Sagnir - 01.06.2005, Page 57

Sagnir - 01.06.2005, Page 57
Forlög þfn hafa verið mér mikið umhugsunarefni! en synir hjúa. Þetta er athyglisvert og áhugavert væri að vita hverju þetta sætir, hvort einhver kynbundinn hugarfarsmunur hvað varðar ástamál og bameignir hafi ríkt meðal þessara tveggja hópa eða hvort hér sé um tilviljun eina að ræða. HVER VEGUR AÐ HEIMAN ER VEGURINN HEIM Eitt helsta einkenni íslenska bændasamfélagsins áður fyrr var afskaplega hátt hlutfall leiguliða. Hér ríkti því eiginlega andhverfa átthagafjötranna sem plöguðu bændur í Evrópu ffam eftir öldum og tíðir flutningar vora alvanalegir. Landffæðilegur hreyfanleiki var mikill innan landshluta og á tímbilinu 1816- 1880 var ekki óalgengt að rúmlega 40% sóknarbama væru fædd utan sóknarinnar."v Fjölgun heiðarbýla á Austurlandi og þurrabúða á Suðumesjum upp úr miðri 19. öldinni em viðbrögð við aukinni fólksfjölgun. Sú þróun leysti þó aðeins hluta vandans og árið 1880 vom heimilin í'rðin fjölmennari og vinnuhjú hlutfallslega fleiri en nokkum tímann fyrr.xx,i Af Oddasóknarhópnum flutti stór hluti, eða alls 46 einstaklingar, út úr sýslunni og snem aðeins tíu þeirra til baka. Flutningamir vom væntanlega viðbrögð við þeirri fólksfjöldaþróun sem lýst er hér að framan og hefur leitin að betra lífi eflaust verið aðalhvatinn til flutninganna því óhætt er að fullyrða að ef þessir einstaklingar hefðu fyrirhafnarlaust getað stofnað til heimilis í sinni heimabyggð þá hefði stór hluti þeirra sjálfsagt kosið að vera kyrr þar, meðal ættingja og vina. I Frjósemistíðni þeirra sem fluttu úr Oddasókn jókst við sjávarsíðuna. Þriðjungur hinna brottfluttu einstaklinga vom böm foreldra fæddra utan Rangárvallasýslu en þegar sá hluti foreldra sem er aðfluttur er skoðaður kemur þar að auki í ljós að meirihluti þeirra eignaðist böm sem fluttust út úr Rangárvallasýslu þegar fullorðinsámm var náð.xxvii Töluvert samræmi ríkir milli uppranastaða foreldranna og áfangastaða brottfluttra bama en á meðan forinni er ekki endilega haldið í heimasveit foreldranna er áfangastaðurinn oft sama eða nálæg sveit. Það að eiga aðflutt foreldri hefur þannig greinilega verið hvati til flutninga. Áhrifa frá systkinum gætir einnig hvað áfangastaði varðar en tæpur helmingur brottfluttra á eitt eða fleiri systkini meðal hinna brottfluttu. Innan átta af níu systkinahópum sem finnast meðal brottfluttra er einmitt mjög sterk tilhneiging til að flytjast á sömu staðina og er það vart tilviljun. Mægðir virðast ennfremur hafa spilað stórt hlutverk en af brottfluttum einstaklingum nær tæpur helmingur þeim áfanga að giftast og á meirihluti þeirra maka sem fæddan utan Rangárvallasýslu og flyst meirihluti þeirra til fæðingarsýslu maka. Gísli Ágúst Gunnlaugsson segir um aðflutta til Hafnarfjarðar á ámnum 1880-1930, að það sé greinileg tilhneiging meðal fólks til að setjast að þar sem það þekkir einhvem fyrir eða þar sem það á ættingja.xxviii Ekki er annað að sjá en að brottfluttir úr Oddasókn staðfesti þessa athugasemd Gísla. Um þriðjungur þeirra sem fluttist í burt komst í bændastétt og flutti sá hluti aðallega til Ámessýslu. Meirihluti brottfluttra hélt hinsvegar til Gullbringu- eða Kjósarsýslu og er skilgreindur sem annað hvort hjú eða húsfólk í manntölum. Möguleikar fólks i þeirri stöðu til að stofna til fjölskyldu vom einmitt meiri við sjávarsíðuna en til sveita og er bæði giftingartíðni og fijósemistíðni þessa hluta Oddasóknarhópsins nokkuð há. Með tilliti til þess að því fólki sem flyst burt virðist yfirhöfuð hafa vegnað ágætlega, liggur beint við að spyija hverjir það hafi þá verið sem snem aftur heim. Þegar upplýsingar um brottflutta em skoðaðar er sláandi að enginn þeirra sem giftist maka fæddum utan Rangárvallasýslu flutti aftur heim. Bendir þetta, ásamt þeirri staðreynd að ffamtíðarheimilið var jafnan fæðingarsýsla maka, til þess að tengslanet það sem fólk fékk aðgang að í gegnum maka hljóti að hafa skipt miku máli. ÆVILENGD Við höfum séð hvemig samspil fæðingarstéttar og kyns ákvarðar lífslíkur við fæðingu og reyndust efhahagsleg áhrif, þ.e.a.s. fátækt eða velsæld foreldra, óvemleg þegar horft var á hópinn sem heild. Áhrif þessara þátta vom hins vegar mikil þegar kynin vom skoðuð sitt í hvom lagi. Er þvi við hæfi að binda endahnútinn á umfjöllunina um örlög þessara 247 sálna sem við sáum fæðast hér nokkmm blaðsíðum ffamar með því að tæpa á því hvaða áhrif stétt og kyn höfðu á lífslíkur þeirra á fullorðinsáram. Einstaklingar í Oddasóknarhópnum fognuðu fimmtán ára afmæli sínu á ámnum 1845 til 1850. Jafnaldrar þeirra gátu á landsvísu búist við því að eiga í kringum 40 ár eftir ólifuð, karlmennimir tæplega, konumar ríflega."" Þegar litið er á ævilengd þeirra einstaklinga sem ná fimmtán ára aldri sker Oddasóknarhópurinn sig í heildina lítt ffá öðmm ungum íslendingum um miðja 19. öldina. Hver einstaklingur gat að meðaltali átt von á því að lifa í um 41 ár til viðbótar. Kynbundinn munur var líkt og á landsvísu lítill, piltamir áttu að meðaltali 39 ár framundan en stúlkumar 43. Ef bæði kynin eru talin saman lifði fólk sem komst í bændastétt lengur en þeir sem ekki komust í bændastétt. Náði fyrrnefndi hópurinn að meðaltali að verða að minnsta kosti sextugur á meðan aðeins kvenkynshluti seinni hópsins gat vænst þess að fagna fimmtugsafmæli sínu. Þegar ævilengd er skoðuð eftir því hvaða stefiiu líf fólks tók er greinilegt að mismunandi samfélagsstaða, og þar með lífsgæði, hafði áhrif á það hversu lengi fólk gat vænst þess að lifa. Ef bæði kynin era talin saman lifði fólk sem komst í bændastétt lengur en þeir sem ekki komust í bændastétt. Náði fyrmefhdi hópurinn að meðaltali að verða að minnsta kosti sextugur á meðan aðeins kvenkynshluti seinni hópsins gat vænst þess að fagna fimmtugsafmæli sínu. Lífslíkur karlanna vom bestar meðal þeirra sem urðu bændur ungir en lakastar meðal þeirra sem aldrei komust í bændastétt. Hvað síðamefnda hópinn varðar er enginn munur á lífslíkum einstaklinga eftir því hvort þeir vom fæddir í bænda- eða hjúastétt. Þetta skýrir að sjálfsögðu að hluta til hvers vegna bændum innan Oddasóknarhópsins fjölgar á meðan vinnumönnum fækkar eftir því sem líður á athugunartímabilið. Hvað konur varðar virðast bameignir hafa verið stærsti áhrifaþátturinn þar sem þær konur sem eignuðust fæst böm lifðu að jafnaði lengst á meðan þær sem flest böm eignuðust lifðu skemmst. Öfugt við karlmennina virðist ævi bændakvenna því lengjast eftir því sem þær komust seinna í bændastétt og af Oddasóknarhópnum urðu þær konur sem fundust ekki í bændastétt fyrr en árið 1880 (og þá væntanlega komnar úr bameign) langelstar, eða 81 árs að meðaltali. í samræmi við þetta var sá hluti vinnukvennanna sem var líklegri til að eignast böm, og jafnvel giftast (það er að segja konur fæddar í bændastétt), sömuleiðis mun skammlífari en þær vinnukonur sem aldrei giftust, eignuðust engin böm og vom einstæðingar alla ævi. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart þegar litið er til frumstæðrar heilbrigðisþjónustu þessa tíma og þeirrar staðreyndar að formæður okkar urðu margfalt oftar þungaðar en nútímakonur. Forvitnilegt væri Sagnir2005 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.