Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 66
Gunnhildur
Finnsdóttir er fædd
1977. Hún stundar nú
BA nám í sagnfræði
við Háskóla íslands.
Gunnhildur Finnsdóttir
Helgir steinar
Nunnuklaustrin á Kirkjubæ og Reynisstað
Franskar kiaustursystur fá afhent stofnbréf klausturs.
Á íslandi störfuðu tvö nunnuklaustur fyrr á öldum, bœði eftir reglu heilags
Benedikts. Samkveemt því áttu þau að vera sjálfstœðar stofnanir undir stjórn abbadísar
en biskup átti ekki að koma að stjórn klaustranna nema sérstök vandrceði kcemu upp.
Afskipti biskups fóru þó vaxandi eftir þvi sem á leióJ
Kirkjubcejarklaustur var stofnað árið 1186 af Þorláki Þórhallssyni biskupi. Hanit var
vel kunnugur klausturlifi, enda var hann príor í Þykkvabcejarklaustri áður en hann
gerðist biskup." Meira en öld leið þar til annað nunnuklaustur komst á laggirnar á
íslandi en árið 1268 gaf Gissur Þorvaldsson jarl, jörðina Stað í Reynisnesi eftir sinn dag
til þess að þar mcetti risa klaustur. Klaustrið var þó ekki vígt fyrr en 1295 af Jörundi
Þorsteinssyni biskuplm
EIGNIR OG TEKJUR
Húsakynni klaustra voru svipuð öðrum íslenskum stórbýlum og því mjög ólík þeim
stórhýsum úr steini sem klaustur voru víða um Evrópu. En kirkjumar við klaustrin voru
mun veglegri en venjulegar sóknarkirkjur, t.d. kemur fram í máldaga Kirkjubæjarklausturs
frá 1397 að kirkjan eigi 20 glerglugga. Þeir vom mjög dýrmætir á þessum tíma, enda
nefndir sérstaklega með eigum kirkjunnar. Gluggana hefur klaustrið eflaust fengið að gjöf
frá biskupi eða öðmm höfðingja erlendis frá.iv
Klaustmm áskotnaðist fé með ýmsu móti. Auk þeirra eigna sem lagðar vom til klaustra
við stofnun þeirra innheimtu þau aðgangseyri af þeim konum sem gengu í klaustrið og tóku
að sér böm til náms og gamalt fólk í ellinni gegn gjaldi. Klaustmm vom gefnar gjafir fýrir
legstaði í kirkju og sálumessur á stórhátíðum' og oft vom þau neíhd í erfðaskrám, t.d.
arfleiddi Einar Eiríksson í Vatnsfirði Kirkjubæjarklaustur og fleiri klaustur að fimm
hundruðum hverju árið 1382" I sumum tilvikum mnnu sektir til klaustra eða þá að menn
unnu af sér refsingu í þjónustu við klaustrin.” Þegar klausturlíf stóð í mestum blóma á
íslandi á 14. öld vom klaustrin mjög auðugar og valdamiklar stofnanir, með jarðeignir og
ítök vítt og breitt um landið.
64 Sagnir2005