Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 75

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 75
Staðamál fyrri og heimildagildi Oddaverja þáttar hafi verið skrifuð á dögum Árna biskups og Staðamála síðari og því megi skilja áherslu B-gerðar á Staðamál.’dív Asdís bendir á í formála sínum að Þorláks sögu að greina megi ýmis ungleg stíleinkenni í B- gerð. Talsvert beri á hliðstæðum og stuðlunum og að auki sé þar allmikil notkun lýsingarháttar nútíðar og tvívegis votti fyrir rími í textanum. Einnig nefnir hún ávarpið „herra“ máli sínu til stuðnings en það er oft viðhaft um Þorlák í B-gerð.'lv Almennt virðast fræðimenn sammála um að til hafí verið elsta gerð Þorláks sögu, eldri en A-gerð og B-gerð og hafí hún verið á latínu. Jakob Benediktsson telur að mjög fljótlega hafi verið ráðist í að semja ævisögu eða vita dýrlingsins á latínu. Hann telur að það hafí verið beint skilyrði þess að Þorlákur yrði tekinn í heilagra manna tölu. Úr þeim texta hafi svo verið gerðir latneskir textar til litúrgískra nota á messudögum Þorláks. Jakob telur að latneska frumsagan hafí „ekki aðeins verið heimild lítúrgisku textanna, heldur er sennilegast að hún hafi einnig verið heimild elztu islenzku Þorlákssögunnar, a.m.k. samhliða jarteinabókinni frá 1199.“xlv' Þótt flestir hallist að því að hin íslenska Þorláks saga sé afsprengi eldri latneskrar útgáfu eru ekki allir sammála Jakobi um að latneska útgáfan sé aðeins heimild A-gerðar. Asdís Egilsdóttir vekur athygli á því að þótt A-gerð sé elsta gerð sögunnar sem varðveist hefiir á íslensku er ekki víst að sú gerð sé næst þeirri upprunalegu. Hún segir A-gerð vera mun stuttaralegri í frásögn en yngri gerðir og tvívegis sé beinlínis vísað til eldri gerðar í B-gerð. Höfundur B-gerðar gæti verið að vísa í aðra gerð á móðurmálinu en A-gerð eða í hugsanlegan latneskan frumtexta sem ekki hefur varðveist. í yngri gerðum Þorláks sögu virðist vera viðbótarefhi og eins lítur út fyrir að A-gerðin sé stytt í samanburði við þau sögubrot sem hafa varðveist. Nefnir hún þar kaflann um bátsferð Þorláks heim eftir vígsluna í Niðarósi en þar „er um að ræða frásögn sem er að finna í B- og C-gerð, ásamt elsta varðveitta broti sögunnar, [og] bendir það eindregið til þess að A-gerð sé stytt.“rivl' Ásdís telur það hugsanlegt að Oddaverja þáttur hafi verið í hinni upphaflegu latínusögu. En henni finnst þó líklegra að þættinum Ástæöulaust hafi þótt aö þýða þáttinn fyrr en þaö hentaði pólitík kirkjunnar og því hafi verið sleppt að þýða Oddaverja þátt fyrir A-gerð. hafi verið bætt inn í yngri gerð þar sem efni hans fellur betur að stefhu þeirrar gerðar.,lv‘" Sverrir Tómasson hefur einnig fjallað um þetta og telur hann hugsanlegt að Oddaverja þáttur hafi alltaf fylgt latínusögunni. Ástæðulaust hafi þótt að þýða þáttinn fyrr en það hentaði pólitík kirkjunnar og því hafi verið sleppt að þýða Oddaverja þátt fyrir A- gerð/'“ Orri Vésteinsson er hins vegar ekki sammála Sverri og hafnar því að munurinn milli A-gerðar og Oddaverja þáttar sé vegna mismunandi þýðinga úr latneska frumtextanum. Stílmunurinn sé of mikill til að hann sé unnt að skýra með mismunandi þýðendum. A-gerð er „í þröngum frásagnarstíl um ævi dýrlings og styðst við dæmisögur til að sýna fram á heilagleika Þorláks og er greinilega byggð upp eftir evrópskum helgisögnum ... Oddaverja þáttur er dramatísk frásögn í anda íslendingasagna.“' Þótt almennt sé álitið að til hafi verið latneskur frumtexti sem var gerður strax eftir að Þorlákur var tekinn í dýrlingatölu er lítið sem ekkert um hann vitað, enda ekki varðveittur. Eðli og umfang latínutextans er okkur alveg óþekkt enda hafa ffæðimenn ekkert í höndunum sem sannar eða afsannar tilgátur þeirra. Eins er lítið vitað um höfunda A- og B-gerða Þorláks sögu. Menn eru sammála um að A-gerð sé samin á tímum Páls biskups og flestir eru nú á dögum sammála um að B-gerð sé samin í stjómartíð Áma biskups. Jón Böðvarsson taldi að höfundur B-gerðar hafi verið kanúki og að ekki sé fráleitt að láta sér detta það í hug að sagan hafi verið samin í Þykkvabæ. Þessar niðurstöður fær Jón því hann telur að minna sé gert úr vem Þorláks með Bjamhéðni í Benediktsklaustrinu í Kirkjubæ en í kanúkaklaustrinu í Þykkvabæ. Einnig nefnir hann að Ögmundur, ábóti í Helgafelli, sé kallaður hinn mesti skörungur í A-gerð en í B-gerð er hann bara ábóti. í Helgafelli hafi verið kanúkasetur en það hafi ekki farið algerlega eftir kanónískum rétti í fyrstu.“ Jón lætur það ekki eftir sér að nefna nafh í þessu sambandi en Hannes Þorsteinsson gengur lengra og segist geta nefnt nákvæmlega höfund A-gerðar og einnig B- gerðar. Hannes segist hallast að þeirri skoðun Guðbrands Vigfussonar að A-gerð sé skrifuð af sama manni og skrifaði Hungurvöku og Páls sögu. Þetta hafi verið lærður kennimaður sem hafi verið í Skálholti á dögum Þorláks biskups, alla eða mestalla biskupstíð Páls og samtiða Gissuri Hallssyni fram að láti hans 1206. Hannes segir mestar líkur á að höfundur allra þriggja sagnanna sé Ketill prestur Hermundarson, síðar ábóti á Helgafelli. Einnig fullyrðir Hannes að Hallur prestur Gissurarson, lögsögumaður og síðar ábóti á Helgafelli og Þykkvabæ í Veri, sé höfundur B-gerðar. Röksemdafærslur Hannesar em getgátur í besta falli og segja okkur ekkert um raunvemlega höfunda A- og B- gerða.li; Nokkuð hefur verið rætt og ritað um skyldleika A- og B-gerða Þorláks sögu þótt sú umræða hafi ekki verið fyriferðamikil. í greinargerðum eldri fræðimanna hefur munurinn milli A- og B-gerðar verið talinn smávægilegur og felast einkum og sér i lagi í mismunandi orðalagi. Jón Böðvarsson bendir hinsvegar á að grundvallarmunur sé á gerðunum tveimur og að þær séu skrifaðar hvor undir sinni ritstjómarstefhunni. I A-gerð er kært á milli Þorláks og Oddavetja og talað lofsamlega um þá síðamefndu. í B-gerð er hins vegar farið hófsamlegri orðrnn um Oddaverja og sambandið við þá feðga Jón Loftsson og Þorstein er ekki gott. Þótt mikil reisn sé yfir Jóni og höfundur B-gerðar vilji unna honum sannmælis ber hann greinilega þungan hug til hans. Einnig má finna mismunandi afstöðu til Páls biskups að mati Jóns. í A-gerð elskar Þorlákur Pál mest sinna frænda og gefur honum vígslugull sitt og er Páll viðstaddur þegar Þorlákur lætur af embætti. í B-gerðinni er ástin milli þeirra ekki eins áberandi og er Páll t.d. ekki viðstaddur þegar Þorlákur lætur af embætti. Jón fjallar einnig um kirkjustjóm Þorláks og nefnir að í A-gerð sé Þorlákur mildur kirkjuhöfðingi og góður fésýslumaður, í mörgu líkur gömlu biskupunum í Hungurvöku. Deilur hans við höfðingja virðast síst meiri en þær sem ísleifur biskup fór í gegnum vegna óhlýðni manna. Hann er hógvær og lítillátur eins og Þorlákur Runólfsson, mannasættir eins og Magnús Einarsson, föstu- og meinlætamaður eins og Klængur. Þorlákur virðist hafa bestu kosti fyrri biskupa og sem slíkur verði hann dýrlingur. Ekki er minnst á andstöðu Þorláks gegn hinni innlendu kirkjustefnu. Jón telur þögn A-gerðar um baráttu Þorláks við innlent höfðingjavald ekki vangá. Höfundur B-gerðar hafí vitað og skilið að lýsing á dýrlingnum í A-gerð væri kirkjuvaldsstefnunni skaðleg. Því geri höfundur B-gerðar grein fyrir máli sínu í upphafi sögunnar og segist vera að skrifa sögu um dýrlinginn til að leggja ríkt á um verðuga minningu um þær þrautir og meingerðir sem Þorlákur þurfti að þola af andstæðingum sínum. Greinilegt er að mati Jóns að sá sem skráði Oddaverja þátt hefur talið baráttu Þorláks fyrir auknum réttindum kirkjunnar höfuðatriðið. Heittrúarmenn hafi talið Þorlák óverðugan dýrlingsnafnbótar ef dæma ætti hann eftir A-gerð. í augum þeirra var Þorlákur ekkert minna en stríðsmaður hinnar alþjóðlegu kirkju og ósigur hans hafi gert hann að píslarvotti í þeirra augum. B- gerð felli allt niður sem gefi til kynna áhrif leikmanna á stjóm kirkjumála. Tekur Jón dæmi um Jón Loftsson. í A-gerð er Jón kallaður mestur höfðingi á íslandi en í B-gerð er hann höfðingi mestur á íslandi af leikmönnum.'1” Jón telur að þau rök sem hann notar ættu að nægja til þess að sýna að talsverður munur sé á A- og B-gerð þótt hin yngri sé skilgetið afkvæmi eldri gerðarinnar. Hann telur orðalag víða hið sama í A- og B- gerð en telur þó enga málsgrein vera eins. Sum efnisatriði A-gerðar em ekki rakin í B-gerð: „Frásagnarmunurinn er þess eðlis, að sá gmnur fær byr, að höfundur B hafi ekki haft A fyrir sér við ritun sögu sinnar.“llv Jón telur því að í A-gerð sé Staðamálum sleppt en í B-gerð sé sleppt út öllu sem við kemur áhrifum leikmanna á kirkjustjóm. Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir gagnrýna hins vegar niðurstöður Jóns og segja að deila megi um hversu þungvæg þau atriði séu sem munar á sögunum, þar telja þau að í mörgum tilvikum séu á ferð smáatriði sem ekki þurfi endilega að sýna meðvitaða ritstjómarstefhu.lv Ásdís Egilsdóttir hefur á öðmm stað fjallað um muninn á gerðunum tveimur. Hún telur helsta einkenni A-gerðar að hún leggi áherslu á hið almenna en ekki hið sérstaka. í A-gerðinni sé Þorlákur nánast einn á sviðinu, lítið beri á öðmm. Frásögn af deilum Þorláks við höfðingja sé í A-gerð stuttaraleg og engin nöfn nefnd. Eins er ekki fjallað ítarlega um baráttu Þorláks fyrir bættu siðferði í A-gerð þótt að henni sé vikið. Sagnir 2005 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.