Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 62
Sagnir, 29. árgangur Guðmundi Sveinbjörnssyni skrifsstofustjóra árið 1928 að virkjunarbeiðnin yrði látin bíða.46 Jónas tók þó fram að þeir ætluðu sér ekki að virkja sjálfan fossinn en „slíkt mannvirki á þessum stað mundi særa fegurðartilfinning manna ... ef bygðir yrðu ljótir steinsteypukassar á vestari bakka Almannagjár."47 Hann afsakaði þó þá félaga með því að þeir vildu hita og lýsa upp heimili sitt. Reyndar virðist hugsanleg virkjun ekki vera neitt stórmál í hugum þingmanna, enda bar Jónas þetta frekar hæversklega fram. Bernharður Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hlynntur friðuninni og mælti með henni en talaði jafnframt um mikilvægi þess að geta virkjað ár. Magnús Guðmundsson, þingmaður Ihaldsflokksins, taldi það jákvætt að menn nýttu sér ár og strauma til virkjunar. Var augljóslega erfítt að mæla gegn þvf að fólk vildi nýta krafta náttúrunnar til að lýsa upp hús sín enda yrðu það augljósar framfarir fyrir fólkið í landinu að fá rafmagn. Ekkert varð þó úr þessari virkjun á næstu árum Hvað girðingarumræðuna varðaði nýtti Jónas sér rök Guðmundar Davíðssonar þegar hann taldi að ekki þyrfti að girða eins mikið og menn héldu, en Guðmundur hafði talað um það í grein árið 1926 að flatarmál svæðisins væri 37 ferkílómetrar en ummál um 25,5 kílómetrar. Þar afværi Almannagjá, Hrafnagjá og strandlengja Þingvallavatns sjálfgirt og væri það samtals um 17,3 km af áður sögðum 25,5 km. Því þyrfti einungis að girða rétt rúma 8 km.48 Það kemur þó fram í greinargerð Þingvallanefndar árið 1948 að þá þurfí umsjónarmaður að huga að 20 km langri girðingu.49 Hvort þetta hafi verið áróðursbragð hjá Guðmundi skal ósagt látið. Magnús Guðmundsson þingmaður talaði um það að girða þyrfti meðfram veginum inn í Kaldadal og miklar líkur yrðu á því að girðingarnar lægju niðri langt fram eftir vori vegna snjóþyngsla. Ennfremur jafngilti það dauðadómi yfir býlunum að banna þar sauðfjárrækt vegna lítilla engja. Aætlaði hann síðan að friðunarkostnaðurinn myndi hlaupa upp í 100.000 kr., þar sem nú þegar væru skaðabætur til prests orðnar 15.000 kr.50 Magnús endaði síðan á að segja: „Eins kann jeg illa við að láta þingnefnd hafa stjórn á jarðeignum. Það er utan verksviðs þingsins. Það fer með löggjöfina, en ekki framkvæmdarvaldið. Þetta heyrir undir stjórnina.“51 Pétur hélt áfram að verja bændur og búfé gegn þeim ásökunum að það væri þeim að kenna að skóginum færi aftur. Taldi Pétur að það hefði verið sökum kolagerðarinnar, en nú færi skóginum fram.52 Ennfremur benti hann á að bæði útsvar og fjallaskilakostnaður myndi falla á ríkið sem gæti orðið umtalsvert.53 Önnur gagnrýni á frumvarpið sneri að setningunni: „villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifist, skal vera algerlega friðað." Vöruðu andstæðingar við að þarna væri verið að friða refinn. Jón Þorláksson sagði þetta stangast á við lög um eyðingu refa og því þyrfti að fella þetta út. Magnús Torfason benti á í umræðum á þinginu að rottur og mýs gætu orðið aðgangsharðar, því þyrfti að hafa heimild til að veiða.54 Talsverð greinarskrif urðu um þetta í blöðunum og fannst einum greinarhöfundi, sem kallaði sig X, þetta illa til fundið „að gera Þingvelli og umhverfi að friðlýstum reit fyrir refi og grenlægjurí'55 Guðmundur Davíðsson svaraði greininni á þann veg að drápin á refnum væru siðlaus og guðlaus og taldi að menn ættu að hafa meiri áhyggjur af illri meðferð sinni á kindum en að refurinn krækti í eitt og eitt lamb „en víst er um það, að við enga skepnu beita menn eins þrælslegri drápsaðferð og tófur!‘5é Jón Baldvinsson ætlaði þó ekki að láta hanka sig á refafriðun og sagði að vitanlega kæmi það „ ekki til mála, að þetta friðlýsta svæði eigi að verða einskonar uppeldisstofnun fyrir refi, eins og drepið var á í einu dagblaðinu nýlega.”57 Enda var þessum lið breytt í: „Skógurinn og villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifist, skal vera algerlega friðað. Þó skal nefndin gera ráðstafanir til eyðingar þeim dýrum og fuglum, sem gera usla á hinu friðlýsta svæði eða vinna búfjenaði hjeraðsmanna tjón!‘58 Niðurstöður Friðunar- og náttúruhugmyndir ruddu sér rúms hér á landi á tímum mikils breytingaskeiðs í sögu þjóðarinnar. Guðmundur Davíðsson var ötull talsmaður þeirra og á margan hátt með aðrar áherslur á náttúrusýn landsins en einvörðungu skógræktaráhuga. Hann virðist hafa viljað sjá hér friðlýst svæði sem fengi að þróast af sjálfu sér, þar sem börn og fullorðnir gætu lært um náttúruna og notið hennar en þó fyrst og fremst lært að virða hana. Hugmyndir Guðmundar hittu að sumu leyti beint í mark sökum mikilvægis Þingvalla sem sameiningarstaðar íslensku þjóðarinnar. Fólk vildi sjá staðinn dafna, að hann væri vel hirtur, snyrtilegur og nokkurs konar kyndilberi þjóðarinnar, sem hún gæti sýnt erlendum gestum sínum án minnkunar. Helstu rök gegn friðun lágu í stærð svæðisins, þ.e. túlkun á því hvar hin eiginlega þinghelgi lá og hvar væri því þörf á að friða. Því í hinni eiginlegu þinghelgi var það einkum fólk úr kaupstöðunum sem gerði óskunda með fyllerísferðum og brambolti Vildu andstæðingar friðunar meina að, ef tilgangurinn með stærð svæðisins væri eingöngu sá að friða skóginn, væri nóg að sitja sér skógarfriðunarlög um svæðið og reyna ýta undir rétta nýtingu bænda á 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.