Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 60
Sagnir, 29. árgangur
Nyr skriður -
undirbúningur
alþingishátíðar 1930
Alþ ingishátíðarnefnd
var sett á fót árið 1926.31
Nefndin lét fljótt til
sín taka í margvíslegri
undirbúningsvinnu við
Yfirlit yfir
Þingvelli við Öxará,
þingstaðinn forna.
Skýringar
0 40 80 Metrar
I l ll I
að talsverður áhugi væri á, taldi hún að ekki ætti að veita
slík leyfi né samþykkja „nema með ráði skógræktarstjóra
og skipulagsnefndar bæja og kauptúna, og þá einungis
á svæðinu sunnan akvegarins milli Hrafnagjár og
almenningsins."29 Ennfremur taldi nefndin að varast
þyrfti byggingu sumarhúsa á þeim hluta Brúsastaðalands
sem næstur væri þingstaðnum, til að spilla ekki staðnum.
Við skoðun á áliti Þingvallanefndarinnar þarf að hafa
það í huga að Matthías var hliðhollari enskri friðunarleið,
þar sem einstaklingar tækju
sig saman og stofnuðu
félagasamtök sem síðan
tækju að sér að friða
ákveðin svæði. Hann hafði
áður líst yfir efasemdum
um að stórt svæði þyrfti
að friða á Þingvöllum í
álitsgerð sem honum var
gert að skila af sér vegna
þingsályktunarinnar frá
1919, sem hann hafði
sjálfur átt þátt í að senda
sem stjórnarmaður í
þingvallanefndinni sem
þá var starfandi. I því áliti
sagði Matthías: Án þess að
jeg geti tjáð mig hlynntan
uppástungunni um þennan
„þjóðgarð”, svo sem hann
hefur verið fyrirhugaður,
verð jeg að mæla mjög
með því að hið umrædda
svæði verði verndað fyrir
eyðileggingu svo vel sem
kostur er.”30 Matthías hafði
alltaf verið í nöp við stærð
svæðisins því þá þyrfti að
sitja um svæðið sér lög og
það tilheyrði ekki lengur
fornminjaverði.
lagfæringu Vallanna á Þingvöllum og var Matthías
Þórðarson þeim innan handar við þá vinnu.32 Einnig
var lögð fyrir nefndina skrifleg friðunartillaga
Guðmundar Davíðssonar, sem var ekki ósvipuð
þingsályktunartillögunni frá 1919 og endanlegu
friðunarfrumvarpi 1928. Talsverður vilji var hjá
nefndarmönnum að ná fram hinum „gamla“ svip
Þingvalla eins og hann hafði verið á þjóðveldisöld.33
Alþingishátíðarnefndin sá fyrir sér margar verklegar
58