Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 10
Viðtal
Tilurð Hasarblaðsins
Viðtal við Guðmund Jónsson prófessor
Guðmundur Jónsson, prófessor, sat í ritnefnd Hasarblaðsins.
Timarit Sagnfræðinema -Sagnir- kemur út i 25. sinn á þessu ári. Sögu Sagna liefur
verið gerð góð skil áður i Sögnum og þvi fannst ritstjórn þetta árið rétt að leita á önitur
mið. Sagnir eiga sér nefnHega forvera sem fáir vita af. Haustið 1978 stóð Félag
sagnfræðinema að útgáfu tímarits, þess fyrsta meðal sagnfræðinema, og hlaut það
nafnið Hasarbiaðið. Einn af ritstjórum blaðsins var Guðmundur Jónsson, núverandi
prófessor við sagnfræðiskor Háskóla íslands. Ritstjórn Sagna settist niður með
Guðmundi og spurði hann út í tilurð Hasarbiaðsins.
Sagnir: Hvers vegna var ráðist í útgáfu Hasarblaðsins?
GJ: Þetta gerðist fyrir meira en aldarfjórðungi en eftir því sem ég man best voru
sagnfræðinemar að sækja í sig veðrið um miðjan áttunda áratuginn. Aðsókn að
sagnfræðináminu jókst mikið og sagnfræðinemar vildu verða sjálfstæðari gagnvart
íslenskunni innan heimspekideildar. Rétt áður, að mig minnir 1974, höfðu sagnfræðinemar
sagt skilið við Mími og stofnað sitt eigið félag, Félag sagnfræðinema. Það var ári áður en
ég byijaði í náminu. Talað var um það næstu árin að gera ýmislegt annað til að styrkja fagið
okkar og kom þá þessi hugmynd upp að gefa út blað með greinum um og fyrir
sagnfræðinema. Ég man ekki nákvæmlega hvenær þetta var ákveðið en málið var komið á
dagskrá veturinn 1976-1977. Rimefnd var skipuð en ekkert gerðist þrátt fyrir fögur
fyrirheit. En svo var skipuð ný ritnefnd sem í voru valinkunnir menn: Broddi Broddason,
fréttamaður á Rikisútvarpinu, Hadda Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur, Helgi Máni
Sigurðsson, safhvörður á Árbæjarsafni, og ég. Við vorum skipuð í þessa ritnefnd 1977 og
ritið kom svo út vorið 1978.
Sagnir: En hver voru markmið blaðsins og markhópur þess? Var blaðið aðeins
hugsaðfyrir þröngan hóp sagnfrœðinema eða stefndu menn á heimsyfirráð?