Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 72

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 72
Sagnir, 29. árgangur atvinnurekendum, eins og raun bar vitni.64 Guðmundur Magnússon teflir fram Gunnari Birgissyni í því skyni að undirstrika enn frekar þátt hægrimanna í þjóðarsáttinni. Hann heldur því fram að Gunnar hafi fengið Guðmund J. til þátttöku vegna langvarandi vináttu.65 Guðmundur J. batt sig við hugmyndafræði þjóðarsáttarinnar 198566 og því „miklu fyrr en Ásmundur, ég segi strax að minnsta kosti ’8 5 og vísa þá til ræðu Þrastar.“67 Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari stjórnar Dagsbrúnar og hægri hönd Guðmundar J. til margra ára segir meintan fornvinskap Guðmundar J. og Gunnars eigi ekki við rök að styðjast. Gunnar hafi verið trúnaðarmaður Dagsbrúnar í stuttan tíma sem ungur maður, en síðan horfið til náms. Guðmundur J. hittir Gunnar svo aftur er hann var orðinn varaformaður VSI.68 Guðmundur Magnússon lítur áþjóðarsáttina sem einstakt og einangrað fyrirbæri, en kemur ekki auga á þróunina sem hafði átt sér stað frá 1984.69 Tvær raunhæfar tilraunir til að kveða niður verðbólgu voru gerðar á níunda áratugnum. Árið 1984 var gerð að mörgu leyti róttæk tilraun til að kveða niður verðbólgu með hóflegum kjarasamningum. Tilraunin mistókst þar sem hún var þvinguð fram af ríkisvaldinu, án víðtækrar þátttöku og samstöðu samfélagsins.70 í ársbyrjun 1986 var kjörið tækifæri til að kveða niður verðbólguna vegna hagstæðra efnahagslegra skilyrða. Þrátt fyrir almenna bjartsýni og góð skilyrði mistókst þessi tilraun hrapalega vegna þungra byrða sem lagðar voru á ríkissjóð. Með „Litlu þjóðarsátt" var fyrsta raunverulega tilraunin gerð til að stilla saman laun og verðlag.71 Þórarinn V. telur að það hafi verið „þróun sem leiddi til þjóðarsáttarinnar, en ekki snilldarhugmynd einstaldinga, aðila vinnumarkaðarins eða ríkisstjórnarinnar. Menn lærðu af reynslunni af samningunum 1984 og 1986.“72 Morgunblaðið hefur lengi verið vettvangur hægrimanna í því skyni að festa goðsögnina í sessi. Svo var þó ekki í kjölfar þjóðarsáttarinnar, því fyrst í stað var blaðið vettvangur harðrar gagnrýni þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson fór mikinn: Hvað fer jafnan úrskeiðis í stjórn íslenskra efnahagsmála? Hvers vegna er núverandi stjórnarstefna líka dæmd til að mistakast? ... Sú „þjóðarsátt", sem tekist hefur um stund, er ekkert annað en nýtt nafn á gamalli lummu, sem er launastefna á vegum stjórnvalda. I stað þess að láta kjarasamninga afskiptalausa reyna stjórnvöld að hafa áhrif á þá, svo að launahækkanir fari ekki úr hófi, gjarnan með því að lofa opinberum aðgerðum, skattalækkunum, félagsmálapökkum eða öðru slíku. En reynslan hefur sýnt að launastefna mistekst fyrr eða síðar.73 Steingrími Hermannssyni fannst „alveg fáránlegt"74 að Hannes skyldi síðarþakka Davíð Oddsyni efnahagslegan ávinning þjóðarsáttarinnar, „því Davíð nefnilega lagðist gegn þessu [þjóðarsáttinni]. ... Það er hlægilegt að heyra það þegar Mogginn er að segja, að þeir hefðu lagt úrslitakosti fyrir ríkisstjórnina.“75 Þórarinn V. Þórarinsson segir að of mikið sé gert úr hlut Einars Odds og „goðsögnin um þjóðarsáttina er röng, hún hefur verið framleidd markvisst afMorgunblaðinu!76 Það kemur fram að margir telja að það hafi einfaldlega verið brýn pólitísk nauðsyn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að festa þessa goðsögn í sessi.77 Hetjurnar voru oddvitar vinnumarkaðarins, Einar Oddur, Ásmundur og Guðmundur J. En „þegar menn átta sig á því það hafi tekist að jarða áratuga verðbólguvanda þegar Sjálfstæðisflokkurinn var ekki í ríkisstjórn. ... Það var bara auðvitað hlutur sem var ekki hægt fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að láta festast í sessi.“78 Ólafur Ragnar undirstrikar einnig þátt Morgunblaðsins í goðsögninni: Morgunblaðið var alveg markvisst líka í þessari túlkun, að hluta til af sömu ástæðu og forysta Sjálfstæðisflokksins, en líka vegnaþess að Morgunblaðið vildi svona afpólitíkaðsera sig dálítið, með því að stilla sér upp með aðilum vinnumarkaðarins og verkalýðshreyfingunni og ná svona sambandi við þá, gera þá jákvæða sem höfðu náttúrulega verið í fjandmannasveit Morgunblaösins í áratugi.79 En hvað um Ásmund Stefánsson og ASÍ ? Seint verðaþessir aðilar sakaðir um að verja hagsmuni atvinnurekenda og hægrimanna. Afhverju samþykkjaþeirþessa söguskoðun og taka þátt í að festa hana í sessi ? í forsetatíð Ásmundar Stefánssonar hafði vægi og áhrif verkalýðshreyfingarinnar dvínað verulega.80 Ásmundur var lengst af á móti slíkum leiðum sem þjóðarsáttinni, en hann hafði áður hafnað hugmyndum Þrastar Ólafssonar 1985 og niðurfærsluleið forstjóranefndarinnar 1988,81 enda lagði hann áherslu á hina gömlu leið verðtrygginga.82 Hann virðist síðan hafa áttað sig á gildi þessa samnings og einfaldlega viljað skilja vel við og lyfta þessu tímabili sínu sem forseti ASÍ.83 Mitt í orrahríðinni eftir ræðu forsetans var goðsögnin styrkt enn frekar, þegar Gunnar Birgisson og Ásmundur Stefánsson afhjúpuðu bautastein sem reistur var að Sólbakka á Flateyri til minnast framlags Einars Odds Kristjánssonar tilþjóðarsáttarsamninganna 1990.84Slíkur gjörningur er dæmigerður fyrir þátt valdastofnanna í sköpun og varðveislu minninga.85 „Fjölmenni var við athöfnina og þar á meðal stór hluti ráðherraliðs ríkisstjórnarinnar.“86 Mikilvægi athafnarinnar var slíkt að Samtök atvinnulífsins höfðu samband við ASÍ til að kanna hvort Alþýðusambandið vildi taka þátt í að reisa 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.