Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 43
einnig héraðsmót í sveitum landsins undir forystu ungmennafélaganna, leystu þjóðhátíðarmót af hólmi alls staðar á landsbyggðinni nema í Vestmannaeyjum. Því er rétt að beina sjónum að þessum mótum og kanna hvers kyns þau voru. héraðsmót ungmennafélaga hefja göngu SÍNA Norðlenskir ungmennafélagar héldu uppteknum hætti og voru með íþróttamót á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar árið 1910. Að þessu sinni var mótið haldið á Húsavík og hafði ungmennafélag staðarins, Ófeigur í Skörðum, forstöðu þess á hendi. Talsverður hátíðarbragur var á mótinu sem hófst með skrúðgöngu frá kirkjunni til hátíðarsvæðisins. Þar var mótið sett og svo var flutt minni Jóns Sigurðssonar."'* Keppt var Á Keppendur og áhorfendur hlýða á biskup setja vígslumót Melavallarins 17. júní 1911. í ýmsum íþróttum svo sem kapphlaupi og stökkum, þar á meðal hástökki á stöng sem í dag er kallað stangarstökk. Einnig var keppt í sundi, glímum og knattsparki. Þetta mót var að öllu leyti hliðstætt mótinu sem haldið var á Akureyri árið á undan. Nú létu sunnlenskir ungmennafélagar einnig að sér kveða. Hinn 9. júlí 1910 var haldið fyrsta héraðsmót ungmennasambandsins Skarphéðins að Þjórsártúni í Rangárvallasýslu í blíðskaparveðri. Geysilegur mannfjöldi sótti hátíðina. Þangað komu um þrjár þúsundir manna af Suðurlandi og svo var sagt að nálægar sveitir hafi nær því tæmst af fólki. Mótið hófst með skrúðgöngu íþróttamanna og áhorfenda upp á íþróttasvæðið. Var þar stórt afgirt svæði og fánum skrýddur pallur á því miðju til íþrótta og ræðuhalda. Formaður mótsnefndar, Guðlaugur Þórðarson í Króktúni setti samkomuna kl. ellefú árdegis og bauð menn velkomna. Þá flutti Helgi Valtýsson, sambandsstjóri UMFI, ræðu og hvatti menn til ffamsóknar og sjálfstæðis. Hápunktur mótsins var kappglíma 18 ungra manna um silfúrskjöldinn „Skarphéðin“ sem sambandið hafði látið gera til heiðurs besta glímumanni Suðurlands. Einnig var keppt í hlaupum og stökkum og þótti samkoman takast afburðavel."1 Eftir þessa góðu byxjun varð mótið árlegur viðburður. Það Eftir þessa miklu hátíðahrinu mátti sá íslendingur vera bæði blindur og heyrnarlaus sem ekki vissi að 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar og að nú var öld liðin frá fæðingu hans. leysti þjóðhátíðir Ámesinga og Rangæinga af hólmi og fór oftast fram um mánaðamótin júní/júlí ár hvert. Fljótlega bættust við árviss héraðsmót Skagftrðinga (1912), Borgfirðinga (1913), Þingeyinga (1915) og Austfirðinga (1915)“* fyrir utan smærri mót. „En sautjándijúní hefur sigrað" STÓRHÁTÍÐIN 17. JÚNÍ 1911 Þegar 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar nálgaðist leyndi sér ekki að landsmenn voru staðráðnir í að minnast hennar rækilega. Auglýsingar um hátíðir víðs vegar tóku að birtast í blöðum skömmu eftir áramót og jafnt og þétt síðan. Iþróttasamband Reykjavíkur vann kappsamlega að því að fúllgera Melavöllinn og tókst það fyrir atbeina dr. Valtýs Guðmundssonar sem ábyrgðist 2000 króna lán til verksins."”1 Hátíðamefnd var kosin af bæjarstjóm Reykjavíkur og ýmsum félögum bæjarins til að undirbúa hátíðahöld í tilefoi afmælisins. Merkasti viðburður dagsins var að Háskóli íslands var stofnaður. Stofndagurinn var sýnilega valinn í virðingarskyni við Jón Sigurðsson. Opnuð var stór iðnsýning í Bamaskóla Reykjavíkur sem safnað hafði verið til víðsvegar af landinu. Bókmenntafélagið minntist forseta síns og flutti aðsetur sitt til íslands þennan dag en hafði áður starfað samtímis á Islandi og í Danmörku. Skáldin Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Guðmundsson ortu kvæði til heiðurs Jóni. Þá er best að snúa sér að íþróttamótinu sem lengi vel var kallað fyrsta Landsmót UMFÍ. Það vakti langmesta athygli af viðburðum dagsins. í skrúðgöngunni út á íþróttavöll tóku þátt um sjö þúsundir manna. Þar var keppt í ýmsum íþróttum sem almenningi vom ekki meira en svo kunnar. í marsmánuði birtust í Visi ítarlegar lýsingar og leikreglur fyrir íþróttagreinar mótsins. Þar mátti nefúa kappgöngu, hlaup yfír girðingar (grindahlaup), langstökk með og án tilhlaups, stangarstökk á hæð, knattkast, spjótkast, kúluvarp og reiptog."”1' Fullvíst er að sumar þessar íþróttir höfðu aldrei sést í keppni á landinu fyrr svo þetta var forvimilegt í meira lagi. Biskup íslands sá um setningu mótsins, sem var mjög hátíðleg, en það var um leið vígslumót hins nýja íþróttavallar. Keppnisgreinar mótsins voru fimleikar, glíma, Baráttan milli þessara daga hefur nú staðiö í nokkur ár og hefur vaidið dálitlum ruglingi. En 17. júní hefur sigrað. lyftingar, sund, knattspyma og margar greinar fijálsíþrótta. Engar konur vom meðal keppenda en fimleikakonur ungmennafélagsins Iðunnar sýndu fimleika við góðan orðstír. Verðlaunapeningar vom veittir úr silfri og eir með mynd Jóns Sigurðssonar. Var það í fyrsta sinn sem gerð var andlitsmynd íslendings á pening en lengi höfðu danskir kóngar prýtt myntir þær sem íslendingar nomðu til daglegs brúks. Keppni stóð á hveiju kvöldi í heila viku og að henni lokinni var efnt til samkvæmis og útbýtt þar verðlaunum, bæði peningum og verðlaunaskj ölum.’""' Fjölmargar samkomur vom haldnar víða um land 17. júní og vom þær flestar á vegum ungmennafélaganna sem höfðu nú tekið daginn upp á arma sína. Hátíðir vom haldnar í Hvalfirði, Borgarfirði, á Hrafnseyri, Borðeyri, Sauðárkróki, Möðruvöllum, Akureyri, Vaglaskógi, Grænavatni við Mývatn, Húsavík, Klifshaga við Axarfjörð, Vopnafirði, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Eskifirði, Öræfúm og víslega fleiri stöðum sem ekki hafa borist nákvæmar fréttir af. Allsstaðar vom ræðuhöld og íþróttir. Við Norðurá í Borgarfirði var haldin hátíð 24. júní og var þar sameinuð vígsluhátíð nýrrar brúar yfir ána og minningarhátíð Jóns Sigurðssonar forseta.”“v Á Hrafnseyri var afhjúpaður minnisvarði um Jón Sigurðsson við hátíðlega athöfii 17. júní og þar vom sem vænta mátti haldnar fjölmargar ræður og Jóns Sigurðssonar minnst rækilega.""1 Norðlensku ungmennafélögin héldu sitt þriðja árlega íþróttamót á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, „Jóns Sigurðssonar deginum,“ eins og hann var nefndur í Vísi í fféttafrásögn. Gaf það í engu eftir tveim fyrri mótum og var keppt í fjölmörgum íþróttum, svo sem glímum, sundi, veðreiðum, hlaupum, skotfimi og hjólreiðum."xv" Eftir þessa miklu hátíðahrinu mátti sá íslendingur vera bæði blindur og heymarlaus sem ekki vissi að 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar og að nú var öld liðin frá fæðingu hans. Enginn vafi leikur á að ungmennafélög landsins vom virkust í að breiða þennan boðskap út. Fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofhað 1906 en ungmennafélög á landinu vom orðin 120 talsins þegar hér var komið Sagnir 2005 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.