Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 18

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 18
Sagnir, 29. árgangur ábyrgð á þjóðlegum gildum og að koma þeim áfram til íslenskra barna. Hún skrifaði um föðurlandsvini, að konan væri ættmóðir kynslóðanna og fleira sem var algjörlega í takt við þær hugmyndir sem blómstruðu innan húsmæðrastefnunnar á millistríðsárunum. Þá benti hún á Sovétríkin sem víti til varnaðar - íslendingar ættu ekki að feta í fótspor þeirra.32 Margar íslenskar konur í dag gætu talið hugmyndir Guðrúnar íhaldssamar og andstæðar almennum réttindum kvenna, en sjálf var hún handviss um að hún væri að beita sér fyrir velferð kvenna og koma í veg fyrir misnotkun á ungum stúlkum. Svandís Nína Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur kemst að þeirri niðurstöðu í BA- ritgerð sinni um viðhorf til fóstureyðinga að Guðrún hafi eklci verið að gagnrýna lækna eða karlmenn í umræðum sínum á Alþingi, heldur að þunganir og fóstureyðingar væru málefni kvenna en ekki heilbrigðisstéttarinnar eða karlmanna. Hún hafi því óttast um stöðu kvenna.33 Eins og áður hefur komið fram var frumvarpið samið með læknastéttina í fyrirrúmi, aldrei var efast um vald þeirra yfir kvenfólki og þar gæti ótti Guðrúnar átt rök við að styðjast. Guðrúnu var einnig umhugað um heilsu kvenna. Fóstureyðingar gátu verið hættulegar aðgerðir og eru til dæmi um að þær hafi dregið konur til dauða. Andlegar afleiðingar fóstureyðinga taldi Guðrún geta leitt til sturlunar.34 Guðrún vildi líka beina athyglinni að börnunum sj álfum og var þar sama sinnis og mörg nútíma samtök sem berjast gegn fóstureyðingum.35 Konan ætti ekki að ganga fyrir barninu, mannslíf, var og er mannslíf. En konan getur sjálf orðið banamaður þeirrar virðingar og sæmdar, sem hún hefur áunnið sér á þenna hátt. Hún gerir það þegar hún krefst rjettar fyrir sjálfa sig, til þess að ryðja úr vegi þeim sem veikastur er og varnarlausastur allra - ogþá ofurselur hún sig jafnframt því villudýrsæði, sem á engin takmörk.36 Andstæður? Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur hefur skipt femínistum á millistríðsárunum í tvo flokka. „Sumir femínistar töldu að takmarkanir barneigna myndu auka lauslæti, vændi og kynsjúkdóma.“ Einnig að þeir femínistar hafi óttast kröfur karlmanna til aukinnar kynlífsþjónustu kvenna. Aðrar ástæður væru t.d. trú, ekki ætti að neita vilja Guðs og náttúrunnar. Eina réttmæta aðferðin til þess væri skírlífi. Hinir femínistarnir, sem voru með takmörkun barneigna, bentu hinsvegar á mikinn mæðra- og barnadauða, heilsu kvenna og rétt kvenna yfir eigin líkama. Takmörkun barneigna væri atriði í sjálfsákvörðunarrétti kvenna og þannig leið til að draga úr valdi karlmanna yfir konum.37 Hér væri auðveldlega hægt að sjá tengingu milli skiptingu Kristínar og mismunandi skoðunum Guðrúnar og Katrínu, og hvernig andstæð sjónarmið þeirra fylgdu klofningi kvenréttindabaráttunnar á millistríðsárunum.38 Sem fátækrafulltrúi og heimils- og barnalæknir hafa starfsvettvangar Guðrúnar og Katrínar eitthvað skarast, þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um hversu mikið. Á þessum starfsvettvöngum hafa þær báðar haft mikið innlit í líf og störf þeirra sem minnst máttu mega sín á millistríðsárunu.Þvímádragaþáályktunaðþeirradaglegu störf hafi sennilega haft lítið að segja um aðstöðu þeirra til fóstureyðinga. Báðar vildu úrræði fyrir barnmargar og fátækar fjölskyldur, en voru elcki sammála um hver þau úrræði áttu að vera. Konurnar komu hinsvegar úr tveimur ólíkum áttum, önnur úr íhaldssamri prestafjölskyldu og hin úr róttækri stjórnmálafjölskyldu. Onnur sat á þingi fyrir hægriflokk, var fylgjandi húsmæðrastefnunni og lagði miklar áherslur á kristið siðgæði meðan hin var sósíalisti, mikið menntuð og trúði á frjálsar ástir, sem gat ekki talist til strangkristilegra hugmynda. Katrín tók þátt í stofnun Félags íslenskra báskólakvenna, en meðal annarra stofnenda var Laufey Valdimarsdóttir sem var formaður K.R.F.Í. þegar fóstureyðingarfrumvarpið var lagt fram. Ágætis samstarf var á milli þessara félaga.39 Guðrún var fyrsti formaður Húsrnæðrafélags Reykjavíkur auk þess að sitja í nokkrum stjórnum kristilegra samtaka.40 „Guðrún ...var ein afdráttarlausasta talskona móðurhlutverksins í hópi íslenskra kvenréttindakvenna“41 K.R.F.I. lýsti sig fylgjandi frumvarpinu á meðan Ljósmæðrafélag Reykjavíkur var mótfallið því.42 Hér kemur greinilega fram að ekki var samhugur meðal íslensk kvenfólks í þessu máli og gætu því Guðrún og Katrín hafa verið málsvarar fyrir hvorn hópinn. Hérna passa skilgreiningar Kristínar Ástgeirsdóttur um mismunandi hópa femínsta ágætlega við. Ingvar Pálmason las upp tvö bréf í umræðum á Alþingi 1934, annað ritað af stjórn K.R.F.I. og hitt af ritara Mœðrastyrksnefndar. I bréfunum kemur fram að bæði samtökin voru fylgjandi frumvarpinu og að þau töldu það mikla bót fyrir kvenmenn. Áður hafði Haraldur Guðmundsson mælt „Ég get ekki neitað því, að það varð mér nokkurt undrunarefni hversu sterklega hv. 5. landsk. [Guðrún Lárusdóttir] mælir gegn frv. ...ég efa, að það sé rétt, að frúin tali hér fyrir hönd kvenna yfirleitt!‘ Bréfin vildi Ingvar nota sem rökstuðning fyrir staðhæfingum Haraldar. Guðrún svaraði að Mœðrastyrksnefnd gæti ekki 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.