hopa á víxl. Sigurður Þórarinsson dró einnig víðtækar ályktanir af útreikningum á fólksfjölda íslandinga fyrr og nú og setti þá í samband við náttúmskýringar. Fræðimenn hafa áætlað fólksfjölda hérlendis við lok landnámsaldar á bilinu 20.000-70.000. Sigurður tók meðaltal níu útreikninga á fjölda íslendinga árið 1095 (fjöldi lögskilabænda) og fær út meðaltalið 77.000. Um 1100 hefur fjöldi Norðmanna verið álitinn 250.000, svo ef til vill var fjöldi íslendinga þriðjungur af fjölda Norðmanna á þeim tíma. Aftur á móti em íslendingar aðeins 47.086 talsins um aldamótin 1800 en Norðmenn á hinn bóginn orðnir 883.000. íslendingum hafði þá ekkert fjölgað í heila öld. Þessar tölur skýrir Sagnir 2005 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.