Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 69

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 69
Helgir steinar TÍÐIR 3:00 Matutina (óttusöngur). Skiptist í tvennt og nefndist seinni hlutinn Laudes (óttusöngur efri). 06:00 Prima (miðmorgunstíð). 09:00 Tertia (dagmálatíð). 12:00 Sexta (miðdagstíð). 15:00 Nona (eyktartíð). 18:00 Vesper (kveldsöngur eða aftansöngur). 21:00 Completorium (náttsöngur)."™ Þessar messur fóru fram á latínu. Eftir óttusöng máttu nunnumar leggja sig fram að miðmorgunstíð. Auk tíðagerðanna hafa systumar notað mikinn tíma til annars helgihalds. Vitað er að klaustrin áttu bækur með leiðbeiningum fyrir prósessíur og gripi þeim tengdum. Prósessíur em helgigöngur sem famar vom á móti mikilsháttar mönnum sem heimsóttu klaustrin og á messudögum dýrlinga. Stundum vom þær famar af öðmm ástæðum, t.d. þegar helgur dómur Þorláks biskups var tekinn úr jörðu. Vom þá borin líkneski af helgum mönnum, kerti og reykelsi. Hringt var klukkum og helgisöngvar sungnir.“viii í máldaga Kirkjubæjarklausturs frá 1397 sést að klaustrið hefur átt söngbækur, svo að minnsta kosti sumar nunnumar hafa verið læsar á nótur. Engin hljóðfæri vom í íslenskum kirkjum á þessum tíma, svo að nótnalæsi var mikilvægt til að rétt væri sungið."" I þeirri kirkjuskipan sem Kristján III. gaf út árið 1537 var kveðið á um að nunnur þær sem kysu að vera áfram í klaustrunum eftir siðaskipti mættu halda áffarn að syngja kristilega söngva en réttast væri að þær syngju nokkuð minna en áður."’ íslenskar nunnur sáu ekki sjálfar um bústörfin, enda flestar heföarkonur og óvanar slíkri vinnu. Þaö þykja tíðindi í annálum að systurnar mjólka sjálfar árið 1403 og sérstaklega tekið fram að þær kunni lítið til verka. Á milli miðdagstíðar og aftansöngs var vinnudagur systranna. í norskum klaustmm var vinnan ólík eftir því hversu rik klaustrin vom. í fátækum klaustrum sinntu systumar bústörfum og ýmsum tilfallandi störfum í klaustrinu, svo sem ullarvinnu, matreiðslu og þrifum. í ríkari klaustrum unnu þær við við útsaum, afritun og lýsingu bóka og stunduðu lærdóm.”"1 íslenskar nunnur sáu ekki sjálfar um bústörfin, enda flestar hefðarkonur og óvanar slíkri vinnu. Það þykja tíðindi í annálum að systumar mjólka sjálfar árið 1403 og sérstaklega tekið fram að þær kunni lítið til verka. Þá hafði fólki fækkað svo mjög á staðnum í kjölfar svarta dauða að þær þurftu að ganga í störf vinnufólksins.’"" Nunnumar hafa þó haft í mörgu að snúast við ýmis verk sem kröfðust nokkurrar sérþekkingar. í máldaga Kirkjubæjarklausturs frá 1397 kemur t.d. fram að klaustrið eigi páskakerti og margar ljósastikur, svo væntanlega hafa nunnumar þurft að tína fífu og vinna úr henni kveik auk þess að steypa kerti úr tólg og vaxi. ““ Ekki er vitað nákvæmlega hvemig klæðnaður íslensku nunnanna var en þær bám sérstakan búning eins og nunnur annarsstaðar í Evrópu. Máldagi Reynisstaðaklausturs frá 1408 telur 14 vila sem var höfuðbúnaður systrana. Sjö em óslitnir en aðrir sjö em ónýtir. Á þessum tíma vom líklega tíu systur í klaustrinu því þar vom til tíu sængur og tíu læstar kistur. Anna Sigurðardóttir setur fram þá skoðun í bókinni Allt hafði annan róm áður ípáfadóm að þetta þýði að ekki hafí allar systumar borið höfuðbúnað.™dv En eins má hugsa sér að þetta hafi verið vilar til skiptanna og systumar tíu borið einn hver þegar talningin er gerð. Líklegt að þær hafi verið formlega klæddar þegar háttsettir menn heimsóttu staðinn í opinbemm erindagjörðum. ÚTSAUMUR OG VEFNAÐUR Sú klausturiðja kvenna sem ber mest á í heimildum em hannyrðir. I máldögum má sjá að klaustrin áttu mikið af ofnum og útsaumuðum dúkum og klæðum. Árið 1397 átti klaustrið á Kirkjubæ 24 hökla, 13 Á neðri hluta myndarinnar sjást nunnur í prósessíu. kápur, 5 dalmatíkur, 9 altarisklæði fyrir háaltari og 5 fyrir útaltari, 10 glitsaumaða dúka auk þess sem kirkjan var tvítjölduð sæmilegum tjöldum.“xv Flest hefur þetta eflaust verið unnið í klaustrinu. Handverk klaustursystra var líka eftirsótt í kirkjur landsins. Um 1400 pantaði Vilchin biskup refla í stofuna í Skálholti hjá systrunum á Kirkjubæ. Þeir náðu í kringum alla stóm stofuna og hafði aldrei verið tjaldað jafn vel í þeirri stofu.xx,vi Við sama tækifæri gaf hann Skálholtskirkju dalmatíku og messuklæði en ekki kemur fram hvort systumar á Kirkjubæ hafi gert þau líka.xxxvii Altarisklæði frá Skarði á Skarðsströnd er það eina sem varðveist hefúr af hannyrðum sem með vissu er hægt að rekja til klaustranna. í það er saumað nafn Sólveigar Rafnsdóttur, síðustu abbadísarinnar á Reynisstað.xxxviii Selma Jónsdóttir skrifaði grein í Skírni sem heitir „Gömul krossfestingarmynd“. Þar rekur hún altarisklæði frá Höfðakirkju, Svalbarði, Draflastöðum og Hóladómkirkju til Reynisstaðaklausturs með því að bera saman myndbyggingu og handbragð.xxxix Selma telur þáttaskil hafa orðið í hannyrðum Reynisstaðaklausturs eftir Svarta dauða, þá hafí klaustrinu hnignað og þar með þeirri verkmenningu sem fyrir var á staðnum.*1 FRÆÐISTÖRF Ekki fara miklar sögur af bókagerð í íslensku nunnuklaustmnum. Þó er ljóst að þótt leiguafgjöld af jörðum Reynisstaðaklausturs væm yfirleitt greidd í skreið, fylgdu oft kálfar leigunni. Auk þess átti klaustrið sjálft margt nautgripa. Þetta bendir til þess að nunnumar á Reynisstað hafi unnið pergament, til eigin nota eða fyrir önnur klaustur.xii Bæði klaustrin áttu töluvert af bókum. í máldaga Kirkjubæjarklausturs frá 1397 em taldar upp sálmabækur, söngbækur, bók um tíðagerð og ýmsar fleiri bækur sem tengjast helgihaldi og trúariðkun en auk þess 20 bækur á latínu og norrænu.xi,i Árið 1443 gaf kona að nafni Úlfhildur Ketilsdóttir Reynisstaðaklaustri veglega bókagjöf sem abbadísin tók sjálf viöA'" í annálum er ein saga sem bendir til þess að einhver fræðistörf hafi farið fram í klaustmnum. Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup (1343-1348) hóf embættistíð sína á að hreinsa til í klaustmnum í umdæmi sínu. í Þykkvabæ höfðu nokkrir munkar brotið ýmislegt af sér, m.a. höfðu þeir Sagnir 2005 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.