Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 34
Alþjóðlegir eða íslenskir? Leikrit Sigurðar Nordal, "Á ÞingvöIIum 984". kommúnistahreyfingar (Komintem) á þessum tíma. í samþykktum hennar var lýst yfír stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða. Jaíhframt var tekin afdráttarlaus afstaða gegn þjóðemisstefhu.™' Einar Olgeirsson var því að fylgja ríkjandi hugmyndafræði Komintem á þeim tíma sem greinin var skrifuð. HUGMYNDAFRÆÐI MÓTMÆLANNA Með þátttöku í Alþingishátíðinni gengust Alþýðuflokksmenn á hönd borgaralegri þjóðemishyggju að mati kommúnista. Alþjóðahyggja kommúnista vísaði til Sovét-Rússlands sem foðurlands. Hún beindist gegn borgaralegri þjóðemishyggju sem kommúnistar töldu styrkja borgaralega þjóðríkið sem þeir vildu sjá hverfa.1* Yfirlýst markmið Alþingishátíðarinnar var að styrkja sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og leita að alþjóðlegri viðurkenningu á tilvist islenska ríkisins.1 í stefnuskrá KFÍ ftá árinu 1930 er sjálfstæðisbarátta Islendinga spyrt saman við frelsisbaráttu verkalýðsins og stéttabaráttuna. Ástæða þessa var sú skoðun að landið yrði „aldrei raunverulega sjálfstætt fyr en verkalýður og bændur hafa tekið völdin og gengið í bandalag við alþýðuríki annara landa."” Slík frelsisbarátta væri alfarið marxísk en ekki á þeim þjóðemislega gmnni sem stofnsetning Alþingis og aðrir „gullaldaratburðir" vom. Síðar skilgreindi Einar Olgeirsson hlutverk Minningarheftis Réttar þannig að það hafi átt að vekja verkalýðinn til vitundar um sjálfan sig sem arftaka kúgaðra stétta fyrri kynslóða í landinu. Ragnheiður Kristjánsdóttir segir andóf kommúnista árið 1930 vera „ólíkt afstöðu þeirra til íslensks þjóðemis og íslenskrar þjóðemisstefnu sem seinna átti eftir að einkenna róttæka vinstri hreyfmgu á Islandi" og ástæða þessa sé „að kommúnistar vom á þessum tíma jaðarhópur í íslensku stjómmálalífi."™ Síðar skilgreindi Einar Olgeirsson hlutverk Minningarheftis Réttar þannig að það hafi átt að vekja verkalýðinn til vitundar um sjálfan sig sem arftaka kúgaðra stétta fyrri kynslóða í landinu. Verkalýðurinn átti að vera forystuafl í sjálfstæðisbaráttunni og samþætta hana við eigin frelsisbaráttu. Til þess yrði hann að kunna skil á hliðstæðri baráttu forfeðranna. Saga íslands átti að vera vopnabúr baráttunnar, líkt og hjá Jóni Sigurðssyni. Einar minnti á að við stofnun KFÍ vom lýðveldisstofnun og alger aðskilnaður frá Danmörku sett á stefnuskrá. Þetta gerði KFÍ fyrstur íslenskra stjómmálaílokka.”" Greinin í Minningarhefti Réttar var raunar ekki eina tilraunin sem Einar Olgeirsson gerði til að skrifa Islandssögu í marxískum anda. Árið 1954 sendi hann frá sér bókina Ættasamfélag og rikisvald í þjóðveldi íslendinga. Hún byggðist á fyrirlestrum sem Einar hélt í flokksskóla Sósíalistaflokksins veturinn 1951-1952.xiv Þar var, líkt og í Minningarhefti Réttar, fjallað um upphaf íslandsbyggðar. En áherslur Einars vora breyttar frá því árið 1930. í Ættasamfélagi og ríkisvaldi kallar Einar landnámið „hetjudáð“ og fagran vott „um hugrekki og manndóm þeirra manna, sem ættasamfélagið mótaði.“’lv Hann heldur sig þó við þá skoðun að ríkisvaldi hafi verið komið á til að veija auðæfi ójafnaðarmanna sem settu eigin hagsmuni ofar hagsmunum hins „kommúníska" ættasamfélags og rökuðu til sín auðæfum með ránum og ofbeldi.™ Að mati Einars sýndu íslendingar þjóðveldisaldar ffam á hvemig stuðla mátti að „þróun þjóðfélagsins, sem rís upp úr ættsveitaskipulaginu, áffam til siðmenningar og ffiðsamlegrar sambúðar heillar þjóðar eftir nýjum, ótroðnum leiðum, án þess að fara braut rikisvaldskúgunar harðsvíraðrar yfirstéttar með konung í broddi fylkingar." Hér hefur orðið mikil áherslubreyting frá viðhorfi Einars árið 1930. í grein í Sögnum árið 1982 bar Jón Viðar Sigurðsson þjóðemishyggju Einars Olgeirssonar í Ættasamfélagi og rikisvaldi saman við þjóðemishyggju Jóns Aðils og Jónasar frá Hriflu.x,“ Niðurstaða Jóns Viðars var að hvað „ytra útlit“ varði séu hugmyndir Einars líkar hugmyndum Jóns og Jónasar. Munurinn liggi í að Jón og Jónas séu að leitast við að sameina landsmenn í baráttu við Dani og fyrir sjálfstæði. Tilgangur Einars sé hins vegar að sameina landsmenn í baráttu gegn Bandaríkjunum og fyrir sósíalisma.xviíl ALÞJÓÐLEG ÁHRIF OG BREYTT ORÐRÆÐA Eftir að sósíaldemókratar vom lýstir „sósíalfasistar“ á heimsþingi Komintem árið 1928 var meginþunga baráttu heimskommúnismans snúið gegn þeim. Kommúnistar vom brýndir til átaka gegn sósíaldemókrötum og til að afhjúpa þá sem stéttasvikara og helstu stoð auðvalds og kapítalisma.x“ Þessi stefna skipaði Alþýðuflokknum á sama bekk og Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki (og forvemm hans) en kommúnistar vom í andstöðu við öll þessi „borgaralegu“ öfl. Þetta skýrir m.a. viðbrögð kommúnista við Alþingishátiðinni sem fyrrgreindir þrír flokkar stóðu saman að því að halda. Hér á landi átti fyrirskipuð barátta við „sósíalfasista" eftir að leiða til þess að sambúð kommúnista og sósíaldemókrata í sama stjómmálaflokki varð ekki á vetur setjandi og lauk með fullum skilnaði árið 1930. Ekki leið þó á löngu þar til alþjóðlegir vindar tóku að blása á annan veg. Vegna uppgangs fasisma í Evrópu og þess að hugmyndir um heimsbyltingu vora lagðar til hliðar (í staðinn skyldi stefht að ræktun sósíalisma í einu landi) kúventi Komintem árið 1935 og tók að boða samfylkingu gegn fasisma. Fyrrum fjandmenn kommúnista, sósíaldemókratar og fijálslyndir borgarar, vom skyndilega orðnir nauðsynlegir samherjar í baráttu gegn fasisma. Hér er einn forsvarsmanna íslenskra kommúnista farinn að nota fornaldararfinn til að brýna menn til samstöðu á grundvelli þjóðernis. Um þetta leyti tóku íslenskir kommúnistar að leggja nokkra áherslu á þjóðemishugmyndir. Það telur Svanur Kristjánsson sjást af málflutningi þeirra og að þetta kristallist í nafnbreytingu málgagns flokksins úr Verklýðsblaðinu í Þjóðviljann. Skýringa þessa sé að leita í samfylkingarstefnunni en einn þáttur hennar var „varðveisla þjóðlegra verðmæta og borgaralegs lýðræðis gegn áhlaupi fasismans.““ Lýðræði, þjóðleg gildi og þjóðemiskennd komust því upp á borðið sem æskileg og notadrjúg úrræði í baráttu gegn sameiginlegum óvini. í grein í tímaritinu Rauðum pennum árið 1938 ræðir ritstjórinn, Kristinn E. Andrésson, um nauðsyn þess að Islendingar standi saman gegn ásælni fasista og veiji land sitt og fullveldi af staðfestu. Máli sínu til stuðnings tákngerir Kristinn tvær persónur úr sögu fyrstu alda 32sagnir2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.