Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 44

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 44
Sagnir, 29. árgangur Stríð vfsínda og trúar Þorsteinn Gíslason ritstjóri, þýðandi og skáld var áhugamaður um trúmál og skrifaði tvær athyglisverðar greinar í tímaritið Sunnanfara 1894-1895 er hann var í námi í Kaupmannahöfn. Greinarnar einkennast af mikilli vísindahyggju, málsvörn fyrir trúleysi og gagnrýni á trúarbrögð. Þorsteinn, eins og margir aðrir íslenskir menntamenn, varð hughrifínn af stefnu Brandesar í Kaupmannahöfn.16 Sunnanfari var þá gefinn út af íslendingum í Kaupmannahöfn og var Þorsteinn um stund einn af ritstjórum blaðsins. Fyrri greinin nefndist „Meira af guðleysinu“ og birtist í sama tölublaði og grein séra Matthíasar Jochumssonar, „Guðleysið“ 1894. Matthías fjallar þar um stríðið milli trúar og vfsinda og kemst að þeirri niðurstöðu að: „Án guðstrúar er öll speki dauð og marklaus oglífið óbærilegt."17 Matthías var meðal frjálslyndustu prestum landsins og fór því ekki hörðum orðum um efnið og leggur áherslu á að samræma megi skoðanir trúmanna og vísindamanna. Upptökin að greinarskrifunum voru orð Þorsteins Gíslasonar í grein um íslensk skáld þar sem hann telur það miður að íslensk skáld hafi hingað til ort kvæði sem styrkja kirkjukreddur og guðstilbeiðslu.18 Matthías telur skrif Þorsteins einkennast af unggæðingshætti en Þorsteinn telur sig eiga fullan rétt á að hafa skoðanir óháð aldri sínum. Tvær lífskoðanir berjast, trú og vísindi. Um stríðið segir Þorsteinn: Firir mínum augum lítur það svona út: Aðra verja vísindamennirnir, hina klerkarnir. Önnur stiðst við ransóknir, hin er bigð á ifirnáttúrlegri opinberun. Önnur filgir kenníng þeirra manna, sem ransakað hafa lög náttúrunnar, kannað himinhvolfið, jörðina, líf díranna og jurtanna, skinjan mansins og skilníngarvit, hin biggir á heilaspuna og hjátrú þekkíngar snauðra fornþjóða, á skáldskap laungu dáinna kinslóða. Öðru megin sækir fram mansandinn frjáls og óháður, leitandi sannleikans með ljósi þeirrar þekkíngar sem við höfum ráð ifir, og virkin kríngum háborg Giðíngaguðsins loga og brenna hvar sem það ljós er borið nærri þeim, og varnamúrar hans hrinja hvar sem hæll vísindamansins treður þá. Hinumegin etur vaninn fram þussaskallanum með þeirri tröllatrú að vopn skinseminnar bíti hann ekki, hugsandi lítt um það, hvað hann ver og móti hverju hann berst, en viljandi í blindni kúga og deiða heilbrigðar hugsanir, mannlegar tilfinníngar og náttúrlegt líf.19 Ljóst er hvorri fylkingunni Þorsteinn fylgir. Hann telur síðan upp margar afþeim mótsagnakenndu og órökrænu kenningum kristindómsins sem honum þykja hvað fáránlegastar eins og þá að algóður Guð geti dæmt menn 42 til vistar í helvíti. Hann viðurkennir þó að í Biblíunni megi finna nolckur fögur sannindi eins og í öðrum skáldskap. Þorsteinn vill með greininni ekki hæðast að trú manna, „en það er rjett að benda mönnum á, hve skynsamleg og sennileg trú þeirra sje, og rángt er að látast trúa því, sem maður í hjarta sínu metur einskis.“20 Hann vill að skoðanir trúleysingja sem fylgja sannfæringu sinni séu virtar. Vægi og gildi trúarinnar og vísindanna telur Þorsteinn ekki vera jafnt, vísindin vegi þyngra. Hugmyndin um einhvern annan guð en þann kirkjulega, einhvers konar guð vísindanna, telur Þorsteinn varla vert að hugsa um, svo óljós er hugmyndin. „Kirkjan er nú líkkista dauðs guðs" Þorsteinn skrifar aðra grein í Sunnanfara í byrjun árs 1895 sem nefnist „Vísindi og trú.“ I henni fer hann ítarlega í hugmyndir helstu vísindamanna samtímans um eðli heimsins, rætur trúarinnar og hví hún sé óskynsamleg. Hann lýsir hvernig vísindin séu tilraun til að skýra tilveruna en þegar sannanir eru ekki til staðar, nema vísindin staðar. Þau skilja spurninguna eftir ósvaraðri ef engin skynsamleg svör finnast. Menn læri stöðugt nýja hluti um lífið og komast nær sannleikanum, en óviturt er að standa í stað oghalda í gamlar lífsskoðanir.21 Hann lýsir svo þeirri vísindakenningu að afl og efni séu eilíf og því sé ekki hægt að eyða þeim, aðeins umbreyta. Hugmyndin að Guð hafi skapað afl og efni telur Þorsteinn barnalega, því ómögulegt sé að svara því hver skapaði þá Guð? Það samræmist ekki niðurstöðum reynsluvísindanna.22 Hann viðurkennir þó að vísindamenn geti bæði verið trúaðir og trúlausir en enginn þeirra geti viðurkennt guðshugmyndir kristinnar kirkju.23 Síðan rekur Þorsteinn hvernig trúarbrögð urðu til. „Allir guðir voru upprunalega menn“24 segir Þorsteinn, og á þá við að guðirnir séu sprottnir upp úr mannlegri vitund en nú sé yfirráðum þessara hugmynda dauðra manna vonandi að Ijúka. „Kirkjan er nú líkkista dauðs guðs og hlítur því bráðum að fúna og hverfa niður í moldina"25 Þorsteinn telur vantrú vera heilbrigðari lífsskoðun en trúna og segir í lok greinar: Vantrúin kennir að hún eigi að vera bústaður gleði og ánægju. Vellíðan mannsins og velgeingni er first og fremst komin undir því, að hann hafi hraustan og heilsugóðan líkama. Prédikanir um krossfesting holdsins hafa skapað, og hljóta að skapa, kriplínga og vesælínga.26 Greinarskrif Þorsteins í Sunnanfara bera með sér keim af sterkri vísindahyggju. Hann er öflugur málsvari fyrir vantrú og telur hana langtum betri en trúna. Kenningar J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.