Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 28
Minningar og goðsagnir um sfðari heimsstyrjöldina í Danmörku framkvæmda, 2. október, höfðu flestallir gyðingamir flúið heimili sín og farið í felur. Á næstu vikum vom þeir svo ferjaðir yfir til Svíþjóðar þar sem þeir fengu hæli til stríðsloka. Rúmlega 7.000 manns komust undan á þennan hátt. Aðeins 481 gyðingur var handtekinn. Þrátt fyrir þennan takmarkaða árangur þýska hersins vakti þessi aðgerð Þjóðverja mikla reiði í Danmörku og var fordæmd af nær öllum pólitískum og trúarlegum samtökum landsins."1 Reiði Dana setti þrýsting á Þjóðverja og varð til þess að dönsku gyðingamir vom ekki fluttir í útrýmingarbúðimar í Auschwitz, heldur til Theresienstadt, sem var nokkurs konar sýningar-gettó („model ghetto“).™ Langflestir dönsku gyðinganna snem aftur heilir á húfi. Aðeins 52 lifðu ekki af."ai Um björgun gyðinganna - „The Jewish Dunkirk““iv - hefur mikið verið skrifað, jafnt marktækar fræðibækur sem hæpnar hetjusögur. Nokkrar bamabækur hafa verið skrifaðar um björgunina og það er fjallað um hana í mörgum hinna stærri verka um síðari heimsstyrjöldina. Hún gegnir einnig stóm hlutverki á Minningasafni Helfararinnar, Bandaríkjunum og á safni dönsku andspymuhreyfingarinnar."v Sagan af björgun gyðinganna er yfirleitt sögð sem eins konar dæmisaga. Hópamir þrír sem að sögunni koma em mjög einsleitir: gyðingamir em óvirk fómarlömb, Þjóðverjamir em blóðþyrstir holdgervingar illskunnar og Danir em í hlutverki hetjanna sem taka rétta siðferðilega afstöðu í erfiðum aðstæðum. Lærdómurinn af sögunni er að það hafi þrátt fyrir allt verið mögulegt að spyma við fæti gegn helförinni - jafnvel lítil þjóð og hersetin gat fengið miklu áorkað hefði hún til þess hugrekki og siðferðilegan styrk. Lærdómurinn af sögunni er að það hafi þrátt fyrir allt verið mögulegt að spyrna við fæti gegn Helförinni - jafnvel lítil þjóð og hersetin gat fengið miklu áorkað hefði hún til þess hugrekki og siðferðilegan styrk. Með því að kynna björgun gyðinganna J943 sem „ævarandi ljós í heimi andlegs myrkurs""" og sem „tákn vonar og ljóss í myrkri Helfárarinnar‘V',il er ekki bara verið að hæla Dönum og búa til hollan siðferðilegan boðskap fyrir komandi kynslóðir. Eins og sagan er oftast sögð felur hún einnig í sér áfellisdóm yfir öðmm þjóðum: Dönum tókst að bjarga næstum öllum gyðingum í Danmörku - af hverju stóðu aðrar þjóðir sig ekki jafn vel? Sagan af björgun dönsku gyðinganna er því mikilvæg fyrir gyðinga um allan heim. Hún sýnir að það er mögulegt að gyðingar öðlist samþykki og viðurkenningu þeirra samfélaga sem þeir búa í; mögulegt sé að vinna bug á fordómum og ofsóknum gagnvart gyðingum. Því er eðlilegt að gyðingar í ísrael og Norður- Ameriku hafi unnið mikið rannsóknastarf í tengslum við björgun danskra gyðinga og að jiddískar bækur um helförina veiti Danmörku mikla athygli.“víii Þá vinna ýmsar stofnanir að því að halda minningunni á lofti, svo sem Þökk sé Skandinavíu-stofnunin sem sfyður skandinavíska stúdenta til náms í Bandaríkjunum og ísrael."1' Sagan af björgunarafrekinu 1943 er oft það eina sem Danir vita um gyðinga í Danmörku, sem og það eina sem gyðingar erlendis vita um Danmörku."x Máttur minningarinnar er mikill enda er boðskapur hennar jákvæður og hagstæður þeim sem halda henni á lofti. NOTKUNARGILDI MINNINGARINNAR FYRIR DANMÖRKU Hið ráðandi sögulega minni um síðari heimsstyrjöldina í Danmörku er eitthvað á þá leið að þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi hemumið landið, þá haft þeir aldrei náð að sigra „hinn danska anda“. Afskipti hemámsliðsins af málefnum landsins og tilraun til brottflutnings danskra gyðinga mættu harðri andspymu - ekki bara frá andspymuhreyfingunni, heldur allri dönsku þjóðinni. Þessi minning fellur mjög vel að hugmyndum Grundtvigianismans um einstakan danskan anda mannúðar,'"1 og að sjálfsmynd Danmerkur fyrir strið sem friðelskandi og mannúðlegrar þjóðar mitt í stærri og grimmari Evrópu. Þessi ímynd Danmerkur hefur aflað henni virðingar á alþjóðavettvangi og varð ásamt öðru til þess að henni var skipað í hóp bandamanna í lok síðari heimsstyijaldar. Hiö ráöandi sögulega minni um síðari heimsstyrjöldina í Danmörku er eitthvað á þá leið að þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi hernumið landið, þá hafi þeir aldrei náð að sigra „hinn danska anda". Af því tilefni að 50 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar var haldin sýning í Pennsylvaníuháskóla til að minnast björgunar danskra gyðinga. Sýningin bar yfirskriftina „Barátta og björgun: Svar Danmerkur við helforinni"”"1 og sýndi dönsku þjóðina sem fyrirmyndarandstæðing kynþáttahyggju. Ef leitað er á netinu að tímaritsgreinum um Danmörku og síðari heimssfyijöldina, má fmna fyrirsagnir í svipuðum stíl: „Svar þjóðar við nasistum: Nei“; „Samsæri um siðsemi"; „Danskur griðastaður“.'“il‘ Flokkun Danmerkur í sigurliðið og hin jákvæða ímynd hennar hefur reynst landinu verðmæt á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um það má benda á að á sama tíma og svissneskir bankar og fyrirtæki í Evrópu voru að greiða fómarlömbum helfararinnar skaðabætur krafðist danska fyrirtækið F. L. Smidt bóta frá eistneska ríkinu vegna fyrirtækis í Eistlandi sem hafði verið þjóðnýtt eftir síðari heimssfyrjöldina. Fyrirtæki þetta hafði hagnast á þrælkunarvinnu í stríðinu en það kom ekki í veg fyrir að danska utanríkisráðuneytið stæði með því."xiv Þessi ósvífni var sennilega aðeins möguleg vegna orðstírs Danmerkur sem eins ffemsta siðferðilega andstæðings Helfararinnar og nasisma. Minningar Danmerkur úr síðari heimsstyijöldinni hafa einnig sfyrkt sameiginlega þjóðarimynd og einsleitni dansks samfélags því bæði sýnir hún gyðingana sem hluta af dönsku samfélagi og dönsku þjóðina sameinaða í réttri siðferðilegri afstöðu gegn nasisma. Mannfræðingurinn Andrew Buckser hefur fjallað um þá gífurlegu áherslu sem lögð er á einsleitni samfélagsins í Danmörku. Innflytjendum eru innrættir danskir siðir og þeim kennd dönsk tunga. Ekki er mikið pláss fyrir menningarlega fjölbreytni og þeir innflytjendur sem ekki aðlagast eru litnir homauga."" í Danmörku er litið svo á að öllum beri að tileinka sér danska menningu og siði - „hinn danska anda“. Minnihlutahópar sem halda í eigin siði og menningu eru álitnir ógnun við hið einsleita og mannúðlega danska samfélag. Þannig halda Danir uppi árásum á menningu minnihlutahópa undir yfirskyni umburðarlyndis og mannúðar.",vi HVAÐ GERÐIST HAUSTIÐ 1943? Á síðustu árum hefur hin opinbera lýsing á björgunarafrekinu mátt þola talsverða gagnrýni. Sá sem gengur einna lengst í endurtúlkun atburðanna í október 1943 er Gunnar Paulsson, prófessor i sögu gyðinga við Háskólann í Leicester. Hann lýsir atburðunum sem „fullkomlega farsælum brottrekstri danskra gyðinga“"xvii’ framkvæmdum að undirlagi Þjóðverja sem hafi haft það eina markmið að „hreinsa" Danmörku af gyöingum."xv,ii Danski sagnffæðingurinn Hans Kirchhoff hefur gagnrýnt Paulsson fyrir slælega heimildarýni og óvarfæmislegar ályktanir.x"ix Kirchhoff er þó sammála Paulsson um að þýska hemámsliðið hafi sjálft spillt aðgerðinni og stuðlað að því að gyðingamir næðu að flýja til Svíþjóðar. I nýlegri bók sinni um Danmörku í síðari heimssfyijöldinnixl skrifar Kirchhoff um björgun gyðinganna á gagnrýninn hátt og sýnir hana í nýju ljósi með hjálp staðreynda sem hingað til hafa ekki farið hátt í skrifum danskra sagnfræðinga um málið, eða eins og hann segir sjálfur: „Enginn danskur sagnfræðingur hefur vogað sér að blaka við þessari bestu stund hemámskynslóðarinnar“.xii Kirchhoff virðist þó telja að með því að segja alla söguna af björgunarafrekinu sé ekki verið að eyðileggja gildi þess. Vissulega missi Danir stöðu sína sem ármenn réttrar breytni. En það mikilvægasta - möguleikinn á mannúð á tímum helfararinnar - sé til staðar eftir sem áður.xlii 26 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.