Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 47

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 47
Sagnir, 29. árgangur sér engar vonir um að kirkjan færi í bráð þótt hann hafi vonað að hún gerði það á endanum. Hann trúði ekki á Guð og vildi að þjóðfélagið viðurkenndi rétt sinn til þess. Honum ofbauð vald kirkjunnar og vildi fá að vera í friði fyrir henni. Ritdeíla trúmanna og vísindamanns Þorsteinn Erlingsson var ekki einn um það að fjalla opinberlega um trúleysi sitt í blöðunum. Guðmundur Hannesson gerði það einnig þó að ástríða hans fyrir efninu hafi ekki verið jafn heit og Þorsteins. Hann skrifaði ögn um trúmál í landsmálablöðin um aldamótin 1900 og er besta dæmið um það ritdeila hans við Harald Níelsson og Jón Helgason um vantrú og ljóð Þorsteins Erlingssonar. Guðmundur var héraðslæknir á Akureyri þegar hann skrifaði flestar blaðagreinar sínar um trúmál. Guðmundur kynnti sér kenningar Darwins og Huxley um þróunarfræði á unglingsárunum og var vel að sér í nýjustu kenningum náttúruvísindanna. Þessar vísindakenningar gerðu hann afhuga trúnni. I þeim er dregin upp heimsmynd sem samræmist illa því sem kirkjan boðaði.38 Ef menn sjá að eitthvað af fullyrðingum kirkjunnar standist ekki er ekki langt í að hafna þeim öllum. Níels Dungal, nemandi Guðmundar og góðvinur, sagði þetta um trúarskoðanir Guðmundar: „Hann var of vel að sér í náttúrufræðum til þess að geta trúað á nokkurn guðdómlegan skapara, og einu sinni sagði hann mér, að hann hefði lengi gengið með þá hugmynd að skrifa bók, sem átti að heita „Uppreisnin á móti guði“.“39 Guðmundur átti í ritdeilu 1898 við þá Harald Níelsson og Jón Helgason. Þeir voru báðir guðfræðimenntaðir í Kaupmannahöfn og ætluðu sér að hrinda af stað kristinni trúarvakningu meðal Islendinga og hófu útgáfu á kristilega tímaritinu Verði Ljós. Skrif þeirra í blaðið um Þyrna, ljóðabók Þorsteins Erlingssonar, komu af stað ritdeilunni sem hverfðist á endanum ekki einungis um Þyrna, heldur einnig um siðferði vantrúarmanna og fleiri álitamál tengd kristinni trú. Þeir ætluðu að afgreiða vantrúarboðskapinn í eitt skipti fyrir öll.40 Ekki skal farið nákvæmlega í málflutningþeirra en í megindráttum töldu þeir að vantrúarmenn hafi hafnað trúnni vegna þess að þeir hafi ekki getað staðið undirþeim ströngu siðferðiskröfum sem trúin setji þeim. Einnig héldu þeir því fram að þessir nrenn hafi verið hatarar Krists og að Þorsteinn Erlingsson hafi ekki séð það góða sem kristindómurinn hafði fært heiminum eins og jafnrétti, útrýmingu þrælahalds og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín.41 Guðmundur Hannesson gat ekki setið undir þessum árásum á Þorstein vin sinn og því þröngsýna viðhorfi sem birtist í þessum greinum og svaraði því fullum hálsi í greinum í Bjarka Þorsteins Erlingssonar og Islandi Þorsteins Gíslasonar. Siðferði Guðmundur fjallar nokkuð um siðferði í ritdeilunni, siðferði vantrúarmanna og uppruna siðferðis, hvort það standist að til kristnidómsins megi rekja allt gott siðferði í heiminum. Hann telur fráleitt að siðferði vantrúarmanna sé verra en trúmanna og telur að í hópi vantrúarmanna megi finna hjartahreinustu menn aldarinnar og tekur Þorstein Erlingsson, Charles Darwin, Herbert Spencer, John Stuart Mill og Ernest Renan sem dæmi. Alls staðar megi finna vott af þessu siðferði þar sem „nokkur geisli nútíðarmenntunarinnar hefur skinið!‘42 Guðmundur svarar þeim fullyrðingum að ströng siðferðisskilyrði geri vantrúaða menn afhuga kristindómnum, með því að það sé svipuð fáránleg fullyrðing og: „Ekki segi ég að þú sért þjófgefinn, en hitt segi ég, að það er einmitt boðorðið: þú skalt ekki stela, sem fælir þig frá lögmálinu.“43 Hugmyndina um að uppruna siðferðis megi rekja til kristindómsins telur Guðmundur fráleita. Hann tekur til mörg dæmi um þann siðferðisboðskap sem til var í heiminum fyrir daga Krists eins ogþetta: „500 árum fyrir krist kendi Laotse þetta um skyldurnar: „Ein er skyldan við meðbræðurnar: kærleikurinn, og ein við sjálfan sig: sjálfs afneitunin." Með slfkum dæmum mætti fylla bók.‘<44 Guðmundur var hrifinn af kenningum Búdda og vitnar í siðaboðskap hans en viðurkennir að Búddismi hafi ekki haft mikil áhrif á Evrópuþjóðir. Þó hafi Búdda kennt líknsemi við sjúka og bágstadda á undan Kristi og því megi spyrja sig hvor hafi getað haft áhrif á hinn. Hann bætir því við að Búddismi nái til stærri hluta jarðarbúa en kristnin og því hafi fleiri siðaboðskap sinn frá honum en kristninni.45 Guðmundur telur það einnig varhugavert að eigna kristindómnum allar þær framfarir sem orðið hafa í Evrópu og Ameríku. Munur sé á því að eiga frumkvæðið að þeim eða vera til á sama tíma. Hann tekur læknisfræðina sem dæmi um þetta: Að hverju ley ti — svo að stóru nemi - hefir kristindómurinn borið læknislist áleiðis? Voru ekki hinir frægu fornu meistarar hennar heiðnir? Var eigi Hippokrates það? Kunnu hinir heiðnu íslendingar eigi furðanlega sáralækningar? Voru eigi Múhameðstrúarmenn á Spáni hinir beztu læknar Evrópu á sínum tíma? Máske hefir Lúther lagt grundvöllinn til rannsókna nútímans um eðli næmra sjúkdóma, þegar hann gaf þá fróðlegu skýringu að „þeir væru ekkert annað en bersýnileg djöfúlsins verk“46 Guðmundur veltir því fyrir sér hvort að hægt sé að samræma skynsemina kristindómnum. Hann telur það 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.